Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.11.2012, Qupperneq 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 2012 skránni er „Bohemian Rhapsody“, bítlalagið „Something“ og syrpa af lögum Stevie Wonder. Adele, Mich- ael Jackson og hljómsveitin Chi- cago eiga lög á efnisskránni, auk þess sem þekkt lög úr bíómyndum fá að hljóma. Samkvæmt upplýsingum frá Öss- uri hélt Skólahljómsveit Kópavogs upp á 45 ára afmæli sitt á þessu ári og var því fagnað með afmæl- istónleikum í Eldborg í Hörpu í vor. „Afmælisárið hefur verið anna- samt en fjölbreytt. Meðal annars tók Skólahljómsveitin þátt í Tecto- nics, nútímatónlistarhátíð Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, átti glæsi- Skólahljómsveit Kópavogs stendur í vetur fyrir tónleikaröð er nefnist Þrítónaleikar. Eins og nafnið bend- ir til hyggst hljómsveitin halda þrenna tónleika á starfsárinu og verða þeir fyrstu í Háskólabíói annað kvöld kl. 19:30 undir stjórn Össurar Geirssonar. Aðrir tón- leikar raðarinnar verða í janúar, en þá er um nýárstónleika að ræða og í mars verða tónleikar undir yf- irskriftinni Góuhljómar. Á tónleikunum annað kvöld koma fram þær þrjár lúðrasveitir sem starfræktar eru undir nafni Skólahljómsveitarinnar og flytja fjölbreytta tónlist. Þema tón- leikanna er GGGG, eða „Geggjað Gott og Grúví Gaman“. Skamm- stöfunin GGGG kemur frá krökk- unum í hljómsveitinni og stendur fyrir hvaða fjögur jákvæðu orð sem er, svo fremi þau byrji á bók- stafnum G. Þemað endurspeglast í efnisskránni á þann hátt að lögin eru ýmist óskalög hljóðfæraleik- aranna eða valin af þeim sjálfum úr lagalista hljómsveitarinnar,“ segir m.a. í tilkynningu frá skipuleggj- endum. Meðal þess sem er á efnis- lega fulltrúa í uppfærslu Íslensku Óperunnar á La Bohéme síðasta vor og vann til verðlauna í Nót- unni, uppskeruhátíð tónlistarskóla. Framundan eru síðan fjölmargar spilamennskur á aðventunni fyrir hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir. Í vor heldur síðan elsta sveitin á vit ævintýranna til Þýskalands. Þar mun sveitin koma fram á tón- leikum víðsvegar í nágrenni Frank- furt auk þess að heimsækja tónlist- arskóla og skoða sig um,“ segir Össur. Þess má að lokum geta að að- gangur á tónleikana er ókeypis fyr- ir börn 15 ára og yngri. Brass Stjórnandi tónleikanna lofar fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. Þema tónleikanna er„Geggjað Gott og Grúví Gaman“  Skólahljómsveit Kópavogs leikur í Háskólabíói Mörg galleríanna í Chelsea- hverfinu í New York, sem kalla má miðstöð verslunar með samtíma- myndlist í heiminum, urðu fyrir verulegum flóðaskemmdum þegar stormurinn Sandy gekk yfir borg- ina. Haugar af ruslapokum hafa hlaðist upp á gangstéttum, þar sem gólfefni og innréttingar, og jafnvel skúlptúrar og málverk eru borin út eftir að hafa verið dæmd ónýt. Sumir galleristar segjast hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni. Í The New York Times er greint frá því að nýjar ljósmyndaraðir Ólafs Elíassonar á sýningu í Tanya Bonakdar galleríinu hafi verið fjar- lægðar af veggjum og sé verið að skoða hvort þær hafi skemmst. Katrín Sigurðardóttir, sem verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær- ingnum, er með einkasýningu í Eleven Rivington galleríinu á Lo- wer East Side, og aðspurð segir hún það hafa sloppið, fyrir utan raf- magnsleysi í nokkra daga. Umtalsverðar vatnsskemmdir á listaverkum í galleríum í New York Skemmdir Flest galleríanna í Chelsea eru enn lokuð og mokað út úr þeim. Aðra vikuna í röð er nýjasta James Bond kvikmyndin, Skyfall, sú sem mestum miðasölutekjum skilaði í ís- lenskum kvikmyndahúsum um helgina. Þrjár nýjar myndir rötuðu inn á listann, en þær eru söngvamyndin Pitch Perfect, teiknimyndin Hótel Transylvanía og hrollvekjan House at the End of the Street. Mynd Baltasars Kormáks, Djúpið, er enn ofarlega á lista sjöundu vik- una í röð. Nýjasta kvikmynd Susanne Bier, rómantíska gamanmyndin Den skaldede frisør, hangir enn inni á topp tíu listanum þessa vikuna. Bíólistinn 2. nóvember-4. nóvember 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Skyfall Pitch Perfect Hotel Transylvania Djúpið House At The End Of The Street Tad, the Lost Explorer (Teddi, Týndi Landkönnuðurinn) Hope Springs End Of Watch Taken 2 Love is all you Need (Den skaldede frisør) 1 Ný Ný 2 Ný 4 3 7 5 8 2 1 1 7 1 3 3 4 5 4 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Bíóaðsókn helgarinnar Njósnarinn Bond blífur Menningarlegur Daniel Craig í hlutverki James Bond á listasafni. Víetnamski konseptlistamaðurinn Danh Vo hlýtur virt myndlistarverðlaun sem kennd eru við Hugo Boss en Guggenheim-stofnunin afhendir. Verðlaunin nema um tólf milljónum króna og eru veitt listamanni fyrir mikils- vert framlag til hans til samtímamyndlistar. Verk Vos hafa verið áberandi á stórum söfnum og listakaupstefnum undanfarin ár. Auk verðlaunafjárins felst í verðlununum að sýning verður á verkum hans í Guggenheim-safninu í New York á næsta ári. Vo hlýtur Hugo Boss-verðlaun Danh Vo hefur sýnt víða undanfarið. GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HANSA BLÖNDUNARTÆKI HANSA MIX eldhústæki útdraganlegur barki HANSA PINTO eldhústæki HANSA VANTIS handlaugartæki HANSA POLO eldhústæki HANSA PRIMO handlaugartæki án lyftitappa Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Nýjasta mynd leikstjórans Tim Burton San Francisco chronicle Boston.com Entertainment Weekly BoxOffice.com Frábær mynd sem enginn aðdáendi Tim Burtons ætti að láta fram hjá sér fara 16 Ein besta mynd ársins! - Boxoffice Magazine JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT HAUNAST 16 16 UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ Í KRINGLUNNI -FBL -FRÉTTATÍMINN Entertainment Weekly New York Observer Empire Boxoffice.com L ÁLFABAKKA 16 16 7 L L L 12 VIP 16 16 EGILSHÖLL 12 L 16 16 14 AKUREYRI KRINGLUNNI UPPLIFÐU NÝJA SAMBÍÓIÐ KRINGLUNNI L 12 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 5 - 6 - 7 - 8 - 9 - 10 HOPE SPRINGS KL. 5 HOUSE AT THE END.. KL. 5:40 - 8 - 10:20 SKYFALL KL. 5 - 8 - 11 END OF WATCH KL. 5:40 - 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 LOOPER KL. 10:20 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 8 - 10:20 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 L 14 12 16 KEFLAVÍK HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 11 SKYFALL KL. 8 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 14 1414 MEÐ JENNIFER LAWRENCE ÚR HUNGER GAMES. HÖRKU SPENNUTRYLLIR Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D MEÐ ENSKU TALI/ÍSL TEXTA  -VARIETY  -HOLLYWOOD REPORTER 7 L 14 12 HOUSE AT THE END...KL. 5:50 - 8 - 10:20 HOUSE AT THE END... VIP KL. 5:50 - 8 - 10:20 FRANKENWEENIE ÍSL. TEXT Í3D KL. 6 - 8 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:20 END OF WATCH KL. 8 - 10:20 LOOPER KL. 8 - 10 THE CAMPAIGN KL. 6 LAWLESS KL. 10:20 BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ TILB OÐ ÞRIÐJUDAGS TILBOÐ Í DAG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.