Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 23

Morgunblaðið - 06.11.2012, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 Skólavörðuholt Það var blautt og grámóskulegt í Reykjavík í gær og mega borgarbúar búast við svipuðu í dag. Styrmir Kári Byggðir landsins hafa nú fengið fyrstu gíróseðlana frá rík- isstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Gíróseðlar þessir hljóða frá tugum þús- unda upp í hundruð milljóna. Sameiginlegt er með þeim öllum að gíróseðlarnir eru sér- stakur skattur sem lendir helst á þeim sem búa við strendur landsins. Veiðigjaldið sem Jóhanna og Steingrímur hrósuðu sér af að hafa náð fram er nú til innheimtu. Dæmin eru mörg. Lítið fyrirtæki fyrir vestan greiðir 5 milljónir og veit ekki hvernig það á að mæta þeim auknakostnaði. Fyrirtæki með fjóra starfsmenn á Snæfellsnesi fékk reikning upp á 10 milljónir. Þær milljónir fara hvorki í fjárfestingar né íþróttafélagið í bænum. Annað fyrirtæki á að greiða 500 milljónir sem verður mætt með hagræðingu. Hvar verður hagrætt? Grindvík- ingar eiga að greiða vel á annan milljarð. Ef menn eru almennt sam- mála um að greiða eigi fyrir afnot af auðlindum landsins, þá hlýtur það að vera allra hagur að þeir geti greitt það án þess að eiga á hættu að lenda í þroti. Meðan íslensk stjórnvöld leggja auknar álögur á sjálfbæran sjávar- útveg ausa Norðmenn milljörðum í sinn sjávarútveg í formi styrkja. Norðmenn hafa líka þann háttinn á að þegar norsk sjávarútvegsfyr- irtæki þurfa að selja afurðir til fyr- irtækja sem alla jafna fá ekki banka- ábyrgð fyrir kaupunum þá ábyrgjast norsk stjórnvöld þær greiðslur. Ný- verið óskuðu norskir útflytjendur eftir því að norska ríkið keypti af þeim umframbirgðir, sem enn myndi skekkja samkeppnisstöðuna gagn- vart Noregi. Á sama tíma og samkeppnisstaða íslenskra afurða verður erfiðari vegna ríkisstyrkts sjávarútvegs samkeppnislanda þá eru þessi sömu lönd að ná betri tökum á sinni fram- leiðslu. Þannig hafa m.a. Rússar náð góðum tökum á framleiðslu á fisk- flökum og munu gæði þeirra nálgast gæði íslensku framleiðslunnar. Það er því ekki sjálfgefið að ís- lenskur sjávarútvegur haldi stöðu sinni í harð- andi samkeppni og óskiljanlegt að stjórn- völd sjái ekki mik- ilvægi þess að standa vörð um þessa helstu útflutningsgrein þjóð- arinnar. Sjávarútvegur skapar stærstan hluta af gjaldeyri landsins og er því ein helsta varðan í því að skapa jákvæð- an viðskiptajöfnuð og tekjur til samfélagsins. Framsóknarmenn lögðu mikla áherslu á það sl. vor að draga úr áhrifum veiðigjaldsins með samningum við stjórnarflokkana meðan aðrir flokkar vildu helst nota sumarið í að rífast um gjaldið. Allir vita að það hefði endað á einn veg, þá hefði gjaldið verið lagt á af full- um þunga eða allt að 25 milljarðar í stað 12-15. Nóg er nú samt. Fram- sóknarflokkurinn samþykkti á flokksþingi 2011 sérstaka stefnu í sjávarútvegsmálum. Stefnan bygg- ist á aflamarks- og aflahlutdeild- arkerfinu og lagðar eru fram hug- myndir sem aukið geta nýliðun og stuðlað að styrkingu byggða. Við leggjum áherslu á að gjaldtaka verði hófleg og taki mið af rekstri fyrirtækjanna. Veiðigjaldið verður að endur- skoða strax til að koma í veg fyrir varanlegan skaða. Gjald fyrir afnot af auðlind verður að vera hóflegt. Við hljótum líka að spyrja hvers vegna hluti landsmanna er skatt- lagður sérstaklega. Samþjöppun í atvinnulífinu, uppsagnir og sam- dráttur eru fylgifiskar óhóflegrar gjaldtöku. Það verður að forðast. Fólkið og fyrirtækin í íslenskum sjávarútvegi geta ekki bæði barist um markaði erlendis og við íslensk stjórnvöld um að halda atvinnunni. Eftir Gunnar Braga Sveinsson »Meðan íslensk stjórnvöld leggja auknar álögur á sjálf- bæran sjávarútveg ausa Norðmenn milljörðum í sinn sjávarútveg í formi styrkja. Gunnar Bragi Sveinsson Höfundur er formaður þingflokks framsóknarmanna. Ójafn leikur í sjávarútvegi Æ færri börn fara reglulega til tannlæknis og rannsóknir hafa staðfest að tannheilsu ís- lenskra barna og unglinga hrakar. Margvíslegar ástæður liggja þar að baki. Hver ein- staklingur innbyrðir vikulega um 1 kíló af hreinum sykri og neysla sykraðra drykkja og sælgætis er mun meiri hér- lendis en á Norðurlöndum. Hver Íslendingur er talinn neyta um 400 gramma af sæl- gæti á viku og hefur tilkoma svokallaðra nammibara síst dregið úr sælgætisneysl- unni. Ábyrgð foreldra er gífurlega mikil. En fleira kemur til. Endurgreiðslur hins op- inbera á tannlæknakostnaði hafa sitt að segja. Einnig skortir hvata hjá ákveðnum hópi foreldra til að fara með börn sín til tannlæknis og liggja þar ýmsar ástæður að baki. Árið 2011 endurgreiddu Sjúkratryggingar Íslands um 485 milljónir króna til foreldra tæplega 46.000 barna og unglinga vegna út- lagðs tannlæknakostnaðar. Það er athygl- isvert að skoða fjárlagafrumvarp fyrir árið 2013 og skoða nokkur dæmi, valin af handa- hófi. Tæpar 775 milljónir eru ætlaðar til embættis umboðsmanns skuldara og rúmar 500 milljónir eru ætlaðar Kvik- myndamiðstöð Íslands. Árleg endurgreiðsla vegna ritalínlyfja var áætluð 600-800 milljónir í fyrra og 234 milljónir fóru í að dýpka Landeyjarhöfn á síðastliðnu ári. Allt eru þetta mikilvæg og þörf málefni. Með tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu hinn 3. júlí 2012 var endurgreiðslugjaldskrá ráðherra (SÍ) hækkuð um 50%, tímabundið til ársloka 2012. Með þessari hækkun er ætlað að nýta þær 174 milljónir króna, sem annars yrðu afgangs af fjárlagalið SÍ vegna tannlæknakostnaðar í lok ársins. Það var gert að tillögu velferðarráðherra, en starfs- hópur á vegum ráðuneytisins hafði lagt það til. Þetta þýðir að nú fá foreldrar barna og unglinga að meðaltali 62% endurgreiðslu á kostnaði vegna tannlækninga í stað 42% áð- ur. Þrátt fyrir þessa hækkun er eig- ingreiðsla barna nú þriðjungur af raun- kostnaði. Endurgreiðsla, sem ekki nær 100% af raunkostnaði breikkar bilið milli hinna efnaminni og hinna efnaðri. Þessari tímabundnu hækkun, en hún stendur að óbreyttu til áramóta 2012/2013, ber þó að fagna. Þó er það óskiljanlegt að endur- greiðslugjaldskrá SÍ hafi ekki hækkað í takt við verðlag síðustu ár (sjá meðfylgjandi mynd). Það er hins vegar kjörið tækifæri nú á kosningavetri fyrir alla stjórnmálaflokka að móta sér stefnu varðandi tannheilsumál ís- lensku þjóðarinnar. Verði tímabundin hækk- un á endurgreiðslugjaldskrá SÍ dregin til baka um áramót, eru það skýr skilaboð til foreldra barna og unglinga um stefnuleysi og afturhald í málaflokknum. Tannlæknar lýsa sig enn og aftur fúsa til samstarfs með öllum þeim sem láta sig málið varða og hvetja stjórnvöld til að marka sér raunhæfa stefnu til bættrar tannheilsu þjóðarinnar. Eftir Kristínu Heimisdóttur Kristín Heimisdóttir Gerum öll eitthvað í málunum Höfundur er formaður Tannlæknafélags Íslands. » Verði tímabundin hækkun á endur- greiðslu dregin til baka um áramót, eru það skýr skilaboð til foreldra um stefnu- leysi og afturhald í málaflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.