Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 44

Morgunblaðið - 19.10.2012, Page 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2012 Skoðaðu úrvalið www.jens.is Kringlunni og Síðumúla 35 Persónuleg ráðgjöf Gjafavara Mikið úrval gjafavöru, borðbúnaðar, skúlptúra og skartgripa. Hurðarhanki 9.900 kr Skeið fyrir t.d. ofnrétti og ís 16.800 kr Viðgerðaþjónusta, verkstæði og verslun Jens í Síðumúla Eilífðarrósin lítil 41.500 kr stór 44.800 kr Blaðastandur 11.700 kr Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Sýndu samstarfsfólki þínu meiri sanngirni og umburðarlyndi. Andstæðar skoðanir leiða til hressandi samræðna og hugsanlega ástar sem kraumar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú færð tækifæri til að gera hluti sem þú hefur aldrei komið nálægt áður. Fullviss- aðu ástvin um að hegðun þín endurspegli ekki tilfinningar þínar til hans. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það kostar sitt að komast áfram svo þú skalt hvergi hika, þótt þér finnist eitthvað ganga þér á móti. Þú ert allt of stjórnsöm/samur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu vel að heilsu þinni, jafnt and- legri sem líkamlegri. Nú er tíminn til þess að endurnýja kynnin við góða félaga og endur- lifa gamlar minningar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér virðast engin takmörk sett ef þú aðeins gætir þess að fara rétt í hlutina. Gefðu þig alla/n í allt sem þú gerir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þú ferð í verslunarleiðangur er allt eins víst að þín verði freistað með ein- hverjum munaði. Litlar góðar fréttir eru líka góðar fréttir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú verður að standast allar freistingar um að segja frá leyndarmáli, jafnvel þótt það brenni á þér. Leitaðu leiða til að stuðla að því að peningamálin fari í jákvæðan far- veg. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú sérð í gegnum lélega samn- inga, hálfsannleika og hvers kyns fjölmiðla- brellur í dag. Ferð án fyrirheits er vont ferðalag. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sambandið sem þú ert í gefur hjarta þínu frelsi. Ekki væri vitlaust að bjóða heim gestum. Er líkamsræktin ekki á stundaskránni lengur? 22. des. - 19. janúar Steingeit Samtal við móður þína eða ein- hvern þér eldri gengur vel í dag. Brettu upp ermarnar og hættu ekki fyrr en borðið er hreint. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það eru gerðar miklar kröfur til þín, jafnvel svo að þér finnst nóg um. Taktu þér hlé frá brauðstritinu og dekraðu við þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Nú eru miklir dýrðartímar fyrir þig. Reyndu að sigla á milli skers og báru meðan óveðrið gengur yfir. Dagurinn gæti komið skemmtilega á óvart, en þú þarft að vera á varðbergi. Þessi skemmtilega ljósmynd vartekin á árabilinu 1920 til 1930 af Trausta Ólafssyni og er til á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á myndinni eru „sællegar Reykjavík- urstelpur“, nánar tilgreint þær Rakel Kristjánsdóttir (1903-1989) og Lilja Sölvadóttir (1898-1973). Þegar myndin var valin ljósmynd vikunnar á dögunum fylgdi ljóð, sem eignað hefur verið bæði Jó- hannesi Kjarval og Halldóri Lax- ness: Lilja mín Sölva mér lá við að bölva þegar ég heyrði að þú værir gift. Gott á þinn maki gjaldkerinn spaki Guðmundur geturðu – skipt? Ljóðið er um Lilju, sem er til hægri á myndinni, en hún „þótti á yngri árum með fegurri konum hér í bæ,“ að því er kemur fram í minn- ingargrein Einars Arnalds í Morg- unblaðinu 13. desember 1973. Lilja giftist Guðmundi Guðmundssyni bankagjaldkera frá Reykholti. Sýning á ljósmyndum Trausta Ólafssonar (1891-1961) undir yfir- skriftinni „Frá Breiðavík til Kaup- mannahafnar“ stendur yfir fram í janúar í Ljósmyndasafni Reykjavík- ur. Á vef safnsins segir meðal ann- ars: „Trausti fangar andrúmsloft heimasveitarinnar, þar sem sjá má börn og fullorðna svífa um slægj- una með hrífur í hönd, glaðbeitta sláttumenn með orf sín og ljái og sællegar blómarósir koma sér vel fyrir í heyfengnum.“ Þá lýsa myndirnar sem Trausti tók í Kaupmannahöfn öðrum heimi: „Hér er um að ræða fágætar ljós- myndir af íslenskum háskólastúd- entum sem dvöldust á Gamla Garði (Regensen), hinu fornfræga stúd- entaheimili við Stóra Kanúkastræti í Kaupmannahöfn. Þetta eru hressi- legar myndir af vel klæddu ungu fólki að máta sig í hlutverki heims- borgarans.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ljósmynd og sællegum Reykjavíkurstelpum Enginn virðist vera maður meðmönnum um þessar mundir nema hann sendi frá sér yfirlýsingu. Að gefnu tilefni vill Víkverji því taka eftirfarandi fram: x x x Víkverji hefur gætt þess að sofareglulega, borða vel og hreyfa sig þess á milli. Lífsstíllinn hefur verið til eftirbreytni um allan heim og Víkverji er ánægður með að hafa hagað sér eins og best verður á kosið hvað þetta varðar. Stundum hefur hann reyndar sofið of lítið eða of mikið, neytt of mikillar fæðu eða of lítillar og hreyft sig of lítið eða of mikið, en þegar á heildina er litið og dagafjöldanum deilt í lifða daga er meðaltalið ágætt og verður vart betra, þótt hann segi sjálfur frá. x x x Víkverji vann með skóla, laukhefðbundinni skólagöngu og fór endanlega út á vinnumarkaðinn að loknu háskólaprófi. Hann var nánast með óaðfinnanlega mætingu í skóla og fór að settum reglum. Var pínu skotinn í bekkjarkennaranum í barnaskóla þar til hann sá kennar- ann kyssa annan kennara á gang- inum fyrir framan stofuna. Lét samt sem hann hefði ekki séð skot þeirra enda kom honum það í sjálfu sér ekki við. Með öðrum orðum skildi Víkverji sáttur við menntakerfið og er sérlega ánægður með að það var í betri og fastari skorðum þegar hann lauk námi en þegar hann steig sín fyrstu spor í skóla. x x x Víkverji hefur ávallt verið trúrvinnuveitanda sínum hverju sinni. Gengið að hverju verki nánast með bros á vör. Hann hefur verið stundvís, sem betur fer verið við góða heilsu og því sjaldan frá vegna veikinda. Hann hefur reynt að gera sitt besta og sama er hvert litið er; alls staðar hafa orðið framfarir frá því Víkverji fót út á vinnumark- aðinn. Fyrir það er hann þakklátur. x x x Margir hafa rætt við Víkverjavegna Alþingiskosninga og hann er þakklátur fyrir það. Honum er mikill heiður að tilkynna að hann er ekki í framboði. víkverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálmarnir 62:8) eftir Jim Unger „VIÐ VILJUM SITT HVORT BORÐIÐ.“ HermannÍ klípu eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að þola honum karl- mannlega skeggrót. ENGIN AFSÖKUN. VINSAMLEGAST HJÁLPIÐ HVAÐ SEGIRÐU, LÍSA? Á ÉG AÐ KOMA MEÐ GRETTI Í SPRAUTU? ÞETTA VAR GRÍN! NEI, ÞETTA VAR SÓUN Á KATTA- MAT! NÆST ÞEGAR VIÐ EIGUM AÐ KOMA MEÐ EITTHVAÐ Í MATARBOÐ ... ... EKKI BJÓÐAST TIL AÐ KOMA MEÐ SÚPU!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.