Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 22
F ormleg keppni í þríþraut með því sniði sem þekkt er í dag hófst á áttunda áratug síðustu aldar. Síðan þá hafa vinsældir þrautarinnar vaxið jafnt og þétt en mikil aukning hefur orðið í hópi iðkenda hennar hér á landi undanfarin 3-4 ár. Í þríþrautinni er keppt um tíma í samanlögðu sundi, hjólreiðum og hlaupi, að skiptitímanum á milli greina meðtöldum. Keppt er í nokkrum mismunandi vegalengdum og eru þær í „járnkarlinum“ svokallaða þar lengstar. Gefur augaleið að mikið reynir á andlegt sem og líkamlegt þol og atgervi við keppni í þrautinni „Varlega áætlað æfa um 200 manns þríþraut markvisst að staðaldri hér á landi, með keppni í huga,“ segir Egill Ingi Jónsson, ÍAK einkaþjálfari, sem sérstaklega hefur sérhæft sig í styrktarþjálfun fyrir þríþrautarfólk. „Í raun og veru hentar þríþrautin öllum sem vilja fjöl- breytta hreyfingu,“ segir Egill aðspurður hverjum íþrótt- in henti. Bendir hann á að auk þess að þrautin sé heilsusamleg séu menn í þríþrautinni stöðugt að setja sér markmið og vinna að því að ná þeim. Keppa þeir þannig stöðugt við sjálfa sig og sigra þegar markmiðunum er náð og geta þá sett sér ný. Eins og með aðrar íþróttir verður mikilvægi góðra og mikilla æfinga seint nægilega áréttað. Að sögn Egils æfa þau sem mikið leggja upp úr keppnum allt að tvisvar sinnum á dag 5-7 daga vikunnar. „Þau taka jafn- vel sundæfingu á morgnana og þá hlaupa- eða hjólaæfingu að kvöldi,“ segir hann. Mikilvægt er þó að undanskilja ekki styrktaræfingar sem hafa þarf með. „Í þessum greinum er mikið álag og tiltölulega einhæfar hreyf- ingar eins og í hlaupi og á hjóli, því er mikilvægt að halda jafnvægi í lík- amanum góðu og byggja upp jafnhliða styrk,“ segir Egill. Aðalkeppnistímabilið í þríþraut fer fram á sumrin hér á landi en iðk- endur eru duglegir að æfa í sundlaugum og þrekstöðvum yfir veturinn. Nokkrar þríþrautardeildir eru starfandi undir hatti íþrótta- og sundfélaga á landinu og halda þau úti skipulögðum æfingum allt árið hugnist fólki slíkt fyrirkomulag betur en að æfa á eigin vegum. Vert er að benda á fé- lögin 3SH í Hafnarfirði, Sundfélagið Ægi í Reykjavík, ÞríKó í Kópavogi og þríþrautadeild UMFN í Njarðvík, vilji fólk kynna sér þrautina nánar. SUND, HJÓL OG HLAUP Þríþrautin vinsæl VINSÆLDIR ÞRÍÞRAUTAR HAFA AUKIST STÓRUM Á MEÐAL LANDANS UNDAN- FARIN ÁR. STÖÐUGT FJÖLGAR ÞEIM SEM KJÓSA AÐ ÆFA SAMHLIÐA SUND, HJÓL- REIÐAR OG HLAUP OG KEPPA Í ÖLLUM ÞREMUR GREINUM. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Keppendur í hálf-ólympískri þríþraut við að koma í mark í Hafnarfirði sl. sum- ar. Höfðu þeir þá lagt að baki 750 m syndandi, 20 km hjólandi og hlaupið 5 km. Ræst af stað í sundhluta ólympískrar þríþrautar sl. sumar. Var þetta jafnframt fyrsta keppnin þar sem sá hluti var syntur í sjó hérlendis eins og víðast tíðkast. Talsvert er orðið um að Íslendingar fari einnig utan til að keppa í þríþraut. Birna Björnsdóttir, Íslandsmeistari í hálfum járnkarli og bronsverðlaunahafi í Kölnarþríþrautinni, sem hér sést, er ein þeirra. Egill Ingi Jónsson Keppendur í hálfum járnkarli bíða eftir að vera ræstir af stað í 1900 metra sund í Sundlaug Hafnarfjarðar sl. sumar. 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012 Hreyfing og heilsa Í þríþraut er ávallt keppt í eftirtöldum þremur greinum, þ.e. sundi, hjólreiðum og hlaupi. Tekur hvað við af öðru og í fyrrnefndri röð. Hér á landi er keppt í eftirtöldum fjórum útgáfum þríþrautar: Sprettþraut 400 m sund, 10 km hjól og 2,5 km hlaup Hálfólympísk þríþraut 750 m sund, 20 km hjól og 5 km hlaup Ólympísk þríþraut 1500 m sund, 40 km hjól og 10 km hlaup Hálfur járnkarl 1900 m sund, 90 km hjól og 21,1 km hlaup. Þá hefur töluverður fjöldi Íslendinga einnig sótt út fyrir landsteinana þar sem þeir hafa reynt sig við heilan járnkarl. Keppt á fjóra vegu hérlendis

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.