Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 6

Morgunblaðið - 19.10.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýir húseigendur á Siglufirði hafa óskað eftir skýringum frá Rarik vegna reiknings frá ríkisfyrirtæk- inu. Talsmaður þeirra segir að starfsmaður Rarik hafi í símtali sagt að það kostaði 45-50 þúsund krónur að veita heitu vatni á kerfi hússins á ný en reikningurinn fyrir viðvikið hafi síðan hljóðað upp á um 250 þúsund krónur. Munurinn sé mikill og óútskýrt sé í hverju hann liggi. Hann áréttar að starfsmenn Rarik á Siglufirði hafi verið eig- endum mjög innan handar en allt hafi komið fyrir ekki. Borga fyrst Fólkið keypti hús á Siglufirði fyr- ir skömmu. Húsið hafði ekki verið í notkun í um áratug og ekkert vatn verið á því en fyrrverandi eigandi stendur reyndar í málaferlum við Rarik vegna vatnsleka í húsinu í sumar. Talsmaðurinn segir að sam- kvæmt verkbeiðni hafi ekki mátt byrja á verkinu fyrr en búið væri að greiða reikninginn og það hafi ver- ið gert með fyrirvara í fyrradag. „Við báðum um þjónustu sem var auglýst á um 47 þúsund krónur en borguðum um 251 þúsund krónur,“ segir hann. Að sögn talsmannsins bendir Ra- rik á að fyrirtækið hafi heimild til þess að innheimta fyrrnefnda upp- hæð hafi þjónusta ekki verið þegin í fimm ár. Norðurorka, HS og Orku- veitan segist ekki beita þessu ákvæði en þau geti ekki skipt við þessi fyrirtæki og Rarik nýti sér einokunina á Siglufirði. „Við borg- uðum reikninginn með fyrirvara og viljum fá muninn á uppgefnu verði og endanlegu endurgreiddan.“ Talsmaðurinn áréttar að þegar hann hafi spurt um kostnaðinn hafi ekki farið á milli mála um hvaða hús væri að ræða því heitavatns- inntakið í því hafi sprungið í sumar, kjallarinn „soðnað“ og málaferli séu í gangi. „Það voru allir mjög já- kvæðir þar til reikningurinn kom,“ segir hann. Reikningur Rarik fyrir tengingu fimmfaldaðist  Kostnaður úr 50 þúsundum króna í 250 þúsund krónur Siglufjörður Heita vatnið kostar. Falli notkun á heitu vatni niður í a.m.k. fimm ár telst heimæð af- lögð og hefjist notkun á ný þarf að greiða fullt tengigjald með 7% vsk., 250.480 kr. Hjá Rarik fengust þær upplýsingar að hæpið væri að heimtaug entist án vatns í langan tíma vegna t.d. tæringarvandamála og oft þyrfti að skipta um mælitæki og fleira. Því væri um viðhalds- kostnað að ræða. Verðskrá RARIK OG HEITA VATNIÐ VIÐTAL Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is „Eini staðurinn þar sem fjármála- kerfið hefur verið skoðað ofan í kjöl- inn er á Íslandi. Við vitum mikið um brotalamirnar og við vitum að The Goldman Sachs ráðlögðu viðskipta- vinum sínum að eiga viðskipti með bréf í eigin fyrirtækjum og að þeir högnuðust á því en enginn hefur stefnt þeim. Þeir hafa þó verið sekt- aðir,“ sagði Eva Joly, sem í dag held- ur fyrirlestur í Hörpu um kreppuna í banka- og fjármálaheiminum. Blaða- maður settist niður með henni í gær og ræddi við hana um afleiðingar fjármálahrunsins, lærdóminn af því, stöðuna á Íslandi og í heiminum al- mennt og um efni fyrirlestrarins. Kreppan ekki kennt sanngirni „Ég mun ræða um bankakerfið og hlutverk þess í heiminum. Ég mun beina sjónum mínum að því sem ekki er að virka í kerfinu og því að krepp- an hefur ekki kennt fjármálamönn- um að vera sanngjarnari. Ég mun notast við mikið af dæmum í þessu samhengi. Dæmi um peningaþvott í Mexíkó, um meðferðina á verkafólki og varpa ljósi á ágóðann sem fjár- málaheimurinn hefur af því. Hann skiptir milljörðum. Ég mun fjalla um þessi mál í stóru samhengi,“ segir Joly sem kemur hingað í boði Sam- taka fjárfesta og viðskiptafræði- deildar Háskóla Íslands. Joly segist munu fjalla um nýlega skýrslu finnska seðlabankastjórans sem hafi ráðlagt að fjárfestinga- bankar fengju ekki að meðhöndla fjármagn sparifjáreigenda og að bankakerfinu yrði skipt upp. „Þeir geta eyðilagt heiminn“ „Evrópskir bankar eru í mun verri málum en þeir bandarísku og þeir eru mun hættulegri fyrir heim- inn. Þeir eru of stórir til að þeim verði bjargað. Þeir geta eyðilagt heiminn. Þetta er ástæðan fyrir því að við sem stjórnmálamenn höfum gríðarlega ábyrgð. Mínar áhyggjur eru að flestir stjórnmálamenn skilji ekki alvarleika málsins. Að þeir treysti um of á ráðgjafa sína og að ráðgjafar þeirra séu ekki nægilega óhlutdrægir,“ segir Joly. Eva segist treysta almannavilja og leggur áherslu á nauðsyn þess að stjórnmálamenn tali við íslenskan al- menning og fari að almannavilja. – Nú starfaðir þú um tíma sem ráðgjafi sérstaks saksóknara. Hvernig sýnist þér ganga þar á bæ í dag? „Ég hef ekki verið hér í tvö ár, en mun eyða smátíma núna í að setja mig inn í málin aftur. En eins og ég hef margoft sagt þá eru lagalegar rannsóknir mjög hægfara. Ég er sannfærð um að þar eru mál á loka- stigi sem brátt verður saksótt í. Þegar bankarnir hafa fengið sinn dóm, bæði siðferðislegan fyrir bank- ana sjálfa og eins einstaklingarnir sem þar unnu og sáu um fram- kvæmd mála mun það gera spari- fjáreigendum, sem töpuðu í hruninu og eru ekki hluti af rannsókninni, ljóst að þeir voru fórnarlömbin. Það mun verða sannað í réttarkerfinu.“ – En hvað getur þú sagt um við- brögð hinna saksóttu? „Ég hef ekki lesið íslensk dagblöð. En þeir sem eru saksóttir eru vissu- lega ekki sáttir og hafa allir sínar ástæður til að vera ekki sáttir.“ – Þú tókst þátt í yfirheyrslum yfir seðlabankastjóra Evrópu. Hvernig gengu þær fyrir sig? „Mér var falið að vera fyrir hönd Græningja á Evrópuþinginu í þess- um yfirheyrslum. Ég hitti Mario Draghi [seðlabankastjóra] í fyrsta skipti og það var ekki gert á jafn- ræðisgrunni. Draghi sat frammi fyr- ir þingnefndinni og hann svaraði ekki öllum spurningum sem að hon- um var beint. Ég fékk svar við einni af spurningum mínum um kaup seðlabankans á þjóðarskuldum. Þá spurði ég hann hvort hann hefði ekki áhyggjur af átökunum á milli gjald- miðilsstefnu og hlutverks banka sem eftirlitsaðila. Vegna þess að fólk sæi það alltaf með öfugum formerkjum. En þeirri spurningu svaraði hann ekki.“ Bónusar fimmföld föst laun – Hafa banka- og fjármálamenn almennt lært eitthvað af hruninu? „Nei, það hafa þeir ekki. Það er verulegt áfall fyrir mig að risabónus- ar eru aftur orðnir að veruleika.“ Joly segir seðlabanka Evrópu ný- lega hafa veitt risavaxin lán og að engin takmörk hafi verið sett á bón- usa vegna þeirra viðskipta. Hún gagnrýnir kaup seðlabanka á þjóð- arskuldum og segir þær sjálfvirkt skapa gróða fyrir fjármálafyrirtæki. „Þetta er ástæðan fyrir því að við þurfum að hafa sjálfstæða þingmenn sem sjá að þetta er ekki eðlilegt,“ segir Joly og bætir við: „Bankastjóri Citybank var rekinn úr starfi í fyrra- dag ásamt næstráðanda. Hann hafði beðið um 15 milljónir dollara í laun. Þar ofan á væri hægt að borga hon- um ótakmarkaða bónusa. Í Evrópu höfum við þó reynt að hámarka laun bankamanna. Við Græningjar höfum lagt áherslu á að umsamin laun væru hámarkslaun og að það væri ekki hægt að greiða hærri bónusa en sem væru fyrirfram umsamdir, en það var ekki samþykkt. Það eru dæmi þess að bankamenn hafi á síðasta ári fengið fimm sinnum hærri bónusa en þeir höfðu í föst umsamin laun.“ „Vantar fleiri konur til starfa“ – Hefur þú áhyggur af því að það komi önnur fjármálakreppa? „Já, ég hef áhyggjur af því og er reið yfir því hversu kerfið er veikt og skil ekki af hverju svo er. En barátt- unni er ekki lokið og það er fullt af góðu fólki að vinna að þeim málum. En það vantar fleiri konur til að koma að þessum störfum.“ Bankamenn ekkert lært eftir hrun Morgunblaðið/Árni Sæberg Baráttukona Eva Joly hefur um árabil helgað krafta sínum baráttunni gegn spillingu í fjármálakerfinu. Hún flytur í dag fyrirlestur í Hörpu um banka- og fjármálakreppuna. Hún segir bankamenn ekkert hafa lært af kreppunni.  Eva Joly segir bankakerfi Evrópu of stórt til að því verði bjargað og segir kerfið það veikt að ann- að hrun gæti komið til og eyðilagt heiminn  Hún segir stjórnmálamenn ekki skilja alvarleika mála Fjármálahrunið » Eva Joly heldur í dag hádeg- isfyrirlestur í Hörpu um krepp- una í fjármálakerfinu. » Joly segir risavaxna bónusa aftur komna til sögunnar. Hún er reið yfir ástandinu í fjár- málakerfinu. » Stofnun Evu Joly var sett á laggirnar í fyrra á Íslandi og markmiðin eru að efla baráttu gegn spillingu og skatta- skjólum, efla lýðræði, opna stjórnsýslu og þátttöku al- mennings í stjórnmálum. SHEA BUTTER VERNDAR OG NÆRIR Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T ilb o ð in gi ld a 1 8 .- 2 2 .o k tó b e r 2 0 1 2 e ð a m e ð an b ir gð ir e n d as t. HANDKREMS- TVENNA Ýmsar tegundir - 2x30 ml TILBOÐSVERÐ: 1.650 KR. Verð áður: 2.300 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.