Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 21

Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 21
Hér er sýnt hvernig helstu kjósendahóparnir kusu í síðustu forsetakosningum og hvern þeir ætla að kjósa nú ef marka má nýjustu fylgiskannanir Kjósendahóparnir Heimildir: PRRI, Gallup *Auðu svæðin sýna hlutfall óákveðinna eða þeirra sem kusu aðra frambjóðendur Obama McCain Obama Romney KYN Í prósentum Karlar* Konur Karlar Konur KYNÞÆTTIR Hvítir menn Blökkumenn Frá Rómönsku Ameríku Frá Asíu ALDUR 18-29 30-44 45-59 Yfir 60 TRÚ Hvítir mótmælendur Hvítir kaþólskir Gyðingar Evangelískir LANDSHLUTAR Norðausturríki Miðvesturríki Suðurríki Vesturríki 49 56 43 95 67 62 66 52 49 47 34 47 78 41 59 54 45 57 48 43 55 4 31 35 32 46 49 51 65 52 21 57 32 44 54 40 43 52 38 89 69 52 58 48 47 41 45 49 59 24 54 51 42 48 51 42 57 5 27 19 36 47 48 54 52 47 35 76 40 44 53 46 Úslit Niðurstöður kannana FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Efnalaug Garðabæjar ætlar að láta 30% af andvirði hreinsaðra guggatjalda renna til mæðrastyrksnefndar í nóvember Komið tímanlega BÍLARAF BÍLAVERKSTÆÐI Bílaraf www.bilaraf.is Strandgötu 75 • 220 Hafnarfjörður • Sími 564 0400 • bilaraf.is Allar almennar bílaviðgerðir Tímapantanir í síma 564 0400 Gott verð, góð þjónusta! Startarar og alternatorar í miklu úrvali Líklegt þykir að valdajafnvægið á Bandaríkjaþingi verði óbreytt eftir kosningarnar í dag; þ.e. að demó- kratar haldi meirihluta í öld- ungadeildinni og repúblikanar í full- trúadeildinni. Kosið verður um 33 sæti af 100 í öldungadeild þingsins en um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar. Nýjustu kannanir benda til þess að demó- kratar bæti við sig sætum í full- trúadeildinni en ekki nógu mörgum til að ná meirihluta. Til þess þurfa þeir að ná 25 sætum af repúblikön- um. Í öldungadeildinni eru demókrat- ar með 51 sæti og tveir óflokks- bundnir þingmenn deildarinnar hafa fylgt þeim að málum. Repúblikanar eru með 47 sæti og ef Barack Obama verður endurkjörinn forseti þurfa þeir að bæta við sig fjórum sætum í deildinni en þremur ef Mitt Romney fer með sigur af hólmi. Ástæðan er sú að varaforseti Bandaríkjanna er forseti þingdeildarinnar og fer með oddaatkvæði í henni ef ekki tekst að mynda meirihluta þótt hann sé ekki sjálfur öldungadeildarþingmaður. Í kosningunum reyna demókratar að verja 23 af þeim 33 öldunga- deildarsætum sem barist er um. Fyrir um það bil ári var talið líklegt að repúblikanar myndu ná meiri- hluta í deildinni en líkurnar á því hafa minnkað, ef marka má nýjustu kannanir. Þær benda þó til þess að meirihlutinn minnki. Minnkandi sigurlíkur repúblikana má m.a. rekja til umdeildra yfirlýs- inga tveggja íhaldssamra frambjóð- enda flokksins um nauðganir og fóstureyðingar. Annar þeirra, Rich- ard Mourdock, lét þau orð falla að þunganir, sem yrðu við nauðgun, væru „vilji Guðs“. Repúblikanar hafa sigrað í öllum öldungadeildar- kosningum í ríki Mourdocks, In- diana, frá 1976 en nýjustu kannanir benda til þess að demókratinn Joe Donnelly sé með 11 prósentustiga forskot á hann. bogi@mbl.is RepúblikanarDemókratar Fulltrúadeildin 190 240 435 sæti Skipting þingsæta Öldungadeildin Repúblikanar 2 óflokksbundnir þingmenn Demókrati 51 47 100 sæti 5 sæti laus Líkur á óbreyttu valdajafnvægi  Ekki búist við miklum breyt- ingum á þinginu Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom fram á fjórum kosningafundum í Pennsylvaníu í gær til að styðja Barack Obama eftir að Mitt Romney kom demókrötum á óvart með því að blása til sóknar í ríkinu. Obama var spáð öruggum sigri í Pennsylvaníu fyrir nokkrum vikum en síðustu skoðanakannanir benda til þess að forskot hans hafi minnkað verulega og Romney eigi raunhæfa möguleika á að sigra í rík- inu. „Við endurheimtum Hvíta húsið vegna þess að við sigrum í Pennsylv- aníu,“ sagði Romney í óvæntri kosn- ingaferð til ríkisins í fyrradag. Forsetinn fyrrverandi sagði að Obama vildi ná fram mörgu af því sem áunnist hefði á tveimur kjör- tímabilum Clintons. „Prófsteinninn ætti að vera hvað forsetinn hefur gert. Hver er árangurinn? Og miðað við hvað? Miðað við það sem hefði getað gerst hefur Barack Obama staðið sig vel,“ sagði Clinton og sak- aði Romney um að vera stöðugt að breyta stefnu sinni í efnahagsmálum eftir því við hverja hann talaði. Margir þekktir tónlistarmenn, leikarar og fleira frægt fólk hafa einnig tekið þátt í kosningafundum Baracks Obama og Mitts Romneys til að auka aðsóknina. AFP Hjálparhella Bill Clinton kom for- setanum til hjálpar í Pennsylvaníu. Clinton til hjálpar Obama

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.