Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 25

Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Nú um helgina er boðuð þjóðar- atkvæðagreiðsla um stjórnar- skrártillögur stjórnlagaráðs. Ætti kannske að kallast skoðanakönn- un, því hún er aðeins ráðgefandi – til hvers sem það svo er að biðja þjóðina að ráða ef ekki er ákveðið að fara eftir niðurstöðunni. Nú, nú, lítum á málið. Þrátt fyr- ir mikla vinnu fjölda sómafólks stenst „nýja stjórnarskráin“ ekki skoðun – því miður. Margt ber til, hér verður aðeins stiklað á stóru: Þjóðkirkjan okkar Í núgildandi stjórnarskrá segir um trúmál og þjóðkirkju: „Hin ev- angeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Þetta ákvæði er ekki að finna í frumvarpi stjórn- lagaráðs. Það er miður, því að í þúsund ár höfum við verið krist- innar trúar og þangað sótt viðmið í lög, siðferði og menningu. Ég hef sagt það áður og segi enn: Styðjum okkar kristnu kirkju og fáum henni fleiri verkefni t.d. á sviði líknar og mannúðarmála. Eins og hingað til hefur svo hver einstaklingur trúfrelsi. Félagafrelsi o.fl. Í 74. grein núgildandi stjórna- skrár er talað um félagafrelsi. Þar segir m.a.: „Félag má ekki leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna má þó um sinn starfsemi félags sem er talið hafa ólöglegan tilgang …“. Þetta er sterk yfirlýs- ing og getur verið lögreglu og ráðherra dómsmála styrkur og haldreipi í baráttu við glæpa- samtök. Í frumvarpi stjórnlag- aráðs er þetta ákvæði ekki að finna. Það er til vansa að afnema þessa heimild nú þegar lögreglan hefur ítrekað bent á vaxandi ófyr- irleitni og umsvif skipulagðra glæpagengja. Réttur erlendra aðila Eftir því er tekið að í ákvæði í 72. gr. 2. mgr. núgildandi stjórn- arskrár er sérstaklega nefndur sá möguleiki að takmarka rétt er- lendra aðila til fasteigna- og fyr- irtækjakaupa á Ís- landi. Í frumvarpi stjórnlagaráðs er þessa ekki getið með jafnsterkum hætti. Hér skýtur skökku við þegar ásókn er- lendra aðila í auðlind- ir Íslands, aðstöðu hér og áhrif hefur aldrei verið meiri. Forsetar Hér rekst hvað á annars horn í frum- varpi stjórnlagaráðs: Alþingi ræðir frumvarp og sam- þykkir lög sem það hefur síðan tvær vikur til að koma til forseta Íslands sem staðfestir þau með undirskrift sinni – en við það öðl- ast það gildi. Forseti Íslands getur synjað lögunum staðfestingar – ef hann gerir það innan einnar viku (er nú ótímabundið). Lögin taka samt gildi en skulu fara í þjóð- aratkvæði innan þriggja mánaða (er nú „svo fljótt sem kostur er“). Handhafar forsetavalds, t.d. í fjarveru hans eða veikindum, eru nú forseti Hæstaréttar, forsætis- ráðherra og forseti Alþingis. Þeir fara saman með vald forseta Ís- lands og ræður meirihluti. Þessu þarf að breyta því meirihluti handhafanna er yfirleitt úr hinum ráðandi meirihluta Alþingis og gagnast því vart sem „hlutlaus ör- yggisventill“ eins og við höfum litið á forseta Íslands. Frumvarp stjórnlagaráðs gerir hinsvegar ráð fyrir að forseti Al- þingis verði eini handhafi forseta- valds. Semsagt, breyting sem ekki leysir vandann. Framsal ríkisvalds Hér vísa ég til greinar nr. 111 í frumvarpi stjórnlagaráðs sem m.a. segir: „Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahags- samvinnu“. Hér erum við á hálum ís. Þá er einnig ótækt að í þjóð- aratkvæðagreiðslu um framsal ríkisvalds geti helmingur þeirra sem atkvæði greiða afsalað full- veldi okkar í einni at- kvæðagreiðslu. Full- veldi þjóðarinnar er grafalvarlegt mál. Hafa verður í huga að margt getur hindrað för á kjörstað, t.d. veikindi, veður, sér- stakar annir jafnvel náttúruhamfarir. Þannig þyrfti við 50% kjörsókn ekki nema 26%, þ.e. rúman fjórðung kjósenda, til að ráða niðurstöðunni fyrir alla þjóðina. Þá er einnig á það að líta að þegar tímabundnir erfiðleikar steðja að er hugsanlegt að fleiri vilji leita skjóls hjá t.d. ESB. Ekki væri óeðlilegt að t.d. tvo þriðju kjósenda þyrfti í tveim at- kvæðagreiðslum með minnst sex mánaða millibili til að tryggja að fullveldisafsal nyti staðfasts og varandi stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Flestir sjá að með gr. 111 er verið að opna leið til inngöngu í ESB – nokkuð sem engum hug- kvæmdist við stofnun lýðveldisins að nokkurntíma yrði á dagskrá nýfrjálsrar þjóðar – og því er ekki að finna neitt um slíkt í núgild- andi stjórnarskrá. Nú er hins veg- ar svo komið þó að ákafir lands- ölumenn muni þvertaka fyrir það. Hvað sem hver segir verður ekki framhjá því horft að hér eru menn að leika hættulegan leik með fjöregg þjóðarinnar – frelsi hennar og fullveldi. Þeir fá ekki minn stuðning til þess. Ég segi nei – hvað segir þú? Ég segi nei – hvað segir þú? Eftir Baldur Ágústsson »Hvað sem hver segir verður ekki framhjá því horft að hér eru menn að leika hættu- legan leik með fjöregg þjóðarinnar – frelsi hennar og fullveldi. Baldur Ágústsson Höf. er fyrrv. forstjóri og forseta- frambjóðandi 2004/www.lands- menn.is baldur@landsmenn.is. Forvígismenn frum- varps stjórnlagaráðs til nýrrar stjórn- arskrár hafa haldið því fram að í raun feli frumvarpið aðeins í sér tæknilega út- færslu á niðurstöðum þjóðfundar sem hald- inn var 6. nóvember 2010. Frumvarp stjórnlagaráðs sé því birtingarmynd þjóðarviljans, eins og hann hafi birst á fundinum. Efist menn um ágæti frumvarpsins standa menn þá frammi fyrir því að efast um rétt þjóðarinnar til að ráða stjórnskipun sinni til lykta. Við þennan málflutning verður að gera alvaralegar athugasemdir. Andstætt því sem skilja mátti af orðum formanns stjórnlaganefndar, Guðrúnar Pétursdóttur, í Frétta- blaðinu 12. október var aðdragandi þjóðfundar 2010 mjög stuttur, allur aðbúnaður af skornum skammti og sú aðferðafræði sem notuð var hrein tilraunastarfsemi í þessu samhengi. Fundurinn var engu að síður vel heppnaður og má þakka það skilningi og velvilja þeirra tæp- lega 1.000 Íslendinga, alls staðar að af landinu, sem vörðu þessum nóv- emberdegi til þess að ræða „meg- insjónarmið og áherslur [ ] varð- andi stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og breytingar á henni“, eins og verkefnið var skil- greint í lögum. Ef hægt er að tala um niðurstöðu þjóðfundarins var hún sú að viðhorf Íslendinga til stjórnskipunar sinnar eru öfgalaus og í samræmi við vest- ræna stjórnskipunarhefð (sjá eink- um niðurstöður úr 1. hluta fund- arins á thjodfundur.is). Slíkum viðhorfum ber að fagna og þau hljóta að vera þeim léttir sem vilja búa við lýðræðislega stjórn- skipan byggða á mann- réttindum og réttarör- yggi, ekki síst á tímum umróts og óvissu. Úr niðurstöðum fundarins má vissulega lesa væntingar um breyt- ingar um ákveðin at- riði, til dæmis auð- lindamál og virkara lýðræði. Áhersla fund- arins á heiðarleika, jafnræði og sjálfstæði þjóðarinnar, sem og al- þjóðlega samvinnu til framgangs friðar, er einnig umhugsunarverð. Niðurstaða þjóðfundarins var hins vegar ekki ákall um kollsteypu eða nýtt upphaf í íslenskri stjórn- skipun. Þá var afstaða til einstakra mála að því marki sem þau voru rædd, t.d. kjördæma- og kosn- ingaskipunar, stöðu forseta Íslands eða þjóðkirkjunnar, langt frá því einhlít svo sem við mátti búast. Það er ósanngjarnt að leggja því fólki sem tók þátt í þjóðfundi 2010 orð í munn. Frumvarp stjórnlagaráðs er hvorki niðurstaða þjóðfundar 2010 né einhvers konar birtingarmynd þjóðarviljans. Frumvarpið er verk 25 manna sem sátu í stjórnlagaráði, verk sem ekki er hafið yfir gagn- rýni. Eftir Ágúst Þór Árnason Ágúst Þór Árnason »Niðurstaða þjóð- fundarins var hins vegar ekki ákall um kollsteypu eða nýtt upphaf í íslenskri stjórnskipun. Höfundur er fyrrverandi nefndarmaður í stjórnlaganefnd. Hvað sagði þjóðfundur 2010? Á döfinni er ný- bygging og færsla Álftanesvegar á um tveggja kílómetra kafla. Ætlunin er að færa veginn til norð- urs í átt að svo- nefndu Gálgahrauni, en jafnframt frá byggð, sem er að rísa, „Prýðishverfi“. Hefur þetta orðið til- efni til blaðaskrifa nú að und- anförnu. Nokkrir greinarhöfundar hafa látið þá skoðun í ljós að með þessari færslu vegarins verði þrengt um of að Gálgahrauninu, sem er hraunfláki með til- komumiklum klettamyndunum, nyrst á Álftanesinu á milli Lamb- húsatjarnar og Sjálandshverfis. Fyrir liggur friðlýsing Um- hverfisstofnunar á Gálgahrauni frá 6. október, 2009. Við fyrrgreinda færslu vegarins er tekið fullt tillit til þessarar friðlýsingar. Það er ekki nýtt af nálinni að fyrirætlanir um vegarlagningu veki umræður og skoðanir séu skiptar. Sem dæmi um þetta má rifja upp þegar leggja átti Höfða- bakkann á brú yfir Elliðaárnar fyrir rúmum þrjátíu árum. Þeirri vegagerð var fundið margt til for- áttu, en það helst að hún mundi stórskaða útivistarsvæðið í Elliða- árdalnum. Núna, þremur áratug- um síðar, staðhæfi ég að þessi brúargerð gaf góða raun og hef þá einkum í huga að náttúrufegurð Elliðaárdalsins blasir við þeim sem aka yfir brúna. Það er nú einu sinni svo að útsýnis um okkar fagra land njóta flest okkar oft- ast út um bílglugga, sagt með fullri virð- ingu fyrir göngugörp- um og reiðmönnum. Þetta á við bæði um Íslendinga og erlenda ferðamenn, sem sækja okkur heim. Á erlend- um vegakortum eru góðar útsýnisleiðir stundum sérmerktar. Ekki man ég eftir að hafa séð þannig kort hérlendis. Ég er viss um að fyrrnefnd færsla Álftanesvegar mundi auka „útsýnisgildi“ hans verulega. Með Gálgahraunið á aðra hönd verður hægt að benda þjóðhöfðingjum og öðrum fínum mönnum, sem fara að heimsækja forsetann, á hraun- ið og rifja upp að þegar kóng- urinn ríkti hér þá var skikk á hlutunum og sakamenn hengdir í Gálgaklettum. Álftanesvegur – Orð í belg frá bíleiganda Eftir Jónas Frímannsson Jónas Frímannsson » Það er nú einu sinni svo að útsýnis um okkar fagra land njóta flest okkar oftast út um bílglugga, með fullri virðingu fyrir göngugörpum og reiðmönnum. Höfundur er verkfræðingur. Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.