Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.11.2012, Qupperneq 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2012 Sænska ríkið hefur áhuga á að selja hlut sinn í flugfélaginu SAS. Fram kemur á vefsíðu Sydsvenskan að fyrirtæki frá Kína og arabalönd- unum hafi haft áhuga á að kaupa í SAS. En kaupin hafi strandað á því að reglur Evrópusambandsins leyfi þeim ekki að fara með ráðandi hlut í flugfélögum og hluthafar SAS hafi ekki viljað fá fleiri minnihlutaeig- endur að borði. Heimildarmaður Sydsvenskan segir að unnið sé að því að fá hluthafa sem ESB geti fellt sig við. SAS glímir við mikinn rekstrar- vanda og hafa stærstu eigendurnir, Svíþjóð (21%), Danmörk (14%) og Noregur (14%), lagt fyrirtækinu til tíu milljarða sænskra króna á tíu árum. Meðal björgunaraðgerða sem nú á að ráðast í eru miklar upp- sagnir, launalækkanir og eignasala. Sænska ríkið hefur viljað selja hlut sinn í SAS í nokkur ár. Peter Norman, fjármálaráðherra landsins, segir að það hafi ekki tekist að selja félagið, en ný viðskiptaáætlun ætti að gera félagið söluvænlegra. SAS stefnir að því að ná sama kostnaði á hvern floginn kílómetra, sem er algengur mælikvarði á rekstur flugfélaga, og keppinautur- inn Norwegian eftir tvö til þrjú ár. Það þýðir að lækka þurfi kostn- aðinn í 54 cent úr 82, segir í frétt Svenska Dagbladet.. AFP Erfiður rekstur Meðal björgunaraðgerða sem nú á að ráðast í til að bjarga SAS eru miklar uppsagnir, launalækkanir og eignasala. Svíar vilja selja í flugfélaginu SAS KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI www.gilbert.is www.gilbert.is JS úrin eru íslensk hönnun og framleiðsla, sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts, þar sem viðskiptavinir geta komið og hitt úrsmiðina sem setja saman úrin þeirra. Nákvæmt auga og áratuga reynsla Gilberts tryggir gæði íslensku úranna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.