Morgunblaðið - 19.11.2012, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012
www.icewise.is
Málþing
á Rúbín í Öskjuhlíð við hliðina á Keiluhöllinni
mánudaginn 19. nóvember kl. 17.15
Ísland & Evrópa
Kate Hoey, þingkona Verkamannaflokksins í Vauxhall í London:
Hættur Evrópuaðildar – The Dangers of Joining the EU
Hallur Hallsson, formaður Þjóðráðs:
Ísland á ný á evrópsku áhrifasvæði
Jón Kristinn Snæhólm, varaformaður Þjóðráðs:
Ísland og sjávarútvegsstefna ESB
Fundarstjóri: Skafti Harðarson.
Kate Hoey Hallur Hallsson Jón Kristinn
Snæhólm
Skafti Harðarson
Apótekinu á Fáskrúðsfirði hefur
verið lokað. Nú þurfa heimamenn
að sækja lyfin sín á Reyðarfjörð eða
Egilsstaði. Ástæður þess að Lyfja
lokaði útibúi sínu á Fáskrúðsfirði
eru breyttar rekstrarforsendur.
„Opnun Fáskrúðsfjarðarganga hef-
ur stytt vegalengdina í aðra þjón-
ustu og því hefur dregist saman í
rekstri Lyfju á Fáskrúðsfirði.
Læknisþjónusta á Reyðarfirði hef-
ur einnig verið skert en áður var
opið í fimm daga vikunnar en nú er
aðeins opið í þrjá. Umferðin í apó-
tekinu var mjög lítil þá daga sem
læknisþjónusta var ekki fyrir
hendi,“ segir Adda Birna Hjálm-
arsdóttir, lyfsali Lyfju á Egils-
stöðum, en apótekið á Fáskrúðs-
firði heyrði áður undir Lyfju á
Egilsstöðum.
Aðspurð hvaða aðferðafræði
Lyfja vinni eftir við rekstur á apó-
tekum t.d. á Austfjörðum segir
Adda að staðan sé metin hverju
sinni. „Við erum að halda úti útibú-
um á ótrúlega litlum stöðum eins í
Borgarfirði eystri þaðan sem er
mjög langt í næsta apótek. Lyfja
hefur reynt að halda úti útibúum á
landsbyggðinni en með styttri
vegalengdum er ekki hægt að halda
úti rekstri á öllum stöðum,“ segir
Adda. Þess má geta að Lyfja býður
upp á póstsendingu á lyfjum.
Íbúar á Fáskrúðsfirði þurfa nú að
fara á Reyðarfjörð, um 19 km hvora
leið til að komast í næsta apótek.
„Fólk er sáróánægt með þessi tíð-
indi. Hér er alltaf verið að loka ein-
hverju. Það er búið að loka bank-
anum og skerða læknisþjónustu,
menn spyrja sig hvað verður það
næst?“ segir Albert Kemp, íbúi á Fá-
skrúðsfirði, og segir fólk uggandi
um þróun mála.
„Hér minnkar alltaf þjónustan.
En að sumu leyti er þetta fólkinu
sjálfu að kenna því margir héðan
sækja t.d. í verslun á Reyðarfjörð
eða á Egilsstaði. Samkaup er ennþá
með verslun hér en margir eru
farnir að óttast um að hún gæti far-
ið líka,“ segir Albert og bætir því
við að mönnum finnist skrýtið að
ekki geti þrifist þjónusta í svo
stórum kjarna en á Fáskrúðsfirði
búa um 700 manns.
heimirs@mbl.is
Apótekinu á Fáskrúðsfirði
var lokað á föstudaginn
„Fólk er sáróánægt með þessi tíðindi,“ segir íbúi
Morgunblaðið/Albert Kemp
Lokun Guðfinna Stefánsdóttir, starfsmaður Lyfju á Fáskrúðsfirði, í lyfja-
búðinni í vikunni. Fyrir skömmu var einnig útibúi banka lokað í plássinu.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti
ávarp við minningarathöfn um fórnarlömb um-
ferðarslysa sem fór fram við bráðamóttöku
Landspítalans í Fossvogi í gær. Þar voru líka
heiðraðar þær starfsstéttir sem koma að björgun
og aðhlynningu vegna umferðarslysa. Frá árinu
1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar hvatt aðildarríki
til að tileinka þriðja sunnudag nóvembermán-
aðar minningu fórnarlamba umferðarslysa.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Sigurður Helgi Guðmundsson, fyrr-
verandi framkvæmdastjóri hjúkrun-
arheimilisins Eirar, hefur endur-
greitt heimilinu 300 þúsund kr.,
annars vegar vegna gjafabréfs að
verðmæti 200 þúsund kr. og hins
vegar 100 þúsund kr. vegna brúð-
argjafar til Vilhjálms Þ. Vilhjálms-
sonar, fyrrverandi stjórnarfor-
manns Eirar. Í bréfi sínu til stjórnar
og framkvæmdastjóra hjúkrunar-
heimilisins Eirar segir Sigurður að
gjafabréfið hafi verið þakklætisvott-
ur til Jóhannesar Rúnars Jóhann-
essonar hæstaréttarlögmanns vegna
„vinnu við formlegt erindi Eirar til
Reykjavíkurborgar, í tilefni af
samningamálum varðandi byggingu
öryggisíbúða og þjónustu- og menn-
ingarmiðstöðvar í Spönginni. Jó-
hannes sat í framhaldinu með mér
tvo fundi um málið, þar sem erindi
Eirar var rætt við borgarstjóra og
fleiri embættismenn,“ segir í bréf-
inu. Sigurður segist hafa ákveðið að
umbuna Jóhannesi með gjafabréf-
inu. „Sú ákvörðun var og er á mína
ábyrgð,“ segir í bréfinu. Jóhannes er
tengdasonur Sigurðar.
Í bréfinu segir Sigurður að hinn
hluti greiðslunnar, 100 þús. kr.,
varði gjöf sem Vilhjálmur Þ., þáver-
andi stjórnarformaður Eirar, hafi
farið fram á að fá frá Eir í tilefni af
brúðkaupi sínu. Sigurður segist taka
ábyrgð á þeim gerningi einnig og
endurgreiði því gjöfina. Sigurður
gagnrýnir Ríkisendurskoðun sem
hefur fjallað um umrætt gjafabréf
fyrir að kalla ekki eftir hans skýr-
ingum eða sjónarmiðum. Í lok bréfs-
ins hvetur Sigurður stjórn Eirar til
að óska þegar eftir rannsókn á starf-
semi hjúkrunarheimilisins.
Segir ásakanirnar fráleitar
„Í ljósi fjölmiðlaumræðu um brúð-
argjöf til okkar hjóna frá Eir í júní
2008 og með hvaða hætti fyrrver-
andi forstjóri, Sigurður H. Guð-
mundsson, hefur matreitt málið í
fjölmiðlum höfum við ákveðið að
skila þessari brúðargjöf og endur-
greiða andvirði hennar til Eirar. Það
eru fráleitar ásakanir fyrrverandi
forstjóra að ég hafi skipað honum að
gera þetta. Þeir sem til þekkja vita
best að fyrrverandi forstjóri skipaði
en lét aldrei skipa sér,“ segir í yf-
irlýsingu Vilhjálms og eiginkonu
hans frá því í gær vegna staðhæf-
inga Sigurðar um aðdraganda brúð-
kaupsgjafarinnar umdeildu. Í sam-
tali við mbl.is í gær sagðist
Vilhjálmur ekki hafa vitneskju um
aðrar stórgjafir sem hjúkrunar-
heimilið Eir gaf á þessum árum.
Vilhjálmur vill eins og Sigurður að
gerð verði úttekt á starfsemi hjúkr-
unarheimilisins og segir aldrei hafa
staðið á sér né stjórninni að óska eft-
ir slíkri úttekt.
Í samtali við mbl.is í gær sagði
Vilhjálmur að fljótlega eftir að hann
tók við sem framkvæmdastjóri Eir-
ar hafi hann áttað sig á því að hag-
ræðingar væri þörf. Á síðari hluta
ársins í fyrra hafi tekist að skera
niður í rekstri um sem nemur 50
milljónum á ársgrundvelli, bæði fyr-
ir rekstrarsjóð og húsrekstrarsjóð,
þannig hafi rekstur hjúkrunarheim-
ilisins á síðasta árið skilað 2,7 millj-
óna kr. afgangi.
Endurgreiða báðir gjöfina
Sigurður endurgreiðir bæði brúðargjöfina og gjafabréfið Segir Vilhjálm hafa farið fram á brúð-
argjöf „Sú ákvörðun var og er á mína ábyrgð“ Vilhjálmur neitar og segir ásakanirnar fráleitar
Sigurður Helgi
Guðmundsson
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
Börn yngri en 12
ára fá ekki að
fara inn á fæð-
ingardeild,
vökudeild,
Hreiðrið og
meðgöngu- og
sængurkvenna-
deild þessa dag-
ana. Ástæðan er
smithætta. Ráð-
stöfunin tók
gildi í síðustu viku og segir yfir-
ljósmóðir á fæðingardeild erfitt að
segja hvað hún gildi lengi, vana-
lega séu slíkar takmarkanir í gildi
í nokkrar vikur. Takmarkanirnar
eiga ekki við um einstaklingar
eldri en 12 ára. „Þetta er þessi ár-
legi RS-vírus,“ segir Anna Sigríð-
ur Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir
á fæðingardeild Landspítalans.
Aðspurð segir hún vissulega að
börn sé leið yfir því að fá ekki að
hitta nýfædd systkini. En á sama
tíma ríki skilningur hjá foreldrum
vegna þessa.
12 ára og yngri fá
ekki að heimsækja
nýfædd systkini
Spítalar Huga þarf
vel að nýburum.