Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.10. 2012
Matur og drykkir
Agla Harðardóttir, Fríða
Ásgeirsdóttir, Eva Eiríksdóttir, Edit
Ómarsdóttir, allar af Akranesi.
Einföld og frekar létt súkkulaðimús, hentar vel sem desert. Hægt er
að nota bæði ljóst og dökkt súkkulaði.
25 g smjör
200 g 70% súkkulaði
250 ml rjómi
3 stk. egg
2 msk. sykur
Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita í potti. Hellið
súkkulaðinu síðan í skál og blandið þremur eggjarauðum saman við,
blandað eggjarauðunum vel saman við súkkulaðið. Leggið súkku-
laðiblönduna til hliðar. Þeytið rjóma og að því loknu bætið súkku-
laðiblöndunni saman við, í þremur pörtum. Leggið blönduna til
hliðar. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum smátt og smátt
saman við. Hrærið eggjahvítublöndunni mjög varlega saman við
súkkulaðiblönduna með sleikju, setjið í glös eða skál. Kælið í lág-
mark 3 klst.
Skreytið súkkulaðimúsina með ferskum berjum.
Súkkulaðimús
með jarðarberjum
Súkkulaðimúsina er smart að bera fram í litlum, fallegum glösum.
UPPSKRIFT FYRIR UM ÞAÐ BIL
5-6 MANNS
4 kjúklingabringur, smátt skornar (eða heill kjúkling-
ur, skorinn í litla bita)
1 rauð paprika, smátt skorin
1 græn paprika, smátt skorin
1 gul paprika, smátt skorin
2 gulrætur, smátt skornar
½ blaðlaukur, smátt skorinn
2 hvítlauksgeirar
1 laukur , smátt skorinn
½ rautt chili, fræhreinsað og smátt skorið
2 msk. olía
2 dós saxaðir tómatar
2 teningar af kjúklingakrafti
2-3 msk. karrí
smá kjúklingakrydd
3 lítrar vatn
1 peli rjómi
1 dós tómatpúrra
200 g philadelphia-rjómaostur með sweet
chili
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
Hitið olíu á pönnu við vægan hita, saxið grænmet-
ið smátt og steikið í smástund á pönnunni, bara rétt
til að fá smá gljáa. Setjið grænmetið í stóran pott,
bætið vatninu, tómatpúrrunni, karríinu, kjúklingaten-
ingum og söxuðum tómötum saman við, leyfið þessu
að malla á meðan þið steikið kjúklinginn.
Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á pönnu
upp úr olíu í smástund, kryddið til með kjúklinga-
kryddi, salti og pipar. Bætið kjúklingnum við súpuna.
Látið hana sjóða við vægan hita í 10-15 mín.
Að lokum fer rjóminn og rjómaosturinn saman við
súpuna. Takið ykkur góðan tíma til að laga súpuna,
ég leyfði henni að malla við vægan hita í um það bil
klukkustund en þess þarf auðvitað ekki. Látið hana
þó malla í lágmark 30 mín. Bragðbætið súpuna að
vild, gæti verið að þið vilduð meira karrí eða meiri
pipar. Mikilvægt að smakka hana til!
Berið súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti
og nachos-flögum, sem hver og einn bætir á sinn
disk eftir smekk.
Þessi súpa gleður mig mjög mikið og mér finnst
ótrúlega huggulegt að standa við eldavélina og dúlla
mér við súpugerð. Ilmurinn um heimilið er líka
dásamlegur á meðan. Hún er svolítið sterk svo ég
mæli með að þið smakkið hana til.
Mexíkósk kjúklingasúpa
Best er að gefa sér góðan tíma í að laga súpuna og leyfa
henni að malla við vægan hita, hún verður þá enn betri.
FYRIR 3-4
1 poki af blönduðu salati, pokinn var 200 g
100 g tagliatelle
½ agúrka
1 græn paprika
1 rauð paprika
½ rauðlaukur
10 kirsuberjatómatar
½ krukka fetaostur, gott að setja smá af olíunni líka
rifinn parmesanostur, magn eftir smekk
5-6 jarðarber
mulið nachos með saltbragði, magn eftir smekk
1½ msk. balsamedik
salt og pipar
1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum. Ég læt
alltaf salt og smá ólífuolíu í pottinn. Þegar það er tilbúið, losið þá
allt vatn frá og setjið pastað inn í ísskáp í örfáar mínútur.
2. Skerið grænmetið smátt niður, ég reif gúrkuna niður með
rifjárni. Skolið allt saman vel og blandið þessu saman í skál.
3. Bætið balsamediki, fetaosti og jarðarberjum saman við.
Blandið vel saman og kryddið með smá salti og pipar.
4. Stráið salatinu á fat, myljið nachos yfir og rífið duglega af
ferskum parmesanosti og stráið yfir.
Berið salatið gjarnan með fram með brauði, pestó og ef til vill
salatdressingu. Að vísu reyni ég að sleppa því að nota dressingu
því þær eiga það til að vera svo sterkar og stela bragðinu af ynd-
islega grænmetinu. Það er líka ansi gott að bæta kjúklingi eða
hráskinku saman við salatið. Endalausir möguleikar.
Pastasalat
Eva Laufey segir synd að nota sterka salatdressingu til að stela
bragðinu af grænmetinu. Þá megi bæta ýmiss konar ólíku hráefni við.