Morgunblaðið - 01.12.2012, Síða 28
SVIÐSLJÓS
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vest-
urbakkanum í Palestínu á fimmtudag
þegar yfirgnæfandi meirihluti alls-
herjarþings Sameinuðu þjóðanna
samþykkti að Palestína fengi stöðu
áheyrnarríkis. „Þetta var stórkost-
legt og mikilvægt augnablik fyrir
Palestínumenn. Að okkur hefði loks-
ins hlotnast velþóknun Sameinuðu
þjóðanna. Þetta er ekki endastöð
vegferðar okkar en mjög mikilvægt
skref í áttina að frelsi,“ sagði dr. Mu-
stafa Barghouti, hjartalæknir og einn
helsti talsmaður mannréttinda til
handa palestínsku þjóðinni, um at-
kvæðagreiðsluna í gær.
Barghouti var heiðursgestur á 25
ára afmælissamkomu Félagsins Ís-
land-Palestína á fimmtudag, þar sem
því var einnig fagnað að ár væri liðið
frá því að Ísland viðurkenndi sjálf-
stæði og fullveldi Palestínu, fyrst
vestrænna ríkja. Hann hefur ítrekað
talað fyrir því að Palestínumenn beiti
friðsamlegum aðgerðum í stað of-
beldis í baráttu sinni gegn yfirgangi
Ísraelsmanna og gegndi m.a. stöðu
upplýsingaráðherra árið 2007, í þjóð-
stjórn Fatah, Hamas og annarra
hreyfinga.
Barghouti segir úrslit atkvæða-
greiðslunnar m.a. staðfesta stöðu
Vesturbakkans, Gaza og Jerúsalem
sem hernumdra svæða, að þau hafi
ekki umdeilda stöðu, eins og Ísr-
aelsmenn hafi haldið fram. Þá geri
hin nýja staða Palestínu við SÞ Pal-
estínumönnum kleift að fara fram á
að fjórða Genfarsáttmálanum, um
meðferð óbreyttra borgara í stríði,
verði framfylgt og opni á þann mögu-
leika að nefnd SÞ um afnám kyn-
þáttamisréttis taki til umræðu að-
skilnaðarstefnu Ísraela.
„Að auki getum við nú orðið aðilar
að öllum stofnunum SÞ, þar með
töldum Alþjóðastríðsglæpadóm-
stólnum og Alþjóðadómstólnum, sem
að mínu mati myndi gera okkur kleift
að fara fram á þeir sem hafa framið
stríðsglæpi gegn palestínsku þjóðinni
verði dregnir til ábyrgðar,“ segir
Barghouti.
Ísraelar og Bandaríkjamenn settu
sig mjög upp á móti því að Palestínu
yrði veitt áheyrnaraðild en Barghouti
segir úrslit atkvæðagreiðslunnar
sýna hvernig ná megi árangri með
pólitískum aðferðum. Hann segist af-
ar þakklátur íslenskum stjórnvöldum
og íslensku þjóðinni fyrir þeirra þátt,
sem sé síður en svo lítils virði.
„Sú staðreynd að þið eruð fyrsta
vestræna evrópska ríkið sem við-
urkennir Palestínu þýðir að þið getið
tekið að ykkur forystuhlutverk og
rutt veginn fyrir aðra. Og ég er viss
um að afgerandi afstaða Íslands frá
upphafi hafi virkað hvetjandi á mörg
lönd sem sögðu já. Þannig að þið eruð
kannski ekki stærsta ríkið í Evrópu
en þið hafið örugglega stærsta hjart-
að og getið virkilega haft áhrif á al-
þjóðlegum vettvangi. Allt sem til þarf
er hugrekki, ábyrgð og skuldbinding
gagnvart góðum mannlegum gild-
um,“ segir Barghouti.
Árásir frá öllum áttum
Benjamin Netanyahu, forsætisráð-
herra Ísraels, sagði eftir atkvæða-
greiðsluna á fimmtudag að eng-
in ákvörðun Sameinuðu þjóð-
anna gæti rofið 4.000 ára
tengsl ísraelsku þjóð-
arinnar við ísraelska jörð
en Barghouti segir ummæl-
in til marks um afstöðu Ísr-
aelsstjórnar gagnvart miðlun
mála. Sjálfstæðisyfirlýsing
Palestínu nær til 22% af því land-
svæði sem deilt var um í upphafi en
það er helmingi minna svæði en Pal-
estínumönnum var ætlað samkvæmt
samþykkt Allsherjarþings SÞ árið
1947. Barghouti segir stjórnvöld í
Ísrael engan áhuga hafa á friði.
„Það þarf að beita Ísrael þrýstingi
og eina leiðin sem getur virkað við
ríkjandi aðstæður er samblanda af al-
mennum friðsamlegum mótmælum
Palestínumanna og refsiaðgerðum al-
þjóðasamfélagsins,“ segir hann.
Barghouti segir Mahmoud Abbas,
forseta Palestínu, hafa sýnt hugrekki
og vilja til breytinga með því að leita
til Sameinuðu þjóðanna en næsta
skref sé að fá Hamas, Fatah og aðrar
hreyfingar til að vinna saman og
mynda sameinaða forystu. Í Ísrael
þurfi ný stjórnvöld að taka við stjórn-
artaumunum til að koma megi á friði.
Barghouti ferðaðist til Gaza eftir
að Ísraelar hófu árásir á svæðið á
dögunum og segir hann ástandið hafa
verið afar ógnvekjandi. „Ísraelar
gerðu árásir frá sjó, úr lofti og af
landi og stærsta vandamálið, á með-
an á árásunum stendur, er að þú veist
ekki hvort það er nokkur staður
öruggur á Gaza. Þannig að þú hefur
áhyggjur af börnunum þínum, fjöl-
skyldunni þinni og þér sjálfum. Þessi
öryggisskortur vinnur mjög djúp-
stæðan sálrænan skaða og þess
vegna eru einkenni áfallastreiturösk-
unnar mjög tíð á Gaza.“
Ömurlegar aðstæður
Barghouti segir Palestínumenn
fanga í eigin landi. Bændur komist
ekki á ræktarlönd sín án þess að eiga
það á hættu að vera skotnir og fiski-
mönnum hafi verið bannað að sigla
lengra en þrjár mílur frá landi. 90%
af öllu vatni á Gaza sé of mengað til
að vera hæft til drykkjar né annarrar
notkunar, atvinnuleysi meðal há-
skólagenginna ungmenna sé 80% og
innviðir samfélagsins hafi ítrekað
verið eyðilagðir í árásum. Það sé í
raun ótrúlegt að Palestínumenn hafi
komist af við þær aðstæður sem þeim
hafa verið skapaðar.
En þrátt fyrir allt er hann vongóð-
ur um framtíðina. „Við þurfum enn
að erfiða en við munum ná á áfanga-
stað á endanum og það mun ríkja
friður. Og það verður friður sem
byggist á réttlæti, annað hvort í
formi tveggja ríkja lausnar eða eins
ríkis lausnar,“ segir Barghouti. Hann
segir að einn daginn muni Ísraelar
átta sig á því að aðferðafræði þeirra
sé öfugverkandi.
„Ég veit að við erum á réttri leið og
að umheimurinn er farinn að átta sig
á því hver staðan raunverulega er og
að öfga-síonísk stefna Ísraela er ekki
að virka. Fyrir mér er þetta upphafið
að endalokum nýlendustefnu Ísraela.
Og fyrir okkur er þetta upphafið að
því að verða frjáls. Það mun ríkja
friður í framtíðinni, ég er ekki í vafa
um það.“
Eina lausnin fólgin í friðsamlegum
mótmælum og refsiaðgerðum
Kann Íslendingum miklar þakkir Enginn staður öruggur í árásunum „Það mun ríkja friður“
Morgunblaðið/Kristinn
Friður Barghouti hefur líkt stefnu ísraelskra stjórnvalda við kynþáttaaðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku.
28 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
40%
afsláttur
af öllum gleraugum
FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTODIN
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í
New York á mánudag að lögreglu
barst ekki ein einasta tilkynning um
skotárás, hnífstungu né ofbeld-
isglæpi í heilan sólarhring. Slíkt hef-
ur ekki gerst svo lengi sem elstu
menn muna að sögn lögreglunnar.
Það eru þó ekki einu góðu frétt-
irnar fyrir borgarbúa því að allt
stefnir í að morðtíðnin á þessu ári
verði sú lægsta í rúm fimmtíu ár.
Það sem af er ári hafa 366 manns
verið myrtir í borginni en á sama
tíma í fyrra voru þeir 472. Ef fram
fer sem horfir fækkar morðum um
23% á milli ára.
Um átta milljónir manna búa í
New York en að sögn sérfræðinga er
svo lág morðtíðni í svo stórri banda-
Dagur án of-
beldisglæpa
í New York
Morðtíðnin sú
lægsta frá árinu 1960
Alls voru 138 ríki fylgjandi því að
Palestína fengi stöðu áheyrnar-
ríkis við Sameinuðu þjóðirnar í
atkvæðagreiðslu allsherjarþings-
ins á fimmtudag. Fjörutíu og eitt
ríki sat hjá en níu greiddu atkvæði
á móti; Ísrael, Bandaríkin, Kanada,
Tékkland, Marshall-eyjar, Míkró-
nesía, Nauru, Palau og Panama.
„Fyrir nákvæmlega 65 ár-
um í dag samþykkti alls-
herjarþing Sameinuðu
þjóðanna ályktun 181,
sem klauf hið sögulega
land Palestínu í tvennt
og varð að fæðingarvott-
orði ríkisins Ísrael,“ sagði
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínu, í ræðu sinni í New York í fyrra-
kvöld. „Í dag köllum við eftir því að
allsherjarþingið gefi út fæðing-
arvottorð sem staðfesti að ríkið
Palestína sé til í raun.“
Ísraelskir embættismenn mót-
mæltu harðlega og sagði Ron Pro-
sor, sendiherra Ísraela við Samein-
uðu þjóðirnar, að samþykkt
þingsins væri ekki skref í átt til
friðar heldur væri hún skref aftur
á bak. Ban Ki-moon, fram-
kvæmdastjóri SÞ, sagði atkvæða-
greiðsluna undirstrika nauðsyn
þess að koma aftur á raunveruleg-
um sáttaumleitunum.
138 fylgjandi en 9 á móti
ATKVÆÐAGREIÐSLA Á ALLSHERJARÞINGI