Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við
sem stjórnarformaður flugfélagsins
Wow air. Þetta var samþykkt á stjórn-
arfundi félagsins þann 20. september
síðastliðinn, að því er fram kemur í
gögnum sem voru send Fyr-
irtækjaskrá í lok síðasta mánaðar.
Liv, sem hefur gegnt starfi fram-
kvæmdastjóra fjarskiptafyrirtækisins
Nova undanfarin 5 ár, hefur setið í
stjórn Wow air frá stofnun félagsins
fyrr á þessu ári.
Hún tekur við sem stjórn-
arformaður af Skúla Mogensen, eig-
anda Wow air, sem tók við starfi for-
stjóra flugfélagsins fyrir skemmstu,
auk þess sem hann mun áfram sitja í
stjórn Wow air.
Stjórnarformaður Wow
Peningastefnunefnd Seðlabankans
klofnaði í afstöðu sinni um vaxta-
ákvörðun á síðasta fundi nefndarinn-
ar fyrir tveimur vikum. Þetta kemur
fram í fundargerð sem birt var á vef
Seðlabankans í gærmorgun. Þrír
nefndarmanna studdu tillögu seðla-
bankastjóra um óbreytta vexti, en
tveir töldu nauðsynlegt að hækka
vextina um 0,25 prósentur.
Í fundargerðinni segir meðal ann-
ars að vegna hægs bata á vinnu-
markaði og minni verðbólgu sé ekki
tímabært að hækka vextina. „Þrír
nefndarmenn studdu tillögu seðla-
bankastjóra um óbreytta vexti.
Töldu þeir hækkun vaxta ekki tíma-
bæra að þessu sinni í ljósi vísbend-
inga um veikari vöxt innlendrar eft-
irspurnar en áður var reiknað með,
hægs bata á vinnumarkaði, minni
verðbólgu og snarprar aukningar að-
haldsstigs peningastefnunnar á und-
anförnum mánuðum. Gengi krón-
unnar hefði að vísu veikst en það
kæmi í framhaldi af hækkun á sum-
armánuðum og óvissa væri um fram-
haldið. Þá taldi einn þeirra sem
studdu tillögu seðlabankastjóra að of
skörp vaxtahækkun hefði neikvæð
framboðsáhrif sem kæmi m.a. fram í
auknum föstum kostnaði fyrir-
tækja.“
Þeir nefndarmenn sem töldu
ákjósanlegt að hækka vextina sögðu
að hætta væri á veikara gengi krón-
unnar og að það myndi ýta undir
launaskrið og ýta á verðbólguna.
„Tveir nefndarmenn greiddu at-
kvæði gegn tillögu seðlabankastjóra
og vildu að vextir yrðu hækkaðir um
0,25 prósentur. Töldu þeir hættu á
að veikara gengi krónunnar yki
launaþrýsting í útflutnings- og sam-
keppnisgreinum og þar með hættu á
annarrar umferðar áhrifum á verð-
bólgu, þrátt fyrir að vísbendingar
væru um hægari vöxt eftirspurnar.
Verðbólga væri enn mikil og lang-
tímaverðbólguvæntingar hefðu lítið
breyst,“ segir m.a. í fundargerð
nefndarinnar.
Morgunblaðið/Ómar
Klofningur Seðlabankastjóri og tveir aðrir ákváðu óbreytta vexti.
Nefndin klofnaði
í afstöðu sinni
Tveir vildu 0,25% vaxtahækkun
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir að orkuþörfin sé
minniháttar í hinu stóra samhengi
sem þarf til að knýja fyrirhugaða
framleiðsluaukningu fyrirtækisins
um 30-50 þúsund tonn á ári. Þetta
muni ekki raska öðrum áformum, t.d
að reisa álver í Helguvík, eða kalla á
virkjanaframkvæmdir.
Norðurál stefnir að því að ráðast í
framkvæmdir sem auka framleiðslu-
getu um 30-50 þúsund tonn á ári á
Grundartanga, að því gefnu að tilskil-
in leyfi fáist. Framleiðslugetan er nú
284 þúsund tonn á ársgrundvelli.
Heildarfjárfestingin verður yfir tíu
milljarðar á ári auk fjárfestingar móð-
urfélags Norðuráls í rafskautsverk-
miðju, og mun verkefnið taka fimm ár.
Ragnar segir í samtali við Morgun-
blaðið að það sé eftir að koma í ljós
hve mikillar orku framleiðsluaukning-
in krefst. Hann býst ekki við að þurfa
að gera nýja samninga um orkukaup
til að fyrirtækið geti tekist á við aukna
framleiðslugetu. Ekki sé verið að
ræsa ný ker, heldur sé t.d. verið að
stækka rafskaut og horft sé til betri
orkunýtingar.
Spurður hvort um sé að ræða orku
sem nýta átti til að knýja fyrirhugað
álver í Helguvík sem Norðurál hyggst
reisa á næsta ári, segir Ragnar það
ekki vera. Orkan sem fari í stækk-
unina á Grundatangi sé lítil í hinu
stóra samhengi. Það sé til mikið af
umframorku vegna þess að vöxtur á
almennum markaði hafi verið minni
og að afkastageta vatnsafls- og jarð-
gufuvirkjana sé meiri en áætlað var.
Ekki er búið að tryggja raforku fyrir
Helguvík. „Við erum að vinna að því
að hnýta lausa enda. Meginlínur HS
Orku liggja fyrir,“ segir hann.
Fyrirhugað álver í Helguvík mun
auka hagvöxt í landinu, og reikna ASÍ
og Íslandsbanki með því í sínum hag-
spám. „Við spáum 3,4% hagvexti á
næsta ári og erum þar að reikna með
því að Helguvík komi inn af fullum
þunga. En ef Helguvík hverfur úr
myndinni má búast við að hagvöxt-
urinn verði umtalsvert minni eða um
2,5%,“ sagði Ingólfur Bender hjá Ís-
landsbanka í Morgunblaðinu á laug-
ardaginn.
Aukin álframleiðsla kallar
á minniháttar viðbótarorku
Forstjóri Norðuráls segir að í hinu stóra samhengi sé orkuþörfin minniháttar
Kemur í ljós Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að það eigi
eftir að koma í ljós hve mikillar orku framleiðsluaukningin krefst.
Morgunblaðið/Ómar
Helguvík eykur hagvöxt
» Forstjóri Norðuráls segir að
fyrirhuguð aukning á álfram-
leiðslu um 30-50 þúsund tonn
muni ekki raska öðrum áform-
um, t.d. í Helguvík.
» Greiningardeild Íslands-
banka spáir því að hagvöxtur
minnki í rúmlega 2,5% úr
3,4% á næsta ári ef ekki verði
ráðist í framkvæmdir í Helgu-
vík.
» Ekki er búið að ganga frá
samningum um orkukaup fyrir
Helguvík. Unnið er að því að
hnýta lausa enda, að sögn for-
stjóra.
!"# $% " &'( )* '$*
+,,-.,
+/0-11
+,2-+3
,+-242
,+-00
+5-0++
+3,-10
+-2.30
+5/-,+
+14-.3
+,,-0+
+/5-+.
+,2-2
,+-215
,+-53.
+5-011
+33-4.
+-2.5,
+5/-00
+14-55
,,+-,0/.
+,3
+/5-1,
+,2-50
,+-13+
,+-5/5
+5-5,+
+33-.+
+-22,0
+/4-33
+1+-33
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
KORTIÐ GILDIR TIL
31. janúar 2013
– MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR
MOGGAKLÚBBURINN
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á mbl.is/moggaklubburinn og fá tilboðin send í tölvupósti
með því að skrá sig á mbl.is/postlisti Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á MBL.IS/ASKRIFT
EÐA Í SÍMA 569 1100
33% AFSLÁTTUR Á GISTINGU FYRIR
TVO Á HÓTEL GRÍMSBORGUM
MOGGAKLÚBBUR
Hótel Grímsborgir er staðsett á glæsi-
legum stað við Sogið í Grímsnesi.
Um 45. mín akstur er frá Reykjavík.
Tveir gistimöguleikar eru í boði:
Hægt er að bóka tilboðið allar gisti-
nætur nema laugardaga á tímabilinu
17. október - 21. desember 2012 og frá
1. janúar - 15. mars 2013.
Gefa þarf upp kennitölu áskrifanda og
taka fram að um Moggaklúbbstilboð
sé að ræða.
Bókaðu á info@grimsborgir.com eða
í síma 555 7878.
• Gisting í 56 fm íbúð með tveimur svefn-
herbergjum, stofu og baðherbergi, með
sturtu. Fjórir geta bókað saman og deilt
íbúð ef óskað er eftir því.
• Tveggja manna hótelherbergi, með
hjónarúmi og baðherbergi, með sturtu.
Fullt verð: 29.600 kr.
Moggaklúbbsverð: 19.900 kr.
m/morgunverðarhlaðborði