Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 14

Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 VIÐTAL Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Lífeyrismál út frá kynjasjónarmiði var viðfangsefni Steinunnar Rögn- valdsdóttur í mastersverkefni í kynja- fræði við Háskóla Íslands. Í því varp- ar hún ljósi á það hvernig staða kvenna á ellilífeyri ber mark áratuga kynjamismununar í íslensku sam- félagi. Hvernig ólaunuð heimilisstörf kvenna, kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður ásamt fleiri þáttum hafa myndað gjá milli líf- eyrisgreiðslna karla og kvenna. Steinunn skoðaði bæði greiðslur úr lífeyrissjóðum og greiðslur úr al- mannatryggingakerfinu til að sjá hver munurinn er á þeirri upphæð sem kynin fá greidda. „Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þær, sem voru kannski pínu fyr- irsjáanlegar, að konur hafa unnið sér inn minni lífeyri hjá lífeyrissjóðum. Ástæðan er minni atvinnuþátttaka á vinnumarkaði hjá konum og þar af leiðandi vinna þær sér inn minni líf- eyri og eru þar af leiðandi stærri not- endur almannatryggingakerfisins, þær reiða sig meira á það,“ segir Steinunn. Þær konur sem eru nú á ellilaunum bjuggu við öðruvísi samfélag á árum áður þegar þær voru á atvinnuþátt- tökualdri og hefur það áhrif á þær greiðslur sem þær fá í dag. „Það var minna um það að konur væru að vinna á fullu úti. Þær voru meira að sinna heimilis- og umönnunarstörfum. Þær tóku minni þátt í launaðri atvinnu og þær fengu gjarnan þá líka lægri laun, þá var viðvarandi mikill launamunur eftir kyni sem hefur sem betur fer dregist talsvert saman.“ Líka vandamál í dag Steinunn segir þetta vera stórt vandamál úr fortíðinni en rannsóknin hafi engu að síður leitt í ljós að þetta sé ekki bara vandamál fortíðar, held- ur líka vandamál nútíðar og þar af leiðandi framtíðar. „Vegna þess að enn í dag er aðeins minni atvinnuþátt- taka kvenna, þær eru að taka sér lengra hlé frá vinnu vegna barns- burðar og umönnunar. Þær eru oftar í hlutastörfum vegna aukinnar fjöl- skylduábyrgðar m.v. maka og svo er bæði óútskýrður kynbundinn launa- munur og munur á launum eftir kvenna- og karlastörfum. Allt þetta leiðir til þess að konur hafa enn í dag minni tekjur en karlar sem leiðir til þess að greiðslur þeirra í lífeyrissjóði eru lægri, þar með taldar greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað.“ Spurð hvaða áhrif þetta muni hafa á kynslóðina sem er núna á vinnu- markaði þegar hún kemst á ellilífeyri svarar Steinunn að þetta viðhaldi kynjabilinu í launum. „Það er gjá á milli tekna karla og kvenna sem viðhelst við þetta. Það mun ekki breytast, jafnvel þó leyst yrði úr óútskýrða launamun- inum strax í dag. Konur sem eru að nálgast ellilífeyri munu ennþá lifa við það hvernig þeim hefur verið mis- munað í gegnum áratugina.“ Konur frekar við fátæktarmörk Þessi munur á launum og vinnu- þátttöku endurspeglast í lífsgæðum á ellilífeyrisaldri, konur eru líklegri en karlar til að vera við fátæktarmörk á efri árum. „Vegna þess að þær fá minna út úr lífeyrissjóðunum reiða þær sig meira á almannatrygg- ingakerfið og eru alltaf í meirihluta þegar það eru sérstakar greiðslur eins og uppbætur á grunnlífeyri fyrir hópa sem eru með mjög litlar tekjur. Við öll erum í rauninni að borga brúsann fyrir þá mismunun sem hef- ur átt sér stað aftur í árin. Við leggj- um öll til almannatryggingakerfisins, þegar aðrir mismuna bitnar það ekki bara á konum heldur bitnar það á okkur öllum. Við borgum.“ Steinunn segir að konur séu yf- irleitt hálfdrættingar á við karlmenn í greiðslum úr lífeyrissjóðum, til dæm- is sé meðallífeyrir kvenna 52% af meðallífeyri karla í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Þetta gerir það að verkum að kon- ur, komnar á elliár, eru að vissu leyti enn háðar körlum sínum varðandi tekjur. „Karlar giftast oft yngri kon- um og karlar falla fyrr frá svo konur þurfa oftar að takast á við það að „fyrirvinnan“ fellur frá. Svo hafa skilnaðir verið að aukast og lífeyr- istekjur koma ekki til skiptingar eins og aðrar eignir við skilnað. Reyndar hefur verið dómsmál á Íslandi þar sem kona sótti hlut í lífeyri maka síns við skilnað á þeim grundvelli að það hefði verið samkomulag þeirra á milli að hann ynni úti og skaffaði tekjur og hún ynni heima, á þeim grundvelli vann hún mál um að fá ákveðna upp- hæð. En það er meira en að segja það fyrir konu sem er að nálgast eftir- launaaldur og að skilja við maka sinn til tuga ára, að sækja slíkt mál uppá von og óvon, því málavextir eru aldrei eins þó þessi dómur geti verið ákveð- ið fordæmi. Ef lífeyrir myndi skiptast á milli eins og aðrar eignir væri eng- inn þröskuldur. Það hefur m.a verið í umræðunni í Noregi hvort lífeyr- istekjur ættu að koma til skiptingar við skilnað.“ Lausn að jafna stöðu kynjanna Ýmsar aðgerðir koma til greina til að reyna að jafna þessa stöðu karla og kvenna varðandi lífeyrisgreiðslur að sögn Steinunnar. „Rannsóknir á lífeyriskerfum almennt gefa til kynna að til þess að tryggja að fólk líði ekki skort þá sé mikilvægast að hafa við- unandi grunnlífeyri og tekjutrygg- ingu. Þó að í grunninn sé um kyn- lausa aðgerð að ræða kæmi það fleiri konum en körlum til góða því þær eru viðkvæmari hópur. Framtíðarmálið er að útrýma kynbundnum launa- muni og jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo eru umönn- unargreiðslur möguleiki, en gallinn við þær, t.d heimagreiðslurnar vegna skorts á leikskólaplássum, er að þær hafa alltaf verið óviðunandi, smán- arlaun, fyrir mikilvæga vinnu.“ Steinunn útskrifaðist með mast- ersgráðu í kynjafræði í vor og segir hún lokaverkefnið hafa vakið þó- nokkra athygli enda rannsóknin sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Hún hefur m.a verið fengin til að kynna niðurstöðurnar í velferð- arráðuneytinu og í fræðasamfélaginu. „Þetta er grunnrannsókn sem bygg- ist á fyrirliggjandi tölfræðilegum gögnum og það eru margar hug- myndir um hvernig hægt er að fara með hana áfram,“ segir Steinunn og útilokar ekki að um doktorsverkefni verði að ræða. Konur fá lægri lífeyrisgreiðslur  Konur fá um helmingi lægri lífeyrisgreiðslur en karlar  Líklegri til að vera við fátæktarmörk á efri árum og reiða sig meira á almannatryggingakerfið  Orsökin er staða kvenna í samfélaginu Morgunblaðið/Kristinn Ellílífeyrismál Steinunn Rögnvaldsdóttir lauk MA-gráðu í kynjafræði vorið 2012 frá Háskóla Íslands. Mast- ersritgerð Steinunnar bar heitið: A haunted society: Old age pensions in Iceland from a gender perspective. Morgunblaðið/Eggert Konur Ólaunuð heimilisstörf, kynbundinn launamunur og kynskiptur vinnumarkaður hafa myndað gjá milli lífeyrisgreiðslna karla og kvenna. GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney heimilisréttabókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.