Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 8

Morgunblaðið - 19.11.2012, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. NÓVEMBER 2012 Samfylkingin hélt tvö prófkjörum helgina og var þátttaka rýr í báðum. Einungis um 2.500 tóku þátt í Reykjavík og um 1.500 í Suð- urkjördæmi.    Fyrrverandi nemií fjármálaráðu- neytinu, Oddný Harðardóttir, sigr- aði fyrrverandi við- skiptaráðherra, Björgvin Sigurðs- son, auðveldlega í prófkjöri Samfylk- ingarinnar í Suður- kjördæmi um helgina. Sigur utanríkis-ráðherra og fyrrverandi for- manns Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar, á formanni vel- ferðarnefndar, Sigríði Ingadóttur, var síður sannfærandi.    Össur fékk lítið, aðeins 39% at-kvæða í fyrsta sæti, en Sigríð- ur fékk enn minna, 36%. Þegar horft er á 1. og 2. sæti saman, sem bæði eru leiðtogasæti í Reykjavík, fékk Össur innan við helming atkvæða, 48%, og Sigríður rúman helming, 53%.    Þetta þýðir með öðrum orðum aðinnan við helmingur samfylk- ingarmanna vill að Össur leiði lista flokksins. Engu að síður verður Öss- ur hafður í oddvitasæti og ýmsir álitsgjafar og fréttamenn sem eru gagnrýnir á sum prófkjör munu ekkert sjá að þessu.    Og Össur sjálfur sér ekkert að þvíað segjast yfir sig ánægður með úrslitin þó að allir sjái hversu veik niðurstaðan í prófkjörum helg- arinnar er fyrir hann sjálfan og Samfylkinguna. Össur Skarphéðinsson Yfir sig ánægður STAKSTEINAR Sigríður I. Ingadóttir Veður víða um heim 18.11., kl. 18.00 Reykjavík -2 léttskýjað Bolungarvík -2 alskýjað Akureyri -1 snjókoma Kirkjubæjarkl. 0 léttskýjað Vestmannaeyjar -1 heiðskírt Nuuk -5 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 3 léttskýjað Ósló 1 léttskýjað Kaupmannahöfn 7 heiðskírt Stokkhólmur 5 alskýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 6 skýjað London 7 heiðskírt París 8 alskýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 7 skúrir Berlín 6 þoka Vín 5 þoka Moskva 0 skýjað Algarve 20 léttskýjað Madríd 16 skýjað Barcelona 17 skýjað Mallorca 17 þrumuveður Róm 16 skýjað Aþena 16 skýjað Winnipeg -8 heiðskírt Montreal 0 skýjað New York 7 heiðskírt Chicago 8 léttskýjað Orlando 20 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:11 16:16 ÍSAFJÖRÐUR 10:38 15:59 SIGLUFJÖRÐUR 10:22 15:41 DJÚPIVOGUR 9:46 15:40 Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu boð- ar til morgunverðarfundar um sam- ræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs á Grand hóteli í fyrramálið, þriðju- daginn 20. nóvember klukkan 8- 10.30. Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjöl- skyldu- og atvinnulífs sem nú starfar í velferðarráðuneytinu. Til fundar- ins er boðið aðilum vinnumarkaðs- ins, starfsmannastjórnum og yfir- mönnum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga svo og öðrum sem koma að starfsmannamálum. Skrán- ing fer fram á www.vel.is/skraning. Samræming fjöl- skyldu- og atvinnulífs Morgunblaðið/RAX Fjölskylda Gaman er að hjóla saman. Samtökin Íslenskt þjóðráð - IceW- ise efna til málþings um Evrópumál á veitingastaðnum Rúbín í Öskju- hlíð í dag, mánudag, kl. 17.15. Sérstakur gestur verður breska þingkonan Kate Hoey, þingmaður Verkamannaflokksins í Vauxhall í Lundúnum. Fyrirlestur Kate nefn- ist: Hættur Evrópuaðildar - The Dangers of Joining the EU. Hallur Hallsson, formaður Þjóðráðs, held- ur fyrirlesturinn: Ísland á ný á evr- ópsku áhrifasvæði og Jón Kristinn Snæhólm, varaformaður, talar um Ísland og sjávarútvegsstefnu ESB. Málþing um Evrópumál í dag Þær voru hver annarri litskrúðugri og girnilegri kökurnar sem voru sendar inn í kökukeppni Disney- klúbbsins. Keppniskökurnar voru til sýnis í Smáralind í Kópavogi um helgina og lögðu margir leið sína á staðinn til að berja þær augum eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Þemað í kökukeppninni var teiknimyndir Disney samsteyp- unnar. Var fólk hvatt til þess að nota ímyndunaraflið, útbúa glæsilegar kökur með einhverjum af sínum uppáhalds Disney-persónum og koma með þær í keppnina. Keppt var í tveimur flokkum, fullorðinna og barna. Það voru Morgunblaðið, Smára- lind, Hagkaup og Einar Farestveit sem stóðu að kökukeppninni ásamt Disney-klúbbnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Disney-kökur Eins og sjá má var hlaðborðið glæsilegt. Fjöldinn allur af kökum barst í keppnina. Flott Þemað í kökukeppninni var teiknimyndir Disney eins og sjá má. Hugfangin Aðeins mátti horfa á kökurnar, ekki mátti smakka þær. Ljúffengar og lit- skrúðugar hnallþórur Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir mótmælafundi í dag, mánu- daginn 19. nóvember, klukkan 17:00 fyrir framan sendiráð Banda- ríkjanna á Laufásvegi. Tilefnið eru grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza ströndinni. Mótmælafundur Ísland-Palestína

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.