Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Side 28
*Matur og drykkir Mexíkósk kjúklingasúpa með nachos , rifnum osti og sýrðum rjóma í matarboði á Skaganum »29 D avid Wolfe og Sólveig Eiríks- dóttir hittust í fyrsta skipti í brúðkaupi í Kaliforníu. Solla hafði tekið að sér að kokka fyr- ir veislugesti en Wolfe sá um að pússa par- ið saman. Þau urðu fljótt miklir vinir enda deila þau óþrjótandi heilsu- og mataráhuga. Þegar Solla er spurð af hverju hún ákvað að snúa við blaðinu og prófa hráfæði hlær hún við og segir: „Það er dálítið skemmti- legt að segja frá því að við Wolfe eigum mjög svipaða sögu.“ Hún útskýrir að bæði hafi þau verið miklir ofnæmissjúklingar, fyrir mat og umhverfi, en fundið lausn í því að breyta um mataræði. „Ég var kynnt fyr- ir leið til þess að læknast af ofnæmi en það hafði gert mér mjög erfitt fyrir. Ég byrjaði á því að fara í hálfs árs strangan matarkúr þar sem ég tók margt út úr fæðinu. Ég fórnaði mér tímabundið og fann fyrir bata og betri líðan. Ég hætti því alfarið að borða margt, t.d. unnar matvörur, hveiti, sykur og mjólkurvörur.“ Hún segir að lykillinn að bata sé að fara alla leið en það sé eina leið- in til að læknast fullkomlega. Heldur tvo fyrirlestra hér á landi Foreldrar Davids Wolfes eru bæði læknar en sjálfur skartar hann gráðum í umhverfis - og vélaverkfræði, stjórnmálafræði, lög- fræði og næringarfræði. Eftir að hann fann lausn á ofnæminu hefur Wolfe verið einn virkasti liðsmaður súperfæðuhersins. Hann hefur verið á ferðalagi í tæp tuttugu ár og aldrei staldrað lengur við en fjórar vikur í senn á hverjum stað. Á ferðalögum sínum sankar hann að sér fróðleik sem hann svo miðlar á milli samfélaga. Sjálfur vinnur hann ekki að rannsóknum en hann vinnur náið með virtum rannsóknarstofum og bendir þeim á hráefni sem verðugt er að rannsaka. Nú er Wolfe að leggja í sína fjórðu heim- sókn til Íslands en hann mun flytja tvo fyr- irlestra, hinn 29. og 30. október, á veit- ingastaðnum Gló. Fyrri fyrirlestrar hafa vakið mikla lukku enda er nú þegar uppselt á fyrri fyrirlesturinn, á þann seinni má enn fá sæti. Fyrirlesturinn verður þó frábrugð- inn fyrri fyrirlestrum að því leyti að nú hyggst Wolfe ekki aðeins kynna landanum hráfæði heldur útskýra hvernig má nálgast hráefni á Íslandi og búa til heilsudrykki. „Það er ómögulegt að hlusta á fyrirlestur þar sem talin eru upp hráefni sem ómögu- legt er að nálgast nema í gegnum nokkrar nörda-netverslanir. Að því leyti verður þessi fyrirlestur einstakur. Wolfe hefur tekist að laga sig að íslensku umhverfi og veit nú hvað fæst hér.“ Hún bætir því við að hann hafi verið mikill innblástur í heilsulínu hennar og hvatning til þess að víkka út lín- una og gera hana aðgengilegri. „Þrátt fyrir að fólk skilji ekki hvað hann er að segja kemst enginn ósnortinn frá David Wolfe. Hann er með einstaka útgeisl- un og hefur mjög sérstök áhrif á fólk.“ Fræðir um hráfæði og heilsudrykki HEILSUGÚRÚINN DAVID WOLFE HEFUR TEKIÐ ÁSTFÓSTRI VIÐ ÍSLAND EN HANN LEGGUR Í SÍNA FJÓRÐU HEIMSÓKN TIL SOLLU EIRÍKS Á VEITINGASTAÐNUM GLÓ SEINNA Í MÁNUÐINUM. Ingibjörg Friðriksdóttir if@mbl.is Sólveig Eiríksdóttir og David Wolfe. ½ l þitt uppáhaldste 10 möndlur, best að leggja þær í bleyti í um 2 klst 3 msk kakónibbur 2 msk kókosolía 1 msk kakósmjör 1 msk lucuma-duft 3 chlorella-töflur 1 msk kakóduft 1 msk hunang 1 tsk reishi-duft (fæst í jurtaapótekinu) 1 tsk maca smá sjávarsalt Byrjið á að mala möndlurnar smátt í blandaranum, bætið rest- inni af uppskriftinni út í (ef teið er heitt þá bráðnar bæði kókos- olían og kakósmjörið sjálfkrafa). Ef þið viljið hafa þetta sætara getið þið bætt smávegis hunangi út í eða 1-2 dropum af stevíu. Þessi drykkur er bestur heitur. Ljúffengur og hollur ofurfæðisdrykkur HEILSUGÚRÚINN DAVID WOLFE KEMUR TIL LANDSINS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.