Morgunblaðið - 19.10.2012, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
Dagskrá
10.30 Afhending gagna og skráning
11.00 Framsöguerindi
Feminísk hugvekja í upphafi þings
Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna
Komum uppskerunni í hús
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins
Korter í kosningar
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona
Verum breytingin sem við boðum
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti borgarstjórnarflokksins
12.15 Hádegisverður
12.45 Drög að ályktun kynnt
13.00 Örnámskeið
Í kastljósinu
Elín Hirst, fjölmiðlakona
Hraðtengsl
Þórhildur Birgisdóttir, M.A. í alþjóðaviðskiptum
Mínútukynningar
Lára Óskarsdóttir, markþjálfi
15.00 Konur undir áhrifum - Kokteill
Sjálfstæðisflokkurinn
Fundarstjóri verður Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri
borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins
Konur
til áhrifa
Haustþing Landssambands sjálfstæðiskvenna,
laugardaginn 20. október á Nauthóli,
Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík
Þinggjöld: 3.900 kr. Skráning og greiðsla þinggjalda á www.xd.is/haustfundur
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands
heldur tíu málstofur um Evrópu-
samrunann og Ísland í vetur. Stofn-
unin hlaut styrki frá Evrópustofu og
úr Jean Monnet-sjóði ESB til að
stuðla að upplýstri umræðu um Evr-
ópumál á Íslandi, segir í tilkynningu.
Fyrsta málstofan verður í dag,
föstudaginn 19. október kl. 12, í
Odda, stofu 201. Umræðuefnið verð-
ur: Kynjasamþætting í 15 ár: Alþjóð-
leg viðhorf og stefna Evrópusam-
bandsins.
Um efnið ræða Joni Seager, pró-
fessor og deildarstjóri við Bentley-
háskóla í Bandaríkjunum, og
Jenny Claesson, markaðsstjóri
Add Gender í Svíþjóð.
Þátttakandi í umræðum og fund-
arstjóri er Kristín Ástgeirsdóttir,
framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Ræða kynjasam-
þættingu í Odda
Bandalag íslenskra græðara stend-
ur fyrir ráðstefnu um heildræna
meðferð laugardaginn 20. október
kl. 9-18 í veislusal Rúgbrauðs-
gerðar, Borgartúni 6. Aðild að
bandalaginu eiga félög svæðanudd-
ara, höfuðbeina- og spjaldhryggs-
jafnara, hómópata og heilsumeist-
ara. Flutt verða erindi um
heildræna meðferð og efni því
tengt. Dagskrána má finna á vef
BÍG, www.big.is. Allir velkomnir.
Heildræn meðferð
í brennidepli
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Líkur eru á að sjödepla af ætt
maríuhæna og beltasveðja, sem er
stór trjávespa, hafi náð bólfestu hér
á landi. Þessar ólíku tegundir hafa
reglulega fundist hér á landi, en í ár
eru sterkar vísbendingar um að þær
aðstæður hafi skapast í görðum og
gömlum trjálundum að sjödeplan og
beltasveðjan hafi fest sig í sessi.
Erling Ólafsson, skordýrafræð-
ingur á Náttúrufræðistofnun, segir
að þessi þróun sé mjög athyglisverð,
en samfara hlýnandi veðurfari komi
hún ekki á óvart. „Það er ekki bein-
línis þannig að smádýrin komi með
áætlunarflugi og hreiðri um sig á
nýjum stað. Það tekur talsverðan
tíma frá því að pöddurnar gera fyrst
vart við sig þar til þær festa sig í
sessi,“ segir Erling.
Frjálslega með varningi
Á heimasíðu Náttúrufræði-
stofnunar skrifar Erling að sjö-
deplan sé vel þekkt hér á landi til
langs tíma sem slæðingur frá megin-
landi Evrópu og hafi „borist frjáls-
lega með varningi ýmiskonar á flest-
um árstímum og ekki síst dönskum
jólatrjám síðla hausts“.
Sjödeplan (maríubjalla eða
maríuhæna eins og hún kallast líka)
sé hin dæmigerða ímynd maríu-
bjallna, rauð með svörtum doppum,
lífleg og vel þokkuð. Hafi hún m.a.
þótt sóma sér vel sem myndefni á
jólakortum hjá nágrannaþjóðum. Af
maríubjöllum hafi aðeins flikru-
deplan verið landlæg hér til þessa.
Í ár hafa Náttúrufræðistofnun
Íslands borist þrjú eintök sjödeplu,
sem öll fundust í húsagörðum á höf-
uðborgarsvæðinu og ekkert benti til
þess að þau hefðu tengst innkaupum
á matföngum. „Sjödeplan verður
seint talin til meinsemda þótt hún sé
mikið átvagl. Hún leggur sér nefni-
lega einvörðungu til munns blaðlýs
sem garðræktendur koma seint til
með að sakna af plöntum sínum,“
segir á ni.is.
Verpir í dauð grenitré
Lirfur trjávespu fundust í Evr-
ópulerki á Mógilsá síðastliðinn vetur
og mun það hafa verið í fyrsta skipti
sem lirfur slíkra dýra finnast í trjám
hér á landi. Ekki var hægt að teg-
undagreina dýrin á lirfustigi og voru
þau því geymd á Rannsóknastöð
skógræktar á Mógilsá, í þeirri von
að einhver myndu klekjast út.
Í júlí birtust síðan fyrstu dýrin
og reyndist um beltasveðju að ræða.
Fram kemur á vef Skógræktarinnar
að fullorðin beltasveðja verður 10-40
millimetrar á lengd. Beltasveðjan
verpir einkum í dauð grenitré og
trjáboli.
Maríuhæna af jólakortum nemur land
Líkur á að sjödepla og beltasveðja hafi náð bólfestu hér á landi Athyglisverð þróun en kemur
ekki á óvart með hlýnandi veðurfari Beltasveðja verpir einkum í dauð grenitré og trjáboli
Ljósmynd/Erling Ólafsson
Sjödepla Vísbendingar gefa til kynna að hún sé að festa sig í sessi.
Beltasveðja Önnur tveggja tegunda sem kallaðar hafa verið trjávespur.
Erling Ólafsson er að hefja úr-
vinnslu gagna frá vöktun fiðr-
ilda á Suðurlandi í sumar og
segir hann langt í frá að smá-
dýralíf hafi náð sér á strik
undir Eyjafjöllum eftir eld-
gosin í Eyjafjallajökli. Vikur-
og öskufall hafi haft gríðarleg
áhrif.
Átvaglið spánarsnigill hefur
lítið verið á kreiki í sumar
enda veðurfar suðvestanlands
mjög þurrt. Erling á þó von á
því að hann geri í auknum
mæli vart við sig að nýju ef
geri vætusumar.
Geitungar í jafnvægi
Spurður um afkomu geitunga í
ár segir Erling að trjágeit-
ungur virðist í jafnvægi, en
holugeitungur hafi aðeins gef-
ið eftir í ár. Það sé honum eig-
inlegt að sveiflast á milli ára
og sennilega sé hann einnig að
færast nær eðlilegu jafnvægi.
Eldgos höfðu
mikil áhrif
SMÁDÝRALÍF VAKTAÐ
STUTT
Skurðdeild Landspítala Hring-
braut hefur fengið að gjöf full-
komnustu gerð af höfuðljósum
ásamt ljósgjafa sem nýtast munu
við ýmiss konar skurðaðgerðir,
m.a. í kviðarholi en einnig við
hjarta- og lungnaskurðaðgerðir.
Eldri ljósabúnaður er kominn til
ára sinna og þessi gjöf kemur því
í góðar þarfir.
Gjöfin var afhent 12. október sl.
og er í minningu Katrínar Gísla-
dóttur (f. 1903, d. 1997), skurð-
hjúkrunarkonu og síðar yfirhjúkr-
unarkonu á skurðdeild
Landspítala. Katrín var einn af
helstu frumkvöðlum í skurð-
hjúkrun hér á landi.
Gefandi er Erla Þorsteinsdóttir
en hún er bróðurdóttir Katrínar.
Á myndinni eru aðstandendur
Katrínar Gísladóttur, Hrefna Clau-
sen, Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir
og Erla Þorsteinsdóttir ásamt
Tómasi Guðbjartssyni, yfirlækni
við skurðdeild LSH, og Birni
Zoëga forstjóra Landsspítalans.
Skurðdeild LSH fær
höfuðljós að gjöf
Umhverfisstofnun staðfesti í gær
að eftirfylgni vegna þeirra frá-
vika sem komu fram við eftirlit
árið 2011 væri lokið og fallið væri
frá áformum um álagningu dag-
sekta á sveitarfélagið Skagafjörð.
Í mars sem leið áformaði um-
hverfisstofnun að leggja dagsektir
á Skagafjörð vegna sjö frávika
frá kröfum sem gerðar eru til
urðunarstaða. Í kjölfarið töldu
starfsleyfishafi og stofnunin
heppilegra að loka urðunar-
staðnum á Skarðsmóum frekar en
að leggja í framkvæmdir og til-
kostnað.
Í tilkynningu frá stofnuninni
segir að 3. október sl. hafi henni
borist lokunaráætlun vegna urð-
unarstaðarins á Skarðsmóum
ásamt staðfestingu frá sveitar-
stjóra um að urðun þar hafi verið
hætt og sláturúrgangi sé nú ekið
til urðunar í Stekkjarvík.
Skagafjörður fær
ekki dagsektir