Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 45
Sú fjárfesting, sem líkleg var m.a. vegna hagstæðs gengis og lækkandi fasteignaverðs, kom aldrei vegna óstöðugs stjórnarfars innanlands. Reyndar dugði það ekki til að mati stjórnvalda og því var streist á móti hvar sem vottaði fyrir lífi eða viðleitni. Með hinu sér- staka sovéska samheiti „rammaáætlun“ var allt sett í „stóra stoppið“ í raforkumálum í landinu. Ráðuneytin voru flest rifin upp með rótum, samfellt hringl á hverju einasta starfsári ríkisstjórnarinnar með verkefni og málasvið þeirra, svo flest skarast og ráðherrar rangla endalaust um eins og lærlingar í ráðuneytunum. Sama hringl var með ráðherra inn og út úr ríkisstjórn. Þrír menn hafa farið með fjármálin á rúmum þremur árum. Þrír með heilbrigðismálin, þrír eða fjórir með iðnaðarmálin á sama tímabili og þannig mætti áfram telja. Saman komið eru þessir tilburðir nánast stjórnsýslulegt tilræði sem mátti síst við þessu. Og hin nýja skipan stjórnarráðsins er að auki líkleg til að vera aðeins til bráðabirgða, því að allar breytingar voru gerðar án nauðsynlegs og sjálfsagðs samráðs við stjórnarandstöðuna. Allt var því gert í ósætti og andstöðu. Hún hefur því lýst því yfir að ein- göngu sé tjaldað til einnar nætur með öllu þessu hringli. Ein afleiðing þessa uppnáms stjórnarráðsins birtist í því að þegar sjávarútvegsstjóri ESB og sjáv- arútvegsráðherra Noregs hittu kollega sinn íslenskan til að fjalla um mikilvæga deilu um makríl þá mætti ís- lenski „nýsköpunarráðherrann“ til fundarins. Það land í heiminum, sem á hvað mest þeirra allra undir sjávarútvegi og fiskveiðum, hefur ekki lengur sér- stakan sjávarútvegsráðherra! Nei nýsköpunarráð- herra skal það heita, í samræmi við aðra pólitíska flat- neskju, rétt eins og nýsköpun í landinu eigi sér aðeins stað á málasviði eins ráðuneytis. Þrengt að fólki og fyrirtækjum Sköttum hefur verið breytt yfir hundrað sinnum. Það þýðir fleiri en tvær skattabreytingar á mánuði í heilt kjörtímabil og enn er þó áttundi partur eftir. Og orðið „skattabreytingar“ er í tilfelli þessarar ríkisstjórnar auðvitað undantekningarlaust eða -lítið til hækkunar. Á daginn kom, eins og vitað var, að skattheimtan dregur þrótt úr fólki og fyrirtækjum, allir lifa við samfellda óvissu í skattalegum efnum sem bætist við aðra óvissu. Hækkaðir skattstofnar skila þar með ekki því sem byggt var á að fengist. Það sem er skatt- lagt dregst saman og við því bregst vinstristjórn með því að hækka álögur enn. Það er því ekki aðeins að utanaðkomandi fjárfestingu sé gert erfitt fyrir. Hin innlenda er slegin út af borðinu nánast með sama högginu. Sífellt er þrengt að þeim sem minnst svigrúmið hafa, þvert á fögur fyrirheit um „norræna velferð“. Landspítalanum er haldið saman á límböndum eins og starfsfólk þar lýsir ástandinu. Tækin bila eitt af öðru. Sjúklingar, sem eiga ekki í önnur hús að venda, sjá fyrr en ella glitta í kistubotninn, þar sem kraft- mikið lækna- og hjúkrunarlið hefur ekki lengur færi á að beita þekkingu sinni og hæfni til fulls. Þeir eru sem sagt látnir bíða, sem síst allra mega við því að bíða. Á meðan er 1.300 milljónum króna hent í óþarfa at- lögu að stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og sagt að helmingi lægri fjárhæð en það sé ekki til í endurnýjun tækja fyrir spítalann. Norræn velferð hvað? Tvisvar hafa þýðingarmestu samningar þessarar ríkisstjórn- ar við erlenda aðila verið sendir til þjóðarinnar. Í bæði skiptin fékk stjórnin falleinkunn. Ekki bara fall með 4,9 þegar lágmarkið var 5. Nei kolfall í bæði skiptin, svo annað eins hefur ekki sést, hvorki nær eða fjær. Og þessi ríkisstjórn hékk samt áfram eins og ekkert hefði gerst. Hafði áður sýnt að hún ber litla virðingu fyrir sannleikanum, enn minni fyrir eigin loforðum og sýndi loks, svo ekki varð um villst, að hún ber minnsta virðingu fyrir sjálfri sér. Þá átti hún þó loks nokkra samleið með þjóðinni. Kannanir sýna aftur og aftur að þjóðin ber litla virðingu fyrir þessari ríkisstjórn. Og svo er það stolna fjöðrin Ákvarðanir sem teknar voru á hinum hamslausu dög- um, þegar bankarnir voru að bila, voru einstakar og eru að fá viðurkenningu sífellt víðar, þegar tíminn líð- ur frá. Þær og sú staðreynd að þjóðin býr við mynt sem er hennar og tekur mið af því sem gerist hjá henni sjálfri, en lýtur ekki framandi lögmálum, tryggði öruggar batahorfur þjóðarinnar eftir áfallið. Batinn hefur komið, eins og spáð var í fyrstu viku októbermánaðar 2008. En hann hefur vissulega verið hægari en þurfti. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms getur eignað sér þann einasta og aumasta þátt máls- ins óskiptan. En ekki mikið annað. Morgunblaðið/Ómar 21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.