Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 14

Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 COFFEE IS NOT JUST BLACK HAFÐU KAFFIÐ EINS OG ÞÚ VILT EINSTÖK TÆKNI LAGAR SIG SJÁLFVIRKT AÐ ÞÍNUM SMEKK Finndu okkur á Facebook www.facebook.com/NESCAFEDolceGustoIsland Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Á síðasta kvótamarkaði sáum við í fyrsta skipti að þessi markaðsaðferð er farin að virka eins og við viljum. Menn eru farnir að átta sig á þeim lögmálum sem gilda,“ segir Sigurð- ur Loftsson, formaður Landssam- bands kúabænda. Verð á mjólkur- kvóta hefur hækkað jafnt og þétt frá því sett var upp kvótaþing með greiðslumark í mjólk. Viðskiptum óskyldra aðila með mjólkurkvóta er beint inn á tilboðs- markað sem Matvælastofnun starf- rækir að danskri fyrirmynd. Kaup- endur og seljendur senda inn tilboð og öll viðskipti fara síðan fram á svokölluðu jafnvægisverði þar sem línur eftirspurnar og framboðs sker- ast. Þegar tilboðsmarkaðurinn hófst fyrir tveimur árum fóru lítil við- skipti fram enda var langt á milli verðhugmynda seljenda og kaup- enda. Viðskiptin hafa aukist stöðugt. Tilboðsmarkaðurinn er tvisvar á ári, síðast 1. þessa mánaðar. Þá skiptu um 1.100 þúsund lítrar um hendur, megnið af framboðnum kvóta. Á fyrra uppboði þessa árs seldist í fyrsta skipti allt greiðslumarkið sem boðið var til sölu. Segir Sigurður að miklu minni munur sé nú á milli verðhugmynda kaupenda og selj- enda en áður var. Það þýðir að þeir sem vilja selja geta selt megnið af því sem þeir ætla og þeir sem vilja bæta við sig fá stærri hlut af því greiðslumarki sem þeir óska eftir. Breyttar þjóðfélagsaðstæður Sigurður skýrir þetta út með því að menn skilji betur þetta markaðs- fyrirkomulag og treysti því. „Svo getur verið að þjóðfélagsaðstæður hafi áhrif,“ segir Sigurður. Vísar hann til þess að framboð á greiðslu- marki hafi aukist. Það kunni að stafa af því að þeir sem vilja hætta búskap telji sig frekar hafa að ein- hverju öðru að hverfa en var fyrstu árin eftir hrun. „Ég dreg þá ályktun að þjóðfélagið sé heldur að jafna sig,“ segir Sigurður. Á fyrsta tilboðsmarkaðnum, í nóv- ember 2010, reyndist jafnvægis- verðið 280 krónur á lítra. Verðið hefur hækkað á hverju uppboði, og er nú komið í 305 krónur. Sigurður segir að vissulega hafi þessi þróun neikvæð áhrif á rekstur búanna, kostnaður aukist. Hann segir hugsanlegt að hækkunin skýr- ist að hluta af þeim leiðréttingum sem fengist hafa á afurðaverði mjólkur á þessum tíma. Hann neitar því hins vegar að þrýstingur á frekari afurðaverðs- hækkanir aukist við hækkun kvóta- verðs. „Í störfum verðlagsnefndar er aldrei horft til kvótaverðs. Menn verða sjálfir að taka ákvarðnir um kaup á kvóta. Stækkun búanna verður að standa undir þessum kostnaði og gott betur,“ segir Sig- urður. Mjólkurkvótinn hækkar stöðugt á tilboðsmarkaði  Bændur farnir að treysta betur markaðsaðferðinni Þróun verðs á tilboðsmarkaði mjólkurkvóta Kr 350 300 250 200 150 100 50 0 1.300.000 1.100.000 900.000 700.000 500.000 300.000 100.000 Seldir lítrarJafnvægisverð Seldir lítrar 1.nóv. 2010 1.apr. 2011 1.nóv. 2011 1.apr. 2012 1.nóv. 2012 Heimild: www.mast.is Lausleg samantekt frá Samtökum verslana og þjónustu í þjófn- aðarmálum síðastliðin tvö ár sýnir að bótakröfum verslana upp á tæpar 16,5 milljónir króna var vís- að frá dómi. Á sama tíma var ein- ungis fallist á kröfur upp á um 2,2 milljónir króna. Lárus Ólafsson, lögmaður hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir erfitt að fá bætur vegna þjófnaðar. „Vandamálið er að oft er erfitt að fá bótakröfur inn í málið hjá ákæruvaldinu. Svo eru dómstólar sífellt að verða strang- ari með að ýmis formskilyrði séu uppfyllt. Til dæmis er bótakrafan ekki gild nema forstjórinn skrifi undir hana og mæti fyrir dómi. Umfang málanna er samt þannig að það er ómögulegt fyrir for- svarsmenn að mæta fyrir dómi í öllum þessum málum. Þess vegna hafa þeir í einstaka tilvikum falið öðrum starfsmönnum umboð til þess að mæta fyrir þeirra hönd. Þeim kröfum hefur verið vísað frá óháð sekt sakbornings,“ segir Lárus Í greinagerð sem Samtök versl- unar og þjónustu hafa sent innan- ríkisráðuneytinu, með tillögum að úrbótum á lögum um bótakröfur vegna þjófnaða í verslunum, kem- ur fram að árleg rýrnun verslana vegna búðarhnupls sé um 6 millj- arðar króna. Lárus gagnrýnir að stundum sé „furðulegt mat“ að baki ákvörð- unum dómstóla um að hafna bóta- kröfum. Í nýlegu máli gegn mæðgum sem fundnar voru sekar um þjófnað upp á um 16 milljónir króna var bótakröfu hafnað. „Í því tilviki var bótakröfu Haga hafnað þar sem þeir hefðu fengið vörur að verðmæti um 10 milljónir króna til baka. Mátu dómstólar að Hagar gætu selt vörurnar aftur. Erfitt er að leggja mat á tapið en það segir sig sjálft að vara sem er stolin og er í vörslu þjófanna í tvö ár, fer ekki í sölu aftur á sama verði,“ segir Lárus. vidar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Þjófnaður Áætlað er að verslanir verði af 6 milljörðum vegna hnupls. Fá litlar bætur vegna þjófnaða Tryggingafélögunum hefur borist þó- nokkur fjöldi tilkynninga um tjón í kjölfar veðursins sem gekk yfir land- ið á föstudag og laugardag. „Tilkynningarnar hafa verið færri en ég bjóst við. Ætli þær séu ekki í kringum 50. En þeim á örugglega eft- ir að fjölga,“ segir Þorsteinn Þor- steinsson, deildarstjóri eigna-, skipa- og farmtjónadeildar VÍS. Hann segir tilkynningarnar aðallega vera af höf- uðborgarsvæðinu en einnig frá íbúum á Snæfellsnesi, Borgarfirði og undir Eyjafjöllum. Þorsteinn minnir á ábyrgð viðskiptavina þegar kemur að tjóni af völdum vinds. „Flestar inn- bústryggingar nú innihalda svokall- aða innbúskaskótryggingu sem tekur á tjónum sem verða vegna skyndi- legra ófyrirsjáanlegra utanaðkom- andi atvika. Í aðdraganda veðurofs- ans var búið að vara við vindinum og því þarf fólk að gera ráðstafanir varð- andi þá hluti sem eru geymdir úti. Hafi fólk ekki gert það eru atvikin sem slík sem urðu þarna fyrir helgi bara alls ekki ófyrirséð. Við myndum ekki bregðast við slíku fyrir okkar viðskiptamenn,“ segir Þorsteinn. Hjá Sjóvá fengust þær upplýsingar að talsvert hefði borist af tilkynn- ingum um tjón, flestar af höfuðborg- arsvæðinu og yfirleitt vegna foks lausamuna á bíla og hús. Flestar af höfuðborgarsvæðinu Ólafur Haukur Ólafsson, for- stöðumaður eigna- og ábyrgðartjóns hjá Tryggingamiðstöðinni, segir að tilkynningar um tjón nálgist eflaust eitt hundrað. Flestar væru þær af höfuðborgarsvæðinu en tilhneigingin væri þó sú að fólk af landsbyggðinni hefði fyrst samband við umboðsmenn á sínu svæði en skilaði formlegum til- kynningum síðar. „Skemmdar þak- plötur og skemmdir á skiltum at- vinnurekenda eru áberandi. Einnig er nokkuð um fólksbílakerrur sem fuku til og ollu tjóni. Eins eru dæmi um tré sem hafa rifnað upp og valdið tjóni,“ sagði Ólafur. Morgunblaðið/Golli Óveður Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki í óveðrinu sem gekk yfir. Töluvert um tjón í óveðrinu  Fjöldi tilkynninga til tryggingafélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.