Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.10.2012, Qupperneq 51
S
tröndin er svo falleg á Eyrarbakka,“ segir tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti, en myndband við lag hans
Dýrð í dauðaþögn af samnefndri plötu var tekið þar upp um síðustu helgi. En það á sér frekari skýr-
ingar af hverju dýrðin er sótt þangað. „Ég er með sumarbústað rétt hjá Stokkseyri,“ segir leikstjór-
inn Daníel Freyr Atlason, sem samdi handritið ásamt Karli Pétri Jónssyni. „Þar er ég að klippa
myndbandið núna og hlusta á lagið í 70 þúsundasta skipti. Þegar ég ók í gegnum Eyrarbakka eftir
hálfgerðri breiðgötu með litríkum húsum og hlustaði á lagið, þá var eins og bærinn væri mannlaus, nema fullt af
krökkum á BMX-hjólum brunaði þvers og kruss um stíga og götur. Það kveikti í mér.“
Litlu snillingarnir úr Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi syngja í myndbandinu og fóru einnig með Ásgeiri
Trausta í upptökuver. „Þetta eru rosalega flottir krakkar,“ segir Ásgeir Trausti. „Og ég er þakklátur þeim fyrir
að láta það ekki á sig fá að standa úti í kuldanum allan daginn.“ Ígló-barnafatamerkið tók þátt í gerð mynd-
bandsins, tökumaður var Elli Cassata og hljóðmaður Styrmir Hauksson. Í lokaatriðinu slógust sneriltrommarar í
hópinn, Kristinn Snær Agnarsson, Jón Valur Guðmundsson og Friðjón Jónsson. Júlíus Róbertsson var fjarri
góðu gamni. „Hann var í skólanum,“ segir Ásgeir Trausti.
Þegar tal náðist af Ásgeiri Trausta var hann að kenna í Tónlistarskólanum í Húnaþingi vestur, en nemendur
koma frá Hvammstanga, Laugarbakka og sveitunum í kring. „Um næstu helgi verða tónleikar í Gamla kaup-
félaginu á Akranesi,“ segir hann. „En svo er stutt í Airwaves. Þar verða tvennir, þrennir tónleikar með allri
hljómsveitinni. Og sex tónleikar „off venue“ með okkur Júlla. Svo ætlum við að setjast saman í hljóðver, prófa að
taka upp nýtt efni og leika okkur.“
ÁSGEIR TRAUSTI TÓK UPP MYNDBAND MEÐ LITLU SNILLINGUNUM
Dýrð í dauðaþögn
sótt á ströndina
* „Það var nístingskalt,“ segir ÁsgeirTrausti. „En við strákarnir vorummestan hluta af myndbandinu inni í bíl.
Það var hinsvegar fullt af krökkum úti í
kuldanum frá því um hádegi og þeir
voru ekkert að grenja yfir veðrinu. En
það var alltof kalt fyrir okkur.“
ÁSGEIR TRAUSTI VAR Í KRAKKAHÓPI Á STRÖNDINNI UM LIÐNA HELGI AÐ TAKA UPP
MYNDBAND. FRAMUNDAN ERU GAMLA KAUPFÉLAGIÐ, AIRWAVES OG HLJÓÐVER.
Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
21.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51