Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 27

Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 ✝ Kristinn Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 10. september 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 22. október 2012. Foreldrar hans voru Gunnar Þórð- arson frá Hala í Holtum, kaup- maður í Reykjavík, og Málfríður Jónsdóttir frá Bíldsfelli í Grafningi, húsfreyja. Albræður Kristins voru Jón og Þórleifur, sem létust í frum- bernsku. Þau hjón tóku í fóstur systurdóttur Málfríðar, Málfríði Hannesdóttur f. 1920 og ólu hana upp. Gunnar faðir Kristins lést í Kaupmannahöfn 1926, og árið 1933 giftist Málfríður Kol- beini Högnasyni, skáldi og bónda, í Kollafirði, og eignuðust þau tvö börn saman, Gerði f. 1933 og Gunnar f. 1937. Kristinn kvæntist 2. júlí 1949 Bryndísi Jóhannsdóttur, frá Skriðufelli í Þjórsárdal. For- eldrar hennar voru hjónin Jó- hann Ólafsson, bóndi á Skriðu- felli, og kona hans Þórdís Andlát Gunnars föður Krist- ins hafði áhrif á fjölskylduna. Hún flutti af Laugavegi í Þing- holtin þar sem þau bjuggu uns þau fluttu í Kollafjörð þegar Kristinn var tólf ára. Kristinn minntist þessara heimila með hlýju og gleði, honum leið vel í Þingholtunum og þá ekki síður í Kollafirði. Þar var fjölskyldan stærri, Kolbeinn átti fjögur börn af fyrra hjónabandi. Móður- bróðir Kristins, Sveinbjörn Jónsson, bjó hjá Málfríði systur sinni sem skólasveinn og var Kristinn mjög handgenginn honum. Á skólaárum Kristins bjó hann hjá Sveinbirni og fjöl- skyldu hans við Marargötu og síðar í Ártúnsbrekku. Börn Sveinbjarnar, Jón og Helga, voru Kristni góðir félagar. Þau hjón, Kristinn og Bryn- dís, hófu sinn búskap í „Hvammi“, Laugarnesvegi 54, í sama húsi og Málfríður móðir Kristins bjó með börnum sínum. Síðar byggðu þau sér hús í Steinagerði og enn síðar í Ás- enda, þar sem Bryndís býr. Einnig byggðu þau mynd- arlegan sumarbústað, Skóga, í landi Skriðufells. Síðustu fimm árin dvaldi Kristinn á Hjúkr- unarheimilinu Sóltúni. Allir lögðust á eitt við að létta byrði hans í veikindunum. Útför Kristins fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 6. nóv- ember 2012, og hefst kl. 13. Björnsdóttir, hús- freyja á Skriðufelli. Börn Kristins og Bryndísar eru Þór- unn f. 1.12. 1949, maki Garðar Jó- hann Guðmund- arson, Þórdís f. 12.10. 1951, maki Ásgeir Magnússon, Gunnar f. 9.8. 1955, maki Claudia Piccenoni og Jó- hann f. 2.12. 1961, maki Sólveig Ólafsdóttir. Barnabörnin eru sjö og langafabörnin fjögur. Kristinn varð stúdent frá MR 1939, lauk lögfræðiprófi frá HÍ 1945, varð héraðsdóms- lögmaður 1946 og hæstarétt- arlögmaður 1956. Hann hóf störf sem fulltrúi á lög- fræðistofu Sveinbjörns Jóns- sonar og Gunnars Þorsteins- sonar og var þar til 1954. Rak lögfræðistofu í Reykjavík til 1962. Hann varð fulltrúi í sam- gönguráðuneyti 1962 og deild- arstjóri frá 1970 til starfsloka 1984. Þá vann Kristinn við gerð ágripa fyrir Hæstarétt meðan heilsan leyfði, síðustu árin með dyggri aðstoð Bryndísar. Nú er elsku pabbi okkar fall- inn frá eftir langa og farsæla ævi. Margs er að minnast, en efst í huga er umhyggja hans, hlýja, einstök greiðvikni og tryggð við fjölskyldu og vini. Pabbi kynntist ýmsum hliðum lífsins ungur að árum. Hann átti eldri bræður sem hann kynntist ekki, því þeir létust fyrir fæðingu pabba. Hann talaði um föður sinn sem hann missti á sjöunda ári og hafði þá verið fjarri á heilsuhæli frá því pabbi var á fjórða ári. En pabbi átti móður- og föðurfjöl- skyldur sem studdu hann í upp- vexti og alla tíð. Við systkin nut- um þeirrar hlýju sem einkenndi samskipti pabba við föður- og móðurfólk sitt. Tveggja ára gamall eignaðist pabbi fóstursystur, Fríðu systur, sem var systurdóttir móður hans. Tólf ára eignaðist pabbi stjúpföð- ur og stjúpfjölskyldu, þegar móð- ir hans giftist Kolbeini Högna- syni í Kollafirði, og síðar tvö hálfsystkin. Pabbi hélt alltaf upp á Þingholtin þar sem hann átti sín fyrstu ár, en sagði að það hefði verið mikil upplifun og frelsi að flytja í sveitina þar sem hann naut sveitasælunnar og ná- lægðar við fjöruna og sjóinn. Pabbi minntist þess er þeir Sveinbjörn móðurbróðir hans ræddu framtíðina. Gunnar afi hafði beðið mág sinn að styðja hann og styrkja og helst skyldi pabbi ganga menntaveginn. Á námsárunum bjó pabbi hjá Sveinbirni og fjölskyldu hans í Ártúnsbrekku við Elliðaár. Það urðu örlagarík ár því þar kynnt- ist hann móður okkar og framtíð þeirra var ráðin. Pabbi og mamma voru gestris- in og örlát, og þar var ekki farið í manngreinarálit. Heimilið stóð opið öllum og nutu margir góð- vildar þeirra og stuðnings. Þessi reynsla var dýrmætt veganesti. Viðhorf og viðurgjörningur for- eldra okkar við þá er þangað leit- uðu gerði okkur systkin víðsýnni og skilningsríkari gagnvart margbreytileika lífsins. Pabbi var mikill fjölskyldu- maður, og þrátt fyrir mikla vinnusemi gaf hann sér alltaf tíma til að gera ýmislegt með okkur systkinunum og síðar barnabörnunum. Hann var áhugamaður um hollustu, svo sem mataræði og hreyfingu, hann hjólaði og stundaði sund daglega. Sund varð okkar fjöl- skylduíþrótt. Pabbi var tónelskur og hafði ungur lært á orgel, hlustaði mikið á útvarp, t.d. þætti um þjóðlegan fróðleik, menningu, sögu, listir, þjóðmál, og sígilda tónlist. Þá unni hann bókalestri. Oft sátum við öll við eldhúsborðið og pabbi fræddi okkur um það sem hann hefði verið að hlusta á eða lesa. Sumarbústaðurinn Skógar í Þjórsárdal var unaðsreitur for- eldra okkar í meira en 30 ár, þar sem þau nutu samvista við fjöl- skylduna í friðsæld og ró. Pabbi dvaldi á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni síðustu fimm ár æv- innar, og þökkum við starfsfólki góða umönnun þann tíma. Mamma var eins og klettur við hlið pabba í veikindum hans og gerði honum kleift að njóta þess tíma eins og best verður á kosið. Elsku hjartans pabbi okkar, við þökkum þér allar þær stundir sem við fengum að vera með þér og allt það sem þú gerðir fyrir okkur. Hvíl í guðs friði. Þórunn, Þórdís, Gunnar og Jóhann. Ég sá tengdaföður minn heit- inn í fyrsta skipti 1. janúar 1977, og það var góð byrjun á góðu ári. Ég hafði nýverið kynnst dóttur hans Þórunni, og eins og hans var von og vísa tók hann mér eins og við hefðum þekkst í áraraðir. Þannig var Kristinn í fasi, hann var blátt áfram, og framkoma hans var sú sama við alla. Það sem mér fannst einkenna Kristin mest var augnaráðið, aug- un heiðblá og skær, og hann horfði beint í augu viðmælanda síns. Það sem hann sagði hafði meiri þunga þegar þetta tæra augnatillit fylgdi. Kristinn var af „gamla skólanum“. Orð hans stóðu eins og stafur á bók, og hann ætlaðist til þess sama af öðrum. Hann var ótrúlega greið- vikinn og lagði mikið á sig til að leysa alls konar mál fyrir vini, vandamenn og vandalausa. Þessi greiðvikni og samkennd með náunganum, átti stóran þátt í því að Kristinn hætti rekstri lög- mannsstofu sinnar. Honum féll illa að rukka fólk og ganga að eig- um þess, vildi „geta sofið um næt- ur“, eins og hann orðaði það. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una, þá var Kristinn „í ráðuneyt- inu“ eins og hann kallaði það, sem þýddi að hann var deildarstjóri í samgönguráðuneytinu. Hann var líka með mikla starfsemi við und- irbúning mála fyrir dómstóla. Þá var ljósritunartæknin stutt á veg komin, og hann fjölritaði allt, var með konur úti í bæ í vinnu við að vélrita á stensla, sem síðan þurfti að lesa saman og leiðrétta. Og síð- an var fjölritað, og tekið saman og þegar mikið var að gera, þá var allt heimilið undirlagt, stofuborð, sófaborð og stólar, og öll fjöl- skyldan að vinna, og jafnvel gest- ir og gangandi drifnir með. Um- svifin minnkuðu þegar ljósritun kom til, vélritun féll að mestu nið- ur, nema ágripin, sem Kristinn samdi sjálfur á kúlu-ritvélina sína. Kristinn vann við þetta eins lengi og heilsan leyfði, með dyggri aðstoð Bryndísar. Kristinn var mikill fjölskyldu- maður, hann undi sér best með börn sín og Bryndísi sér við hlið. Hann var mjög heimakær, vildi helst vera heima, eða í sumarbú- stað þeirra hjóna, og var þá hrók- ur alls fagnaðar. Kristinn var vinnusamur með afbrigðum, hann vann fullt starf „í ráðuneytinu“, og ágripagerð og málaundirbún- ing þess utan. Mér er undrunar- efni hvernig Kristinn gat afkast- að því sem hann gerði, og svo var hann víðlesinn, og vel að sér um menn og málefni. Það var alltaf gaman að ræða við Kristin og hann hafði líka fágætan eiginleika en það var gott að þegja með hon- um. Dóttir hans, kona mín, kom að okkur þegjandi í stofunni í Ás- enda og fannst við fáskiptnir en báðir svöruðu því sama: „Við er- um að tala saman þegjandi.“ Það þarf ekki alltaf að tala í beit, nær- veran ein dugar oft vel. Mig langar að enda þessi fá- tæklegu orð með þökkum til vinar míns og tengdaföður fyrir sam- fylgdina. Það eru forréttindi að vera í fjölskyldu Kristins. En það er gott að eiga minningar um góða menn, og allir sem kynntust Kristni Gunnarssyni eiga nóg af slíkum minningum. Garðar Jóhann. Kristni tengdaföður mínum kynntist ég ekki fyrr en eftir að hann var orðinn heimilisfastur í Sóltúni. Til að byrja með saknaði hann heimilisins í Ásenda og beið löngum tilbúinn til að fara heim. Með tímanum breyttist viðhorfið og Sóltún varð sannarlega að heimili hans. Bryndís tengdamóðir mín átti stóran þátt í þessari hugarfars- breytingu því þessi breyting á högum þeirra þýddi ekki að þau væru nú aðskilin. Hún varði hverjum degi með sínum manni, þau voru áfram lífsförunautar og félagar. Heimili er jú þar sem ástvinir eru og þannig var um- gjörðin um heimili Kristins í Sól- túninu. Börn, tengdabörn og barna- börn sameinuðust í að taka þátt í daglegu lífi með Bryndísi og Kristni. Komið var saman í Sól- túninu þegar mikið stóð til, stórhátíðir, afmæli og merkisvið- burðir á lífsleiðinni, en ekki síður í daglegu amstri. Afi Diddi var Heklu Bryndísi ákaflega kær enda ólst hún upp fyrstu árin hjá ömmu og afa í Ás- endanum þar sem hún var í pöss- un. Eins var það Jóhanni mikils virði að kynna Hrafnkel Húna fyrir afa sínum. Ég kynntist Kristni í gegnum konu hans, börn og barnabörn. Ég kynntist þeirri væntumþykju sem hann var umvafinn, virðingu og vinsemd, og veit að eftir henni var tekið. Umhyggja fjölskyld- unnar þessi síðustu ár er vitnis- burður um að góður maður er genginn. Kristins verður sárt saknað af sínu fólki. Ég kveð hann og vænti þess að hann sé nú endanlega kominn heim. Sólveig Ólafsdóttir. Hann afi minn er látinn, ekki neinum að óvörum, hann var bú- inn að vera veikur lengi, en það er alltaf sárt að sjá á bak þeim sem áttu stóran þátt í að móta mann á æsku- og unglingsárun- um. Ég var, eins og flest önnur barnabörn afa og ömmu, í pössun hjá þeim yfir daginn meðan pabbi og mamma voru í vinnu. Við pabbi komum yfirleitt fyrir átta, og afi var alltaf vaknaður og tók á móti okkur með bros á vör – nema einu sinni þegar við þurft- um að dingla mörgum sinnum, og þá kom afi fram á náttfötunum og hafði sofið yfir sig. Áreiðanlega í eina skiptið á ævinni sem hann svaf yfir sig, hann var yfirleitt vaknaður um fimmleytið. Ég var svo lánsamur að eyða sumarfríum mínum hjá afa og ömmu á fyrri unglingsárum mín- um. Það var gaman að hjálpa þeim og njóta samvista við þau. Afi var alltaf vinnandi, en aldrei svo upptekinn að hann hefði ekki tíma fyrir spurulan ungling, og það var gaman að tala við afa, hann vissi svo til allt. Og hann notaði oft orð sem ég skildi ekki, en hann var óþreytandi að skýra þau út og orðaforði minn jókst mikið þennan tíma. Amma gerði það sama, svo ég á nokkuð óvenjulegan orðaforða af manni á mínum aldri. Það var virkilega gaman að hjálpa ömmu í garð- inum og í sumarbústaðnum. Afa fannst gott að fá nammi, og við pabbi reyndum alltaf að eiga eitthvað af gotti handa hon- um þegar þau komu í heimsókn til okkar. Honum fannst súkku- laði best, og það var alltaf til, og einhvern veginn vildi það svo til að afi settist alltaf hjá súkku- laðinu, þótt það væri fært til. Hann hafði einhverja eðlisávísun á súkkulaði. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur afa og ömmu í Ásendanum, og mér finnst það gott að eiga þessar minningar um þau afa og ömmu. Afi var raungóður maður, og það kom alls konar fólk til hans í leit að góðum ráðum, sum- ir reglulega, aðrir bara einu sinni. Ég held að allir hafi fengið einhverja lausn sinna mála. Ég gleðst yfir því að þegar eig- inkona mín, Hoshi, kom til lands- ins í sumar, þá fékk hún tækifæri til að kynnast afa örlítið. Þau héldust í hendur og brostu bæði. Hoshi sendir öllum aðstandend- um afa samúðarkveðjur sínar. Ég er ríkur að góðum og ljúfum minningum um sérstakan og góð- an afa. Þær minningar hlýja mér núna, þegar afi er kvaddur hinstu kveðju. Paul Gunnar Garðarsson. Heimsóknir til afa Didda og ömmu Gógó hafa skipað stóran sess í lífi okkar barnabarnanna. Þó langt sé á milli okkar í aldri, eigum við öll sömu minningar um tilhlökkun og öryggi sem fylgdu því að vera hjá ömmu og afa. Sundferðirnar stóðu þar sérstak- lega upp úr, en fátt var jafn skemmtilegt og að fara með ömmu og afa í sund og fá ávallt ís eða pylsu á eftir. Þá bauð afi okk- ur oft velkomin inn á skrifstofuna sína, heima í Ásenda. Þar hring- aði Begga kisa sig gjarnan á stól og Rás 1 hljómaði í útvarpinu. Á skrifstofunni fengum við barna- börnin að fara í skrifstofuleik og æfa okkur að vélrita, ljósrita eða skrifa mikilvæg skjöl sem við ímynduðum okkur að hefðu til- gang í þeim lögfræðilegu störfum sem afi stundaði svo ötullega. Þetta var eins og ævintýraheim- ur, þar sem við börnin fengum tækifæri til að stíga inn í heim fullorðinna. Afi sagði okkur gjarnan sögur fyrir háttinn og voru útilegumannasögurnar sér- staklega í uppáhaldi. Þá áttum við ófáar stundir saman í sumarbú- staðnum Skógum í Þjórsárdal. Afi kunni vel að meta þá kyrrð, náttúrufegurð og það næði sem Þjórsárdalurinn bauð upp á. Með þakklæti í hjarta og hlýju hugsum við til afa Didda. Afa okkar sem var svo ljúfur, fróður, vinnusamur og barngóður, en allt eru þetta kostir sem gerðu hann að þeirri sterku og góðu fyrir- mynd sem við höfum litið upp til og lært af í gegnum þau ár sem við áttum með honum. Sögur sem geyma minningar um hann munu ylja okkur, börnum okkar og barnabörnum um hjartarætur um ókomna framtíð. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, Magnús Kristinn Ásgeirsson og Ásdís Sigríður Ásgeirsdóttir. Kristinn Gunnarsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, SIGFÚS JÓNSSON, Skúlagötu 20, fyrrv. forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 8. nóvember kl. 15.00. Bergljót Sigurðardóttir, Sigurður Sigfússon, Hrund Einarsdóttir, Kristján Sigfússon, Ragnhildur Sigurjónsdóttir, Sólveig Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Finnur Hrafn Jónsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VIGFÚS ÓLAFSSON, Víðilundi 9, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 19. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.30. Anna Gunnur Vigfúsdóttir, Anton Sölvason, Sigurlaug María Vigfúsdóttir, Sigurður Vigfússon, Þóra Elísabet Leifsdóttir, Hulda Vigfúsdóttir, Ómar Stefánsson, Gunnar Vigfússon, Jóhanna María Friðriksdóttir, Dóra Vigdís Vigfúsdóttir, Ámundi Sjafnar Tómasson, afa- og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN VALDIMAR ÞORSTEINSSON, fv. feldskeri, Silfurteigi 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 30. október, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 11.00. Anna Margrét Cortes, Björg Cortes Stefánsdóttir, Halldór I. Elíasson, Steinunn Guðbjörg Stefánsdóttir, Stefán Valdimar Halldórsson, Anna Margrét Halldórsdóttir, Haraldur D. Þorvaldsson, Steinar Ingimar Halldórsson, Xue Li, Halldór Alexander, Jökull Ari og Hugrún Eva Haraldsbörn. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir, mágkona og frænka, GUÐRÚN DÝRLEIF KRISTJÁNSDÓTTIR lögmaður og hjúkrunarfræðingur, sem lést miðvikudaginn 24. október, verður jarðsungin frá Neskirkju við Hagatorg miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast Dýrleifar er bent á minningarsjóð í hennar nafni til að efla rannsóknir á sviði auðlinda- og umhverfisréttar og á sviði geðverndar, bankareikningur: 0331-13-307298, kt. 570297-2289. Fyrir hönd vina og ættingja, Kristján Gerhard, Hjördís Erna Sigurðardóttir, Rebekka Rut, Rannveig Lára og Rúnar Máni, Unnur Jónsdóttir, Stefán Kristjánsson, Ólöf H. Bjarnadóttir, Guðríður A. Kristjánsdóttir, Ómar B. Hansson, Kristín Jóna Kristjánsdóttir, Hafsteinn Már Einarsson og systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.