Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 49
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 óþægilegt að þekkja ekkert til meðspilarans. Þar til hann sagði mér að það yrði gítarleik- arinn úr Svörtum fötum. Ég hélt auðvitað að það væri Hrafnkell Pálmarsson, sem ég þekkti vel og hafði því engar áhyggjur af þessu. Nema að Keli var þá nýhættur og Davíð tekinn við sem nýi gítarleikarinn. Við hittumst þarna í veislunni í fyrsta sinn og mér fannst eins og við hefðum alltaf þekkst, þetta var mjög spes.“ Jóhanna segir þau afar náin. „Davíð skilur mig eiginlega betur en ég næ að útskýra með orðum. Hann veit hvað ég vil varðandi tónlistina, semur með mér og útsetur og ég er mjög heppin að eiga hann að. Jú, það er kannski skrýtið að við höfum ekki hist fyrr, verandi bæði tónlistarfólk. Hann hafði samt verið á allt öðrum enda, mikið á böllum og að vinna í upptökum og okkar leiðir aldrei náð að skarast þrátt fyrir að hann hafi – eins og ég – spilað frá því að hann var ung- lingur. Reyndar er gaman að segja frá því að ég hef líka spilað með pabba hans, Sigur- geiri Sigmundssyni gítarleikara, eftir að við kynntumst, til að mynda þegar ég syng með Björgvini Halldórs.“ Jóhanna segir að allar pælingar um að stofna fjölskyldu séu svolítið fjarlægar eins og málin standi í dag. Þau eigi þó hundana sem fylgja þeim hvert fótmál, þeir séu eigin- lega börnin þeirra. „Ef ég verð einhvern tímann fullorðin þá fer ég kannski að spá í þessa hluti, að stofna fjölskyldu. Það er bara svo margt sem mig langar að gera núna sem er ekki barnvænt – flakk og engin rútína.“ Þegar talið berst hins vegar að hversdags- legu hlutunum viðurkennir að Jóhanna að það sé Davíð sem sjái oftast um elda- mennskuna, hún þrífi aftur á móti og þykir síðan nokkuð lunkin við að baka brauð og kökur. „Við erum 22 og 25 ára og flestir vin- ir okkar hér, sem eru reyndar tónlistarfólk upp til hópa, eru miklu eldri en við. Enda erum við talin vera mjög ung miðað við það sem við erum að gera.“ Þrátt fyrir fjarlægðir við fjölskyldur og miklar annir gengur allt vel. Fyrir utan kannski eitt. „Ég sakna mömmu minnar al- veg ægilega mikið, ég er algjör mömmu- stelpa og elska að vera með fjölskyldunni minni. En að vera komin á meginlandið skiptir öllu fyrir mig sem tónlistarmann. Það er erfitt að ætla að vera heima þegar þessi verkefni bjóðast úti. Ég reyndi það því mig langaði svo að vera heima en á einum eða öðrum tímapunkti kemur að því að annað hvort sættirðu þig við að vera bara á Íslandi eða ferð út. Ég hef alltaf átt þessa stóru drauma og ef maður eltir þá ekki þá gerist ekkert.“ Ekki er laus dagur í desembermánuði til að bæta við tónleikum hjá Jóhönnu Guðrúnu. Ljósmyndir/Helene Ness Ég hef alltaf átt þessa stóru drauma og ef maður eltir þá ekki þá gerist ekkert. Jóhanna og Davíð eru alsæl í Noregi. YRIR VETURINN Vinur við veginn ... og alltaf heitt á könnunni. Velkomin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.