Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 20
LIFRARPYLSA - INNIHALDSLÝSING
Lambalifur
(35%)
lambamör
vatn
undanrennuduft
rúgmjöl
haframjöl
salt
Lamba- og
nautalifur (26%)
vatn
kindamör
rúgmjöl
hveiti
sojaprótín
kartöflumjöl
haframjöl
salt
Lambalifur
(31,43%)
lambamör
mjólk
rúgmjöl
haframjöl
vatn
salt
Morgunblaðið/Styrmir
H
in alíslenska lifrarpylsa er vinsæl
fæða, ekki síst hjá börnum. Uppi-
staðan í lifrarpylsu er lambalifur
og mör en að auki er bætt við
haframjöli, rúgmjöli, mjólk eða mjólkurdufti
auk vatns og salts.
Þegar bornar eru saman innihaldslýsingar
soðinnar lifrarpylsu hjá þremur framleið-
endum kemur þó í ljós að ekki er sama
hvaðan lifrarpylsan kemur, bæði hvað varðar
innihaldsefni, fitu og fjölda hitaeininga.
Lifrarpylsa frá Kjarnafæði og frá Goða er
svipuð að innihaldi, aðeins munar á hlutfalli
lifrar í lifrarpylsunni auk þess sem vatns-
magn er minna hjá Kjarnafæði. (Þumalputta-
regla þegar innihaldslýsingar eru lesnar er
að þau efni sem mest er af eru talin upp
fyrst.) Þá notar Goði undanrennuduft en
Kjarnafæði notar mjólk.
Þegar innihald lifrarpylsu frá Sláturfélagi
Suðurlands er skoðað sést að notast er við
talsvert breytta uppskrift. Notuð er í bland
lamba- og nautalifur í stað hreinnar lamba-
lifrar, kindamör er notaður í staðinn fyrir
lambamör auk þess sem lifrarpylsan er
vatnsmeiri. Þá er bætt við sojapróteini, kart-
öflumjöli og hveiti þannig að innihaldsefnin
eru fleiri en hjá hinum, en lifrarpylsan frá
SS er hins vegar fituminni en hinar.
Næringargildi lifrarpylsu er þannig ólíkt
eftir því hvaða lifrarpylsa er valin. Mest fitu-
innihald er í lifrarpylsunni frá Kjarnafæði
eða 27 g í hverjum 100 g en minnst fita er í
lifrarpylsunni frá SS, 21 g í 100 g, en lifrar-
pylsan frá Goða inniheldur 23 g af fitu í
hverjum 100 g. Fæstar hitaeiningar eru í
lifrarpylsunni frá Kjarnafæði eða 260 í 100 g
á móti 289 hitaeiningum í Goða-lifrarpylsu
og 305 hitaeiningum frá SS.
RÝNT Í INNIHALDSLÝSINGAR LIFRARPYLSU
Ekki sama hvaða lifrarpylsa
SS BÆTIR SOJAPRÓTÍNI, KARTÖFLUMJÖLI OG HVEITI Í UPPSKRIFT AÐ LIFRARPYLSU SEM SELD ER SOÐIN Í
VERSLUNUM. GOÐI OG KJARNAFÆÐI NOTAST VIÐ HEFÐBUNDNAR UPPSKRIFTIR VIÐ SÍNA LIFRARPYLSUGERÐ.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
*Heilsa og hreyfingÞríþraut nýtur vaxandi vinsælda hér á landi og fjöldi fólks leggur land undir fót til að keppa »21
Q
i gong gengur meðal
annars út á að bæta
heilsu sína og líðan.
Það eru ákveðnar æf-
ingar sem þú getur gert til að
virkja ákveðin líffæri. Ef það er
vandamál með lifur þá getur þú
hreyft þig á ákveðinn hátt og gert
öndunaræfingar. Öndun er algjört
grunnatriði í Qi gong. Þegar við
vorum ungbörn kunnum við að
anda en flest okkar hættum að
anda nógu djúpt eftir að við urðum
fullorðin. Þá vantar súrefni í líkam-
ann. Bara það að læra að anda
djúpt og rólega gerir fólki gott. Við
þurfum að vera í jafnvægi og við
þurfum að vera í jafnvægi við
mennina og náttúruna í kringum
okkur. Það er heil hugmyndafræði
á bak við þetta.
Rétt eins og blóðið sem flæðir
um líkamann okkar er orka sem
flæðir um hann. Hún er ekki jafn
sýnileg og blóðið en hún er þarna.
Til að við séum heilbrigð þarf þessi
grunnorka að flæða vel um líkam-
ann. Það tekur langan tíma að ná
valdi á þessari orku, en það er
hægt að ná því með iðkun Qi
gong,“ segir Þóra Halldórsdóttir
hjá Aflinu sem er áhugamanna-
félag um Qi gong á Íslandi.
Um síðustu mánaðamót kom
doktor Yang, Jwing-Ming til lands-
ins og hélt námskeið á vegum Afls-
ins. Alls sóttu námskeiðið 40
manns en iðkendur Qi gong á Ís-
landi eru hátt í 200 manns. Þau
hittast þrisvar í viku og gera æf-
ingar í 40 mínútur í senn. Á vet-
urna eru æfingar gerðar innan
dyra en á sumrin æfa þau í Grasa-
garðinum.
„Doktor Yang kennir líka bar-
dagaíþróttir einsog kung fu og tai
chi, en með okkur fór hann aðal-
lega í Qi gong,“ segir Þóra.
Doktor Yang, meistari í Qi gong, ásamt Þóru Halldórsdóttur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
QI GONG Á ÍSLANDI
Öndun skiptir miklu
HEILBRIGÐ SÁL Í HRAUSTUM LÍKAMA ER EITTHVAÐ SEM ALLIR ÞRÁ. EN TIL ÞESS ÞARF AÐ
ÆFA SIG. IÐKENDUR QI GONG Á ÍSLANDI ERU YFIR 200 OG FLESTIR ÆFA ÞRISVAR Í VIKU.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
Elísabet Margeirsdóttir næringarfræð-
ingur segir gagnlegt fyrir neytendur að
kanna innihaldslýsingar og spyrja sig
hvaða efnum sé bætt í matinn. Hún
segir lifrarpylsu almennt meinholla í
hæfilegu magni, hver sem uppskriftin
er. „Goði og Kjarnafæði halda sig við
hefðbundna uppskrift, svipaða og við
notum heima, en lifrarpylsan frá SS er
meira unnin vara. Hjá SS hefur upp-
skriftin verið þróuð meira, þar er not-
ast við kartöflumjöl og sojaprótein,
líklega til að drýgja eða bæta áferð
vörunnar. Þetta eru skaðlaus efni, en
þarna er samt verið að setja eitthvað í
sem við þurfum ekkert endilega á að
halda,“ segir Elísabet.
Ekki skaðlegt
en líklega
óþarft