Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
SJÓNMÆLINGAR – LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 16 ÁR
T I L B O Ð
GLERAUGU
FRÁ 19.900,-
MIKIÐ ÚRVAL
AF GLERAUGUM
FYRIR BÖRN
OG UNGLINGA
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA: 9:30-18, LAUGARDAGA: 11-14
Svarið við spurningu dagsins
tilbúnar í pottinn heima
Verð 1.600 kr/ltr
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is Ríta tískuverslun
AFMÆLISVEISLA
30 ára 1982-2012
Af því tilefni gefum við
25% AFSLÁTT
af öllum vörum
Léttar veitingar
Ingibjörg Óðins-
dóttir hefur
ákveðið að gefa
kost á sér í 4.-5.
sæti á lista Sjálf-
stæðisflokksins í
Reykjavík fyrir al-
þingiskosning-
arnar í vor.
Ingibjörg er með MBA frá HÍ
með áherslu á stjórnun og mann-
auðsmál og BSc. í blaða- og frétta-
mennsku frá Bandaríkjunum. Hún
hefur lengst af starfað sem mann-
auðsstjóri og starfsmanna- og
stjórnunarráðgjafi en var jafnframt
blaðamaður um tíma. Ingibjörg
hefur gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
situr m.a. í miðstjórn flokksins, er í
stjórn velferðarnefndar og í hverf-
isráði Grafarvogs. Hún er jafn-
framt varamaður í mannréttinda-
og velferðarráði og hefur setið í
ýmsum starfshópum á vegum borg-
arinnar.
Stefnir á 4.-5. sæti
Vilhjálmur
Bjarnason lektor
býður sig fram í
prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í
Suðvesturkjör-
dæmi. Hann býður
sig fram í eitthvert
efstu sætanna, frá 1-6.
Vilhjálmur er sextugur hagfræð-
ingur, lauk námi í hagfræði frá Há-
skóla Íslands og framhaldsnámi frá
Rutgers-háskóla í New Jersey. Vil-
hjálmur hefur starfað á fjármála-
markaði í 25 ár en hefur fengist við
kennslu í framhaldsskóla og há-
skóla í 20 ár auk þess sem hann hef-
ur stjórnað Samtökum fjárfesta frá
árinu 2000.
Vilhjálmur hefur sérhæft sig í
starfsemi fjármálamarkaða, auk
þess sem hann hefur fjallað um at-
vinnu- og menningarmál í ræðu og
riti. Vilhjálmur er kvæntur Auði
Maríu Aðalsteinsdóttur bókaverði
og eiga þau tvær dætur.
Sækist eftir sæti 1-6
Ferðamálastjóri
verður á meðal
gesta sem koma
fyrir atvinnu-
veganefnd Al-
þingis á þriðju-
dag þegar rætt
verður um nýtt
frumvarp at-
vinnuvega- og
nýsköpunar-
ráðherra um
skipan ferðamála.
Ferðamálastofa hefur bent á
ýmsa annmarka í umsögn sinni
um frumvarpið og lýsti Ólöf
Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri
því meðal annars í Morgun-
blaðinu í gær að það væri ill-
mögulegt að framfylgja ákvæð-
um þess.
Kristján L. Möller, formaður
atvinnuveganefndar Alþingis,
segist ekki vilja tjá sig um frum-
varpið fyrr en búið sé að fara
yfir það hjá nefndinni. Umsagn-
arferli þess sé lokið en nú hefj-
ist yfirferð hjá nefndinni með
þeim sem hafi sent inn umsagnir
um það. Vel geti orðið breyt-
ingar á frumvarpinu.
„Ég held að ég hafi aldrei
samþykkt frumvarp sem ekki
hefur tekið breytingum í með-
förum þingsins,“ segir Kristján.
kjartan@mbl.is
Ræða ferðamálafrum-
varp í næstu viku
Kristján L.
Möller
mbl.is
alltaf - allstaðar
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift