Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Blaðsíða 51
S tröndin er svo falleg á Eyrarbakka,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, en myndband við lag hans Dýrð í dauðaþögn af samnefndri plötu var tekið þar upp um síðustu helgi. En það á sér frekari skýr- ingar af hverju dýrðin er sótt þangað. „Ég er með sumarbústað rétt hjá Stokkseyri,“ segir leikstjór- inn Daníel Freyr Atlason, sem samdi handritið ásamt Karli Pétri Jónssyni. „Þar er ég að klippa myndbandið núna og hlusta á lagið í 70 þúsundasta skipti. Þegar ég ók í gegnum Eyrarbakka eftir hálfgerðri breiðgötu með litríkum húsum og hlustaði á lagið, þá var eins og bærinn væri mannlaus, nema fullt af krökkum á BMX-hjólum brunaði þvers og kruss um stíga og götur. Það kveikti í mér.“ Litlu snillingarnir úr Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi syngja í myndbandinu og fóru einnig með Ásgeiri Trausta í upptökuver. „Þetta eru rosalega flottir krakkar,“ segir Ásgeir Trausti. „Og ég er þakklátur þeim fyrir að láta það ekki á sig fá að standa úti í kuldanum allan daginn.“ Ígló-barnafatamerkið tók þátt í gerð mynd- bandsins, tökumaður var Elli Cassata og hljóðmaður Styrmir Hauksson. Í lokaatriðinu slógust sneriltrommarar í hópinn, Kristinn Snær Agnarsson, Jón Valur Guðmundsson og Friðjón Jónsson. Júlíus Róbertsson var fjarri góðu gamni. „Hann var í skólanum,“ segir Ásgeir Trausti. Þegar tal náðist af Ásgeiri Trausta var hann að kenna í Tónlistarskólanum í Húnaþingi vestur, en nemendur koma frá Hvammstanga, Laugarbakka og sveitunum í kring. „Um næstu helgi verða tónleikar í Gamla kaup- félaginu á Akranesi,“ segir hann. „En svo er stutt í Airwaves. Þar verða tvennir, þrennir tónleikar með allri hljómsveitinni. Og sex tónleikar „off venue“ með okkur Júlla. Svo ætlum við að setjast saman í hljóðver, prófa að taka upp nýtt efni og leika okkur.“ ÁSGEIR TRAUSTI TÓK UPP MYNDBAND MEÐ LITLU SNILLINGUNUM Dýrð í dauðaþögn sótt á ströndina * „Það var nístingskalt,“ segir ÁsgeirTrausti. „En við strákarnir vorummestan hluta af myndbandinu inni í bíl. Það var hinsvegar fullt af krökkum úti í kuldanum frá því um hádegi og þeir voru ekkert að grenja yfir veðrinu. En það var alltof kalt fyrir okkur.“ ÁSGEIR TRAUSTI VAR Í KRAKKAHÓPI Á STRÖNDINNI UM LIÐNA HELGI AÐ TAKA UPP MYNDBAND. FRAMUNDAN ERU GAMLA KAUPFÉLAGIÐ, AIRWAVES OG HLJÓÐVER. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is 21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.