Morgunblaðið - 06.11.2012, Page 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012
AF AIRWAVES
Ingvi Matthías Árnason
ingvimz@gmail.com
Sigur Rós lauk Iceland Airwaves-
hátíðinni í ár í nýju Laugardags-
höllinni þar sem hljómsveitin troð-
fyllti salinn á fyrstu tónleikum sín-
um á Íslandi síðan 2008. Jónsi,
söngvari Sigur Rósar og gítarfiðlu-
leikari, hóf þá opinberlega sólófer-
il sinn og það var ekki fyrr en í ár
að Valtari, nýjasta plata Sigur
Rósar kom út. Gríðarleg eftirvænt-
ing var því greinanleg í salnum.
Hljómsveitin leyfði sér að láta
gesti bíða örlítið en upphaflegt
plan var að upphitunarsveit myndi
leika þar til um klukkan níu, en af
því varð ekki og þegar hljóm-
sveitin steig á svið klukkan átta og
fólk var farið að velta fyrir sér
hvað væri í gangi, þá var hún í
raun á undan áætlun.
Efnisskráin hófst með „Laginu
í gær“ sem kom fyrst út í Hvarf-
safninu, en þaðan undu félagarnir
sér yfir í „Vöku“. Gestir tóku lög-
unum strax vel og virtust flestir
þekkja þau.
Tónlistinni fylgdi ótrúlega
skemmtilegt samspil grafíkur,
myndbanda, reyks og laser-geisla.
Í fyrstu lögunum var tjald fyrir
sviðinu og á það teiknuðu ljós og
sex risastórir myndvarpar andlit
og fígúrur í þrívídd í reykinn, við
andköf áheyrenda. Það var svo í
þriðja laginu að tjaldið féll, Sigur
Rós vatt sér yfir í „Ný Batterí“ og
lýðurinn gjörsamlega missti sig
(og ekki í síðasta sinn á tónleik-
unum). Röð myndbandsverka var
varpað á íhvolfan vegg fyrir aftan
bandið og loks sást almennilega í
strákana á sviðinu, kertalýsta og
skrúðbúna.
„Svefn-g-englar“ voru næstir
og allt í kringum mig var fólk ým-
ist með lokuð augu eða að kyssast,
en þó var ekki hægt að taka augun
af sjónarspilinu og fylgdi hljóm-
sveitin stemningunni eftir með
„Sæglópi“, „Loftárásum“ og frá-
bærlega fallegu blöndunni sem
varð að lagi (sem mér finnst hafa
breyst aftur núna): „Hoppipolla“ +
„Með blóðnasir“.
Sköpunin í endurtekningunni
Eftir þetta sigldu þeir aðeins
yfir í nýrra efni en á efnisskránni
voru lög frá öllum plötum Sigur
Rósar. Slík er hæfni þeirra félaga
við að hægja eða auka við hraða
laganna eftir vild, með því að bæta
við eða taka út takta og laghluta,
að öll lögin voru eins og ný fyrir
mér. Hef þó séð þá spila oftar en
nokkurt annað band. Það er þessi
hæfileiki til að skapa á meðan þeir
endurtaka, sem meðal annars
gerði síðari hluta tónleikanna al-
veg sérstaklega heillandi. Mér
þótti í fyrstu sérstakt að þeir
skyldu einungis taka tvö lög af
Valtari, „Varúð“ og svo „Ekki
múkk“ í uppklappinu. Þeir tóku þá
líka næstsíðast eitt nýtt lag, sem
aldrei hafði verið flutt opinberlega
áður, „Brennisteinn“ heitir það og
er frábær blanda af þessum ein-
staka fallega hljóðheimi sem þeir
einir búa til, með mjög rafmögn-
uðum „electro“ undirtóni. Frábær
orka. Ég get ekki beðið eftir að
heyra meir í þessum dúr.
Þegar litið er til baka sést að
Sigur Rós var þarna að nota efni
frá öllum tímabilum, með gömlum
myndbandsverkum og nýjum, la-
serum, þrívíddarfígúrum, nýjum
töktum, ótrúlegum trommuleik
Orra Páls Dýrasonar og nýjum
orðum sem Jónsi oft söng á glæ-
nýjan máta, og svo auðvitað kerta-
ljósi – til þess að búa til nýtt verk,
þessa tónleika. Af fimm stjörnum
fá þessir tónleikar sex, ein stjarna
er fyrir Kára Sturluson og strák-
ana sem stóðu að sjónarspilinu.
Airwaves endaði á nýrri byrjun
Sköpunarkraftur Sigur Rós á sviði nýju Laugardalshallarinnar á sunnudagskvöldið. „Öll lögin voru eins og ný fyrir mér,“ segir hrifinn rýnir sem hefur oft séð sveitina leika.
Söngvarinn Jónsi hrærir í strengjunum – og bogann tókst honum að brjóta.
» Af fimm stjörnumfá þessir tónleikar
sex …
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Það sem maður man er aðendingu ekki alltaf þaðsama og það sem maðurhefur séð,“ segir í upphafi
skáldsögu breska rithöfundarins
Julians Barnes sem Bjartur gefur
út í bókaflokkn-
um Neon. Í
stuttu máli má
segja að pæl-
ingar um hvik-
ular minningar
gangi eins og
rauður þráður í
gegnum söguna.
Höfundurinn af-
hjúpar hvernig
okkur bældu karlpungunum – og
kannski dömunum líka – hættir
stundum til að afbaka liðna atburði í
huga okkar og túlka eins og okkur
hentar til að byggja upp þolanlega
sjálfsmynd, þannig að við getum lif-
að við veikleika okkar og bresti. Við
eigum það jafnvel til að bæla niður
óþægilegar minningar til að berja í
brestina.
Sagan fjallar um mann sem er
sáttur við fortíð sína allt þar til
hann fær slæmar fréttir af æskuvini
sínum og neyðist til að gera upp við
sjálfan sig og fortíð sína. Sagan er
spennandi aflestrar og mann fýsir
mjög að vita hvað æskuvininum
gekk til. Endirinn er vel undir-
byggður og kemur á óvart.
Frásögnin af hvikulu minning-
unum er meðal annars krydduð
vangaveltum um tímann, lífshlaup
manna, afstæði sannleikans og
hvernig sagan verður til. „Sagan er
fullvissan sem verður til á kross-
götum hvikuls minnis og gloppóttra
heimilda,“ segir til að mynda æsku-
vinurinn. Gamall kennari söguhetj-
unnar bendir á að sagan er ekki að-
eins „lygi sigurvegaranna“, heldur
„líka sjálfsblekking þeirra sem bíða
lægri hlut“.
Julian Barnes er 66 ára að aldri
og einn af virtustu núlifandi rithöf-
undum Bretlands. Hann fékk
Booker-verðlaunin í fyrra fyrir
þessa bók og gat sér þar með öfund
minni spámanna sem skrifa lengri
og ómarkvissari sögur. Þýðing Jóns
Karls Helgasonar er góð og bóka-
flokknum Neon til sóma. Bjartur á
heiður skilinn fyrir að gefa út þessa
áhugaverðu bók.
Bæling karlpunga afhjúpuð
Að endingu
bbbbn
Skáldsaga eftir Julian Barnes í íslenskri
þýðingu Jóns Karls Helgasonar. Bjartur,
2012. 165 blaðsíður, kilja.
BOGI ÞÓR
ARASON
BÆKUR
Málþingið
„Blómstrandi
list“ verður hald-
ið á morgun,
miðvikudag kl.
20-22, í stofu
N-132 í Öskju,
húsi Háskóla Ís-
lands. Fjallað
verður um blóm-
in og listina í
verkum Eggerts Péturssonar. Sýn-
ing á verkum hans stendur nú yfir í
i8 galleríi. Þóra Ellen Þórhalls-
dóttir fjallar um verkin en Andri
Snær Magnason um listamanninn.
Síðan munu Eggert, Þóra Ellen og
Andri Snær sitja fyrir svörum.
Málþing um blóm
og list Eggerts
Eggert Pétursson