Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Gestir og gangandi á Vopnafirði ættu ekki að láta sér bregða þótt grænklæddur unglingur faðmi þá þéttingsfast í dag, því í dag er knús- dagur í bænum. Hin árlega Vinavika stendur nú yfir en það eru 13-15 ára ungmenni í æskulýðsfélagi Hofs- prestakalls sem standa fyrir vik- unni, sem nú er haldin í þriðja sinn. Tilgangur Vinavikunnar er að minna á kærleikann og vináttuna og þá staðreynd að öll erum við öðrum háð og þurfum að geta treyst hvert öðru. Ungmennin hafa verið dugleg við að sýna vinskap í verki en þau hafa m.a. skreytt fyrirtæki í bænum, boðið í ókeypis Vinabíó og í dag ætla þau ekki bara að knúsa fólk heldur verða þau reiðubúin til aðstoðar í verslun bæjarins, þar sem þau ætla að hjálpa fólki við að raða í pokana og bera þá út í bíl. Þarf svo lítið til „Þegar allir hjálpast að þá er þetta ekkert mál,“ segja Ágúst Máni Jóhannsson og Þorbjörg Jóna Garð- arsdóttir um undirbúninginn fyrir vikuna en þau eru meðal þeirra 28 unglinga sem koma að hátíðinni. Þau segja bæjarbúa hafa tekið vel í Vina- vikuna en meðal þeirra uppátækja sem hafa verið á dagskrá er græni dagurinn, sem haldinn var á mið- vikudag, en þá var öllum uppálagt að klæðast grænu. „Þá ókum við um bæinn á dráttar- vélum, vorum uppi á vögnunum og dreifðum gleði. Máluðum bæinn grænan,“ útskýrir Ágúst. „Við skreyttum ljósastaura með grænum borðum og fórum t.d. í sjoppuna og skreyttum þar. Gáfum blöðrur og fleira,“ bætir Þorbjörg við. Ungmennin segja vikuna mjög skemmtilega, svo skemmtilega raunar að á sunnudaginn ætla þau að bjóða bæjarbúum aðstoð við heimilisstörfin. Með bros á vör væntanlega. „Lykillinn í þessu er kannski að það þarf ekki mikið í samskiptum til að gleðja,“ segir Stefán Már Gunn- laugsson, sóknarprestur í Hofs- prestakalli. „Stundum þurfum við bara aðeins að stíga út fyrir hringinn okkar. Og það gera þau og sýna í raun ótrúlegt hugrekki að þora þaðs,“ segir hann um krakkana. Bjóða fólki knús og aðstoð með pokana  Vinaleg ungmenni standa að Vinaviku á Vopnafirði Vinavika Ungmenni á Vopnafirði ganga fylktu liði í gær, í tilefni af Vina- vikunni. Tilgangur vikunnar er að minna á mikilvægi kærleika og vináttu. Bíó Vinavikan hófst síðastliðinn sunnudag en þá buðu ungmennin í fjölsótt Vinabíó og Vinafánar voru dregnir að húni um allan bæ. FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Laganefnd Lögmannafélags Ís- lands, sem farið hefur yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar- skrá, telur þær þarfnast þónokkurr- ar endurskoðunar og segist ekki geta mælt með því að þær verði sam- þykktar í óbreyttri mynd. Í áliti laganefndarinnar er farið yf- ir flestar greinar tillagnanna og gerðar misalvarlegar athugasemdir við þær. Meirihluti þeirra er við mannréttindakaflann. Í langflestum tilfellum telur nefndin þó að tillögur stjórnlagaráðs séu óljósar og geti valdið réttaróvissu á ákveðnum svið- um. Hindri aldursviðmið í lögum Á meðal þess sem laganefndin lýs- ir áhyggjum af er sú tillaga í mann- réttindakaflanum að ekki megi mis- muna vegna „kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlun- ar, kynhneigðar, kynþáttar, litar- háttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti“. Þannig gæti bann við mismunun vegna tungumáls orðið til þess að ekki mætti láta íslenskukunnáttu eða kunnáttu á öðru tungumáli vera ráðandi þátt við ráðningu í starf. Jafnvel gæti það þýtt að ekki væri hægt að gera kröfur til umsækjenda um gott málfar. Þá gæti bann við mismunun á grundvelli aldurs takmarkað heimild löggjafans til að festa í lög aldurs- viðmið, til dæmis hæfnisskilyrði til að hljóta embætti, að mati nefndar- innar. Ákvæði um að ekki megi mis- muna eftir búsetu gætu að sama skapi haft áhrif á mikilvæg lög eins og lög um tekjuskatt og gjaldeyris- mál, að því er segir í álitinu. Óvissa varðandi dreifingu barnakláms Nefndin telur að breytingar sem stjórnlagaráð leggur til á tjáningar- frelsisgrein stjórnarskrárinnar breyti því efnislega. Með því að fella út takmörkun á tjáningarfrelsi með vísan til siðgæðis kunni að skapast mikil réttaróvissa um heimildir hins opinbera til þess að banna dreifingu á klámi eins og almenn hegningarlög kveða nú á um. Sérstaklega bendir nefndin á að óvissa gæti skapast um viðurlög gegn dreifingu á barna- klámi. Þá telur nefndin að breytingar á ákvæðinu um félagafrelsi kunni að fela í sér takmarkanir á möguleikum ríkisins til þess að grípa til ráðstaf- ana til dæmis gegn skipulögðum glæpasamtökum, þjóðernishreyfing- um og öðrum félögum með ólöglegan tilgang. Nýting sólarljóss takmörkuð? Notkun á hugtakinu „þjóðareign“ í 34. grein tillagna stjórnlagaráðs sætir gagnrýni laganefndarinnar enda sé það ekki skýrt og hafi verið umdeilt. Þá gerir nefndin athuga- semd við orðið „náttúrugæði“ í ann- arri málsgrein ákvæðisins þar sem hluti þess sem telst til auðlinda í þjóðareign sé skilgreindur. Það orðalag gæti gefið til kynna hvers kyns gæði, jafnvel sólarljós eða and- rúmsloft. Svo víðtæk skilgreining gæti haft ófyrirséð áhrif, til dæmis að nýting sólarljóss á Íslandi yrði takmörkuð. Ekki sé ljóst hvort til- gangur ákvæðisins sé svo víðtækur en orðalagið verði að teljast var- hugavert. Tillögurnar þurfi að endurskoða  Ekki hægt að mæla með að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar að mati laganefndar Lögmannafélags Íslands  Tillögurnar sagðar óskýrar og geta skapað réttaróvissu í ýmsum málefnum Morgunblaðið/Ómar Samstaða Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá voru samþykktar einhljóða af fulltrúum ráðsins. Kosið verður um þær á morgun. Þegar utankjörfundaratkvæða- greiðslu lauk í Laugardalshöll í gærkvöldi höfðu um 10.300 manns á landsvísu kosið um til- lögur stjórnlagaráðs, þar af um 6.800 hjá sýslumanninum í Reykjavík. Eingöngu í gær kusu nærri 2.000 manns í Laugar- dalshöllinni. Af þessum ríflega 10 þúsund kjörseðlum höfðu um 700 verið aðsendir, aðallega frá útlöndum. Í samanburði við þjóðar- atkvæðagreiðsluna árið 2011 hafa aðeins færri kosið utan kjörfundar nú. Bergþóra Sigmundsdóttir, kjörstjóri utankjörfundar- atkvæðagreiðslu í Reykjavík, segir sífellt fleiri nýta sér þann rétt að kjósa utan kjörfundar. Hægt verður að kjósa í Laugar- dalshöll til kl. 22 í kvöld og frá kl. 10-17 á morgun fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðis. 10.300 búnir að kjósa ATKVÆÐAGREIÐSLAN BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.