Morgunblaðið - 06.11.2012, Side 31
Braga við undirbúning mála fyrir
Hæstarétt af hálfu ákæruvalds,
þ.e. hvernig áfrýjunarstefna
skyldu úr garði gerð. Eru ekki
efni til að tíunda nánar þau fjöl-
mörgu álitaefni, sem Bragi kom
að með traustri réttarfarslegri
þekkingu. Féll oftlega í hlut
Braga að fjalla um veigamikil mál
til úrlausnar, bæði að tillögum til
afgreiðslu þeirra svo að flutningi
þeirra fyrir dómstólum ef efni
þóttu til saksóknar af hálfu
ákæruvalds. Voru tillögur hans
vel rökstuddar sem og málflutn-
ingur hans. Minnist ég því starfa
hans á þessu vettvangi með virð-
ingu og þökk.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að eignast vináttu þeirra
Braga og Ríkeyjar og eru okkur
minnisstæð hin árlegu rausnar-
legu jólaboð þeirra.
Sendum við Ríkeyju og öðrum
ástvinum Braga okkar innileg-
ustu samúðarkveðju
Erla og Hallvarður.
„Ég samgleðst þeim sem fengu
sýknu“ var eitt sinn haft eftir sak-
sóknara ríkisvaldsins, Braga
Steinarssyni. Þau ummæli eru
höfundi sínum lík. Bragi sótti ekki
mál fyrir dómstólum af persónu-
legri ástríðu heldur skyldurækni
við embætti sitt. Hann var jafnan
sanngjarn og lipur en þó fastur
fyrir og fylgdi lagaskilningi sín-
um. Þótt stundum fengi hann
dembur yfir sig í vandasömu
embætti saksóknara um langan
tíma fann ég aldrei sviða hjá hon-
um út af því. Hann bar ekki kala
til neins manns svo að ég vissi, en
gat verið napur í athugasemdum
um menn og málefni.
Af Braga vissi ég fyrst, eins og
aðrir landsmenn, sem þingfrétta-
manni í útvarpi upp úr 1960 og
nokkuð fram yfir 1970. Hann
hafði þýða og áreynslulausa út-
varpsrödd. Enn fremur varð hann
þjóðþekktur fyrir saksókn í land-
helgisbrotamálum, ekki síst gegn
breskum og þýskum togaraskip-
stjórum.
Laun embættismanna voru á
þessum tíma ekki há, og ómæld
yfirvinna eða einingar ekki komn-
ar til sögunnar. Til þess að drýgja
tekjur fjölskyldunnar vann Bragi
aukavinnu hjá skrifstofu Alþingis,
fyrst við þingfréttir en þegar
skipulagi við útgáfu Alþingistíð-
inda var breytt 1972 og umræður
gefnar út jafnóðum færði Bragi
sig til og las eftir það prófarkir af
þeim. Alls starfaði Bragi fyrir
skrifstofuna í meira en tvo ára-
tugi. Fyrir hönd skrifstofu Al-
þingis vil ég nú þakka fyrir tryggð
og trúmennsku hans allan þann
tíma.
Kynni okkar Braga hófust und-
ir lok árs 1973 er ég fékk sem
aukastarf með námi lestur á Al-
þingistíðindum, og jafnframt því
lestur á þingskjölum yfir þingtím-
ann. Fór sá lestur fram í ríkis-
prentsmiðjunni Gutenberg og gat
stundum staðið fram á nótt. Bragi
varð án umræðu foringi fimm
manna flokks sem skipti starfinu
á sig eftir skipulagi sem hann
gerði. Stofnaðist upp úr þessu
samstarfi persónuleg vinátta sem
varði meðan Bragi lifði, með sam-
fundum sem seint gleymast. Það
var alltaf tilhlökkunarefni að hitta
Braga.
Bragi var óvenjulega gerður
maður. Hægur í fasi, athugull og
kímnigáfan mikil en sérstök.
Hugurinn var skýr og eftirtekt-
arvert var hve fljótt hann sá aðal-
atriði hvers máls eða það sem
skipti máli og hafði þýðingu. Hlýt-
ur það allt að hafa nýst honum vel
í starfi að sakamálum. Hugurinn
fór hratt yfir og stundum var
hann í viðræðu eins og kominn
langt fram úr, eða út á hliðarspor,
og því gátu athugasemdir hans
eða spurningar oft verið óvæntar
og vakið mikla kátínu.
Svo fór að Bragi gaf út ákæru á
mig, eða skrifstofu Alþingis.
Handbók Alþingis 1984 var prýdd
ljósmyndum eftir þekktan lista-
mann sem þó hafði ekki full iðn-
réttindi. Við töpuðum í undirrétti
en unnum í hæstarétti. Þegar
dómsorð höfðu verið lesin vék
Bragi sér að ljósmyndaranum og
sagðist þurfa að endurnýja pass-
ann sinn, hvort hann gæti ekki
fyrir sanngjarnt verð bjargað sér
um mynd í hann. Þarna var Bragi
lifandi kominn.
Minnisstæður samtíðarmaður
og kær vinur er nú kvaddur. Fyr-
ir góð og gefandi kynni vil ég
þakka og færi fjölskyldu Braga
samúðarkveðjur á sorgarstund.
Helgi Bernodusson
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012
✝ Friðrik EldjárnKristinsson
fæddist á Seyð-
isfirði 13. sept-
ember1935. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands á Akranesi
29. október 2012.
Foreldrar hans
voru Ágústa Gúst-
afsdóttir og Krist-
inn Friðriksson
sem bæði eru látin. Friðrik
Kristinsson var elstur systkina
sinna. Síðan kom Hlín, Hrefna,
Þórarinn, Hjördís, Gústaf og
Guðmundur. Hrefna og Guð-
mundur eru látin. Friðrik var
sjómaður meiri hluta starfsævi
sinnar. Eftirlifandi maki er
Þórný Elísdóttir, fædd 8. júní
1942. Börn þeirra eru. 1) Krist-
inn Eldjárn, fæddur 3.3. 1963.
Maki hans er Þóra Jónína
Björgvinsdóttir og
eiga þau dæturnar
Sylvíu Rún og Elísu
Björgu. Fyrir átti
Kristinn synina
Friðþór Örn og
Bjarka Frey. 2) Elís
Þorgeir fæddur
4.3. 1964. Maki
hans er Auður
Gudjohnsen og
eiga þau börnin
Aðalstein Gudjo-
hnsen og Helenu Guðjohnsen.
Fyrir átti Elís soninn Ara. 3)
Ágústa Hjördís, fædd 27.4.
1966. Maki hennar er Hrafn
Elvar Elíasson. Eiga þau dæt-
urnar Karitas Hrafns, Rut
Hrafns og Sölku Hrafns. Fyrir
átti Elvar börnin Brynhildi og
Elías Frímann.
Útför Friðriks fer fram í
Akraneskirkju í dag, 6. nóv-
ember 2012, kl. 14.
Haustvindur napur næðir,
og nístir mína kinn.
Ég kveð þig, kæri vinur,
kveðju í hinsta sinn.
Ég man brosið bjarta,
og blíðan svipinn þinn.
Það er sárt að sakna,
sorgmæddur hugurinn.
(Sæbjörg María Vilmundsdóttir.)
Elsku Friðrik, með þessu ljóði
sem segir allt sem segja þarf,
langar mig að þakka þér sam-
fylgdina undanfarin 20 ár.
Þín tengdadóttir,
Þóra Jónína Björgvinsdóttir.
Fólk kemur og fer,
líkt og túristar í flugvél.
Áfangastaðir eru ýmist góðir eða
slæmir,
ég vona að þinn sé betri en þessi.
Ég vona og bið að þú sért á betri stað,
betri en til er á þessu jarðríki.
Enginn á það skilið meira en þú,
eftir alla þessa þjáningu.
Þú varst öryggisnetið mitt,
staður öryggis og þæginda.
Þú varst sá besti,
það verður enginn betri en þú.
Ég elska þig.
Elsku afi minn, þín verður sárt
saknað. Mér þótti vænt um þær
stundir sem við áttum saman og
að geta talað við þig um bók-
menntir og margt fleira. Ég trúi
varla ennþá að þú hafir verið
kvaddur í burtu, en áfram mun
minning þín lifa.
Sylvía Rún Kristinsdóttir.
Fallinn er nú frá, ástkær bróðir
minn eftir erfið veikindi.
Ein fyrsta minning mín um
Friðrik var er hann var að koma
austur á Djúpavog með strand-
ferðaskipi af vetrarvertíð í Vest-
mannaeyjum eins og þá tíðkaðist
að Austfirðingar stunduðu.
Ég var 5-6 ára gamall og beið
þess með mikilli óþreyju að þessi
stóri bróðir minn kæmi heim, með
einhverjar gjafir eins og hann var
vanur handa okkur sem heima
vorum. Það dróst fram á nótt að
skipið kæmi en ég neitaði að fara
að sofa og mikil var gleðin hjá
okkur bræðrum er við hittumst
upp úr miðnætti.
Friðrik lauk skipstjórnarnámi í
Neskaupstað, var drýgstan hluta
ævinnar skipstjóri og stýrimaður
á fiskiskipum, og var hann mjög
farsæll í starfi. Ég hef heyrt það
frá mönnum sem voru að byrja að
stunda sjó hve gott hafi verið að
hlíta leiðsögn hans og forsjá er
þeir komu sem viðvaningar á
þennan hættulega starfsvettvang.
Hann hætti sjómennsku um
sextugt og stundaði eftir það ýmis
störf í landi til sjötugs er hann fór
á eftirlaun.
Friðrik var lánsamur í einkalíf-
inu og eitt hans mesta happ var að
kynnast og kvænast eftirlifandi
eiginkonu sinni Þórnýju Elísdótt-
ur fyrir rúmum fimmtíu árum og
tel ég það eitt hans mesta lán í líf-
inu að hafa eignast þann góða lífs-
förunaut.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið, barnabörnin eru orð-
in tíu og eitt langafabarn.
Friðrik var sérstaklega barn-
góður og hændust börn að honum
og tala börnin mín um hvað hann
hafi haft létta lund og hlýjan
faðm.
Er hugurinn reikar til liðinna
samverustunda koma margar
skemmtilegar minningar upp í
hugann um stundir er við Gyða
Maja áttum með þeim hjónum á
heimilum okkar.
Kæri bróðir, við Gyða Maja
kveðjum þig að sinni með sorg-
ardögg á kinn en vitum jafnframt
að við munum hittast aftur þar
sem sjúkir hafa fengið bata og
fegurð ríkir hjá hinum hæsta höf-
uðsmið himins og jarðar.
Fegurst lætur hann ljósin sín
frá lágri sólu streyma,
og byggir oss, þegar birtan dvín,
brú til fegri heima.
(Theodóra Thoroddsen.)
Elsku Þórný, börn og fjölskyld-
ur við Gyða Maja, ásamt börnum
okkar og fjölskyldum þeirra send-
um ykkur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, megi góður Guð
veita ykkur styrk í sorginni.
Minning um góðan bróður og
vin mun lifa í hjarta mínu.
Gústaf Kristinsson.
Friðrik Eldjárn
Kristinsson
um mánuði. Þá var hún glöð og
sátt við allt og alla, þó heilsan
væri farin.
Ásamt foreldrum okkar þökk-
um við systurnar Gunnu langa
samleið og höfðingsskap allan.
Hugur okkar er hjá Nonna,
Kristjáni, Jóni Gunnari, Soffíu og
Rósu Gunnu og þeirra fjölskyld-
um sem nú kveðja góða og
skemmtilega konu.
Helga, Sólveig og Sigrún.
Guðrún frá Fellshlíð er látin
eftir slaka heilsu seinustu árin,
vafalaust hvíldinni fegin.
Mín fyrstu æviár bjuggu for-
eldrar mínir í Fellshlíð ásamt
Guðrúnu og Jóni föðurbróður
mínum. Þótt við flyttum nokkrar
bæjarleiðir voru tengslin alltaf
mikil og góð. Meðal annars var á
fyrrihluta sjöunda áratugarins
sameign á bíl sem var í viku í
senn á hvorum bæ.
Gunna var glaðleg og hlátur-
mild, en samt ákveðin kona sem
sagði sína meiningu oft umbúða-
laust. Alltaf var hún í kjól og vel
tilhöfð. Hún var mikil húsmóðir
sem átti fáa jafningja í köku-
bakstri og hafði gaman af smátil-
standi til að gera dagamun.
Sunnudagskaffið í Fellshlíð var
oft líkara fermingarveislu og í
stórveislum var útilokað að ná að
smakka allar þær sortir sem í
boði voru.
Ég man eftir jarðýtustjóra
sem spurður var hvar hann hefði
fengið bestan viðurgjörning. Og
svarið var að hjá Gunnu í Fells-
hlíð hefði hann fengið svo stórt
ílát með brauði og kökum að þótt
hann hefði borðað sem mest hann
mátti hefði aðeins komið hola í
eitt hornið á nestisboxinu.
Guðrún var frá Akureyri og al-
in þar upp á upphafsárum bíó-
menningarinnar og hafði alltaf
áhuga á góðum kvikmyndum.
Það var henni mikil ánægja þeg-
ar sjónvarpsútsendingar komu
til.
Það er eftirminnilegt að þegar
komið var í Fellshlíð að kvöldi í
skammdeginu á áttunda áratugn-
um sat fjölskyldan inni í stofu og
horfði á sjónvarpið, nema Gunna
sem sat frammi á gangi í sínum
stól og prjónaði, hlustaði á kvöld-
söguna í útvarpinu, og horfði vit-
anlega líka á sjónvarpið í gegn
um dyrnar inn í stofuna, og missti
aldrei af neinu.
Fellshlíðarhjón höfðu unun af
ferðalögum og fóru nokkrar ferð-
ir til útlanda, þegar var frekar
sjaldgæft að bændafólk legði í
slíkar langferðir. Sennilega hefur
Gunna átt frumkvæðið að þeim
ferðum, sem væntanlega hefur
verið auðsótt mál því hún var ein-
staklega heppin með lífsförunaut
sem hlaut þá umsögn hjá Jóni
landpósti að nafni hans í Fellshlíð
væri besti eiginmaður í heimi.
Um þetta efast enginn sem til
þekkir því landpósturinn og fyrr-
verandi mjólkurbílstjóri var all-
vel kunnugur um alla Eyjafjarð-
arsveit.
Þótt þeir sem eru saddir líf-
daga eigi skilið hvíld verða við-
brigðin og söknuður fjölskyld-
unnar mikill. Minningarnar eru
margar og þakklæti fyrir vinskap
í áratugi eru okkur á og frá Hrís-
hóli efst í huga þegar við kveðjum
Guðrúnu. Við sendum Jóni og öll-
um afkomendum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Sigurgeir B. Hreinsson.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
– augun spyrja eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til,
hann vill fá að hjúfra sig að
hennar brjósti sætt og rótt.
Amma er dáin – amma finnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
– lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá.
Amma brosir – amma kyssir
undurblítt á kollinn hans.
breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum.)
Elsku amma. Mamma, pabbi,
Hera og afi munu hjálpa mér að
halda utan um minningar um þig.
Þinn,
Alfreð Snær.
Elsku Steina.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
Steinunn H.
Sigurðardóttir
✝ Steinunn H.Sigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
27. október 1950.
Hún lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut á 62
ára afmælisdegi
sínum hinn 27.
október 2012.
Steinunn var
jarðsungin frá
Fella- og Hóla-
kirkju 5. nóvember 2012.
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem
ég átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs að
minnast
svo margt sem um hug
minn fer,
þó þú sért horfinn úr
heimi
ég hitti þig ekki um
hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Það var yndislegt að fá að
kynnast þér.
Hafdís og Örn.
Steinunn Sigurðardóttir, eða
Steina eins og allir í Leikni þekkja
hana, flýgur nú á vit nýrra æv-
intýra. Á sama tíma og íþrótta-
félagið Leiknir og þeir fjölda-
mörgu sem hún tengdist í félaginu
kveðja góða konu, sitja eftir
margar góðar minningar um
Steinu okkar.
Steina er samofin sögu Leiknis
en Alfreð maðurinn hennar er
sjálft Leiknisljónið og við hlið
hans í gegnum árin hefur Steina
verið sem klettur í starfi og leik.
Steina bjó um árabil í Gyðufell-
inu og með útsýni yfir Leiknis-
völlinn. Þau hjónin voru vön að
vaka yfir svæðinu okkar og nú vit-
um við að Steina er mætt enn og
aftur til að vaka yfir manni sínum,
félaginu og svæðinu okkar.
Það er erfitt að koma að því
orðum, því mikla þakklæti sem
situr eftir í hugum okkar Leikn-
ismanna nú þegar Steina kveður
okkur en um leið ljúft og skylt.
Það eru kjarnakonur eins og hún
sem láta lítið félag með stórt
hjarta rúlla áfram dag frá degi.
Minning Steinu mun lifa og
vaka yfir Leiknisfólki öllu um
ókomna tíð.
Vertu blessuð, Steina okkar.
Arnar Einarsson,
formaður Leiknis.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
GUNNAR PÉTUR SIGURÐSSON
vélstjóri,
lést á heimili sínu Norðurbrún 1 í Reykjavík
fimmtudaginn 25. október.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 7. nóvember kl. 13.00.
Herdís Gunnarsdóttir, Guðmundur Örn Guðjónsson,
Matthías Guðmundsson,
Davíð Guðmundsson,
Markús Guðmundsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN F. JÓHANNESDÓTTIR,
áður til heimilis að Aflagranda 40,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 7. nóvember kl. 15:00.
Jóhannes Jónsson, Guðrún Þórsdóttir,
Ester Jónsdóttir, Einar Vilhjálmsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu
kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda
inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka
og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín undir greinunum.
Minningargreinar