Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bandaríkja-menn gangaað kjörborði í dag. Sennilega er óhætt að taka niður- stöður óteljandi fréttaskýrenda, einkum banda- rískra, saman í eina niðurstöðu og segja: Kosningarnar teljast enn tvísýn- ar, en sá merkjanlegi munur sem þó sést, svo lítill sem hann er, telst vera Obama forseta í hag og hann fái að halda hinu eftirsótta heimilisfangi, 1600 Pennsylvania Avenue. Leikmenn í fræðunum og að auki langt í burtu frá „átaka- svæðinu“ eiga ekki gott með að bæta nokkru við þetta. Enda þarf ekki lengi úr þessu að bíða eftir lokaniðurstöðu. En það er þó hættulítið að hugsa upphátt um nokkur atriði. Niðurstöður fréttaskýrenda byggjast á skoð- anakönnunum og auðvitað eink- um hinum nýjustu. Fylgiskann- anir á landsvísu hafa ýmsa annmarka. Þeirra á meðal þann sem leiðir beint af bandaríska kjörmannakerfinu. Fái fram- bjóðandi flest atkvæði í ríki fær hann alla kjörmenn þess. Önnur atkvæði, umframatkvæði sigur- vegarans sem önnur „falla dauð“ eins og það er kallað. Frambjóðandi sem hefur mik- inn styrk í fjölmennum kjör- dæmum svo sem eins og Kali- forníu og New York nýtist sá umframstyrkur til að fá háa tölu í könnunum á landsvísu. Það gæti þýtt að keppinauturinn sem væri undir í þeim kjördæmum en þó með helming fylgis á lands- vísu, Romney í núverandi tilviki, væri þar af leiðandi mun sterkari í minni kjördæmunum, þar sem Obama hefur hingað til verið tal- inn hafa örlítinn meirihluta. Sum þeirra kjördæma eru talin geta ráðið úrslitum kosninganna. En þá kemur annað atriði til sög- unnar, sem gæti á hinn bóginn snúið dæminu Obama í vil. Í upphafi ritstjórnargrein- arinnar var sagt „Bandaríkja- menn ganga að kjörborði í dag.“ Þetta er auðvitað satt og rétt, en þó eingöngu eins langt og það nær. Bandarískar kosningar fara af sögulegum ástæðum fram á þriðjudegi. Það er nú orðið um- hendis fyrir marga að kjósa á virkum degi vinnuviku. Meðal annars þess vegna kjósa sífellt fleiri Bandaríkjamenn utankjör- fundar. Þetta hlutfall fer hækk- andi. Nýjar skoðanakannanir eru úrtakskannanir og reiknaðar niðurstöður þeirra taka jafnt til þeirra sem þegar hafa kosið utankjörfundar sem hinna. Nú liggur fyrir að Romney byrjaði ekki að draga á forsetann fyrr en eftir að hann þótti hafa betur í fyrstu kappræðu þeirra af þrem- ur. Og þótt fram- bjóðandi repúblik- ana hafi verið mun drýgri á enda- sprettinum en spáð var virðist hann þó ekki hafa náð lengra en svo að hann standi nú jafnfætis forsetanum. Af þessu mætti hugsanlega draga þá ályktun að Obama forseti hafi öruggan meirihluta í utankjör- fundaratkvæðum, því þau voru jú greidd á meðan hann hafði enn ótvíræða forystu. Romney dugi því ekki að mælast nú með jafnmikið fylgi og forsetinn í þeim atkvæðum sem falla á kjör- dag. Því eigi Obama sigurinn vís- an og kosningarnar séu í raun ekki tvísýnar. En þeir sem hallastir eru und- ir Mitt Romney telja ekki ástæðu til að missa alla von, þótt þeir andmæli ekki framan- greindum rökum. Þeir tefla hins vegar öðrum fram á móti. Þeir segja að líkön kannanafyrir- tækja séu gölluð og með inn- byggða kerfisvillu sem koma muni í ljós á kjördag. Skoðana- kannanir byggist í framreikningi sínum á fyrirliggjandi upplýs- ingum um kosningaþátttöku demókrata, repúblikana og óháðra eins og hún var í seinustu kosningum. Það sé hið viðtekna vinnulag. En þá sé ekki tekið með í reikninginn að á þeim tíma hafi stemningin verið með demó- krötum og Obama verið nýtt pólitískt goð og haft mikið að- dráttarafl. Ungt fólk og óákveðið hefði því flykkst að honum. Nú sé þessu öfugt farið. Margir hafi orðið fyrir von- brigðum með hinn „mikla merk- isbera breytinganna“ enda hafi orðið minna úr en heitið var. Obama sé því ekki lengur maður „augnabliksins“ og demókratar ekki upptendraðir eins og þeir voru haustið 2008. Repúblikanar séu hins vegar miklu sannfærðari um sinn mann nú en þeir voru árið 2008 og þurfi að auki ekki að mæta hrifningaröldu á borð við þá sem Obama vakti þá upp. Af þessum ástæðum muni repúblikanar fjölmenna á kjörstað á meðan demókratar verði mun þyngri á sér en í seinustu kosningum. Þar við muni bætast að kosninga- maskína repúblikana á kjördag sé oftast skilvirkari en demó- kratanna, þótt á móti komi að Obama hafi miklu digrari kosn- ingasjóði en andstæðingurinn, auðkýfingurinn Romney. Framangreindar vangaveltur eru fjarri því að vera tæmandi taldar. Og sjálfsagt kunna þær að vera ómarkvissar, ónákvæm- ar og jafnvel misvísandi. En þær eru hvað sem því líður ein ástæða til viðbótar til að búast við áhugaverðri kosninganótt. Fylkingar forseta- frambjóðenda í Bandaríkjunum telja báðar enn að þeirra maður geti sigrað í dag} Pennsylvaníubreiðgata nr. 1600 að veði N ú þegar tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves er nýlokið er íslenskt tónlistarfólk eflaust mörgum of- arlega í huga. Ég fór að hugsa um það hvað einkenndi þá ís- lensku tónlistarmenn sem eru hvað vinsælastir núna. Þegar ég var unglingur var dauðarokkið vinsælt, auk þess voru rokkararnir í Jet Black Joe í miklum metum og svo voru sveitaballa- hljómsveitirnar alltaf í stuði. Hvort sem um er- lendar eða innlendar sveitir var að ræða var ímyndin á þessum tíma svolítið drykkja og djamm, rokk og ról, og það var ekki efst á listan- um hjá tónlistarmönnum að vera góðar fyr- irmyndir þó að þeir hafi eflaust flestir verið bestu skinn og aðeins að uppfylla staðla ímynd- arinnar. Þá kom „Sigur Rósar“ tímabilið, tónlist- arfólkið gerðist þögult og fjölmiðlafælið. Það faldi sig á bak við húfur og máltíðir þess virtust samanstanda af loftinu einu saman, var fölt og fálátt. Tónlistin var lágstemmd í takt við það. Fínar fyrirmyndir sem létu svo lítið fyrir sér fara að fyrirmyndarbragur þeirra fór framhjá flestum. Svo fór að færast aðeins meiri kraftur í þetta og í dag finnst mér ein- kenni tónlistarmanna vera andlegt heilbrigði og hamingja. Svo virðist sem tímar dauðadrykkju, dóps, dólgsháttar og daufleika séu liðnir, að því að virðist segi ég því þetta er mín upplifun af þessu og ég hef ekkert annað fyrir mér. Þetta fólk kemur fram í fjölmiðlum og talar af skynsemi, heldur sér á jörðinni, kann að meta jörðina, ber virðingu fyrir lífinu og öðrum manneskjum. Þeim finnst velgengnin ekki sjálfsögð og þakka fyrir sig. Það virðist sem heilbrigð lífssýn sé í tísku núna; að kunna að meta lífið, vera hamingjusamur, metnaðargjarn, heilbrigður og hugsandi. Það er ekkert skammarlegt við það að vera Íslend- ingur og flestir nýta rætur sínar til listsköp- unar. Allt þetta skilar sér í tónlistina og í text- ana sem eru orðnir vel læsilegir og ljóðrænir, uppfullir af skilaboðum um að lifa lífinu fallega. Einn boðberi hamingjunnar núna er Jónas Sigurðsson. Ég fór á tónleika með honum ný- verið þar sem stemningin, krafturinn og ham- ingjan voru svo áþreifanleg að mér datt helst í hug að þetta væri eins og að vera í hálfgerðum trans trúarbragða, Jónas predikaði hamingj- una og áhorfendur voru söfnuðurinn sem söng með í tónlistartrans. Hljómsveitin Of Monsters and Men er gott dæmi um nýja kynslóð tónlistarfólks, þau hafa verið algjörlega til fyrirmyndar sem og tónlistarfólk eins og Mugison, Valdimar, Ásgeir Trausti, Sóley. Eldri brýnin Páll Óskar og Bubbi eru líka ötulir talsmenn ham- ingjunnar og heilbrigðs lífernis. Gæti þetta góða fólk sem flytur okkur tónlistina í dag átt smá þátt í því að áfeng- isneysla ungs fólks mælist orðið minni, að krakkarnir ein- beita sér frekar að tónlistaskólanámi eða íþróttaiðkun en djammi? Hamingjan virðist sannarlega vera til staðar í íslensku tónlistarlífi og það smitast vonandi í þjóðarsálina. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Hamingjan er hér STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is H runið árið 2008 olli for- sendubresti á samn- ingi Flugfélagsins Ernis við ríkið um innanlandsflug, að mati Harðar Guðmundssonar, stofn- anda, og framkvæmdastjóra félags- ins. Samningurinn var gerður árið 2006. „Rekstrarumhverfið gjörbreytt- ist við hrunið,“ sagði Hörður. Hann sagði að launakostnaður og innlendur kostnaður væri í kringum 45% rekstrarkostnaðar en kostnaður sem réðist af gengi erlendra gjaldmiðla væri 65%. Þar vægi þyngst eldsneyti, varahlutir, þjónustugjöld og áskriftir að fyrirmælum o.fl. Ný gjöld hafa verið lögð á flugið, t.d. kolvetnisjöfnunargjald og loft- rýmisgjald sem samtals eru um 16 milljónir kr. á ári hjá félaginu. Lend- ingargjöld, farþegaskattar og önnur gjöld til Isavia hafa einnig hækkað verulega síðan samið var og eru ná- lægt 60 milljónum á ári. Aukið reglu- verk og eftirlit í kringum flug- starfsemina hefur og aukið kostnað. Hörður sagði að hækkanirnar hefðu aðeins verið bættar að hluta. Miklar eldsneytishækkanir Þegar félagið hóf flug til Hafnar í Hornafirði, árið 2007, var hver ferð styrkt um 91.024 kr. Fyrir það var þá hægt að fá 1.736 lítra af eldsneyti. Þá þurfti 4,2 farþega til að borga elds- neytið á leiðinni. Nú þarf 7,6 farþega til að borga sama eldsneytismagn. Styrkurinn er verðtryggður og er nú 149.822 kr. fyrir hverja ferð. Fyrir það fæst 1.001 lítri af eldsneyti í dag. „Meðalfargjald á Hornafjörð, þegar við tókum samninginn, var um 9.500 kr. Í dag er fargjaldið að meðaltali í kringum 15.000 kr. Hefði fargjaldið fylgt eldsneytisverði ætti það að vera 27.000 kr. aðra leiðina í dag,“ sagði Hörður. Auk eldsneytis kaupir félagið varahluti erlendis fyrir um sjö millj- ónir á mánuði. Flugvélarnar eru fjár- magnaðar í dollurum og því verður að tryggja þær erlendis og borga ið- gjaldið í erlendri mynt. Flugfélagið Ernir missti spón úr aski sínum þegar hætt var að styrkja flug til Sauðárkróks um síðustu ára- mót. Styrktum ferðum til Hafnar og Gjögurs var líka fækkað. Alls hefur styrktum ferðum verið fækkað um 324 á ári. Hörður sagði að félagið hefði hvorki getað fækkað áhöfnum né flugvélum þrátt fyrir minni styrki. Þetta olli verri nýtingu tækja og mannskapar og jók rekstrarkostnað á því flugi sem eftir var umtalsvert. Hörður sagði að félagið hefði byrjað óstyrkt flug bæði til Vestmannaeyja og Húsavíkur til að auka nýtingu tækja og mannafla. „90% af okkar flugi eru almenningssamgöngur inn- anlands, aðeins 15% af tekjum okkar eru í erlendri mynt,“ sagði Hörður. „Við verðum að fá úr því skorið hjá samgönguyfirvöldum hvort áfram eigi að greiða fyrir almennings- samgöngur, eða við eigum að draga saman seglin og segja upp starfs- fólki.“ Hjá félaginu störfuðu 60 manns í sumar en 48-50 í vetur. Hörður sagði að Flugfélagið Ernir væri engin afæta á ríkinu, það fengi um 134 milljónir á ári í gegnum samninginn en skilaði ríkinu á fjórða hundrað milljóna í þjón- ustugjöldum og sköttum. „Fyr- irtækið leggur miklu meira til ríkisins en það fær,“ sagði Hörður. „Framtíðin er óljós, en það er góður skilningur hjá öllum þeim sem um málið hafa fjallað. Það skilja all- ir að við erum að búa til hellings tekjur fyrir ríkið og marga fleiri.“ Hrunið segir til sín í innanlandsfluginu Morgunblaðið/Ernir Innanlandsflug Flugfélagið Ernir var stofnað fyrir 43 árum og hefur að- allega sinnt innanlandsflugi en einnig sjúkraflugi til útlanda. Innanlandsflugið var á dagskrá fundar umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í gær. Meðal gesta var Hörður Guð- mundsson, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Ernis. Um síðustu mánaðamót var óvíst hvort félagið myndi halda áfram áætlunarflugi í vet- ur vegna skorts á opinberu framlagi til flugsins. Sam- komulag náðist síðan á milli vegamálastjóra og Ernis um að félagið haldi áfram áætl- unarflugi að minnsta kosti næstu vikurnar. Flugfélagið Ernir er nú með áætlunarferðir á Gjögur, Bíldu- dal og Höfn í Hornafirði og fær styrk frá ríkinu vegna þess flugs. Einnig flýgur Flug- félagið Ernir til Vest- mannaeyja og Húsavíkur. Auk þess sinnir félag- ið sjúkraflugi héðan til útlanda, m.a. með sjúklinga í líf- færaskipti. Samið um næstu vikur FLUGIÐ RÆTT Í UMHVERF- IS- OG SAMGÖNGUNEFND Hörður Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.