Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 31

Morgunblaðið - 01.12.2012, Side 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660 Gjafir sem gleðja Verð kr. 4.900 Verð kr. 5.300 Verð kr. 6.400 Verð kr. 10.500 Verð kr. 7.950 Verð kr. 12.000Verð kr. 6.600 Verð kr. 19.000 Verð kr. 20.500 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa „alvarlegar áhyggjur og efasemdir“ um að setja ný lög um fjölmiðla. Rannsóknar- nefnd um starfshætti og siðferði breskra fjölmiðla lagði til að ný lög yrðu sett og sérstakri eftirlitsnefnd yrði komið á fót. Nefndin skilaði skýrslu á fimmtudag en hún var stofnuð í kjölfar símahlerunar- hneykslisins í landinu. Ekki er eining innan ríkisstjórn- arinnar um framhaldið en Nick Clegg, varaforsætisráðherra og leið- togi Frjálslyndra demókrata, vill fara að ráðleggingum rannsóknar- nefndarinnar. Cameron er hins veg- ar ekki á sama máli. „Við ættum að gjalda varhug við hvers kyns laga- setningu sem gæti hugsanlega dreg- ið úr tjáningar- og fjölmiðlafrelsi,“ segir hann. Stjórmálaflokkarnir funduðu á fimmtudagskvöld eftir að skýrslan kom út og er búist við því að í kjölfar- ið hefjist vinna við nýtt fjölmiðla- frumvarp. Féll á eigin prófi Efasemdir Camerons hafa vakið reiði þeirra sem urðu fyrir barðinu á ófyrirleitnum aðferðum breskra fjöl- miðla. Þannig sakaði Mark Lewis, lögmaður foreldra Milly Dowler, stúlku sem var myrt en News of the World hleraði símann hjá eftir andlát hennar, forsætisráðherrann um svik og minnti hann á að hann hefði lofað því að viðbrögð stjórnvalda myndu þóknast fórnarlömbum símahlerana. „Hann kallaði þetta fórnarlambs- prófið, hann kallaði þetta Dowler- prófið. Svo virðist sem hann hafi fall- ið á eigin prófi,“ segir Lewis. kjartan@mbl.is Cameron sak- aður um svik  Lýsir efasemdum um ný fjölmiðlalög  Frjálslyndir demókratar fylgjandi Símahlerunarmálin » Cameron hefur við fjölda tækifæra lofað fórnarlömbum símhlerana að valda þeim ekki vonbrigðum svo lengi sem rannsóknarnefndin skilaði ekki „rugluðum tillögum“. » Hann hefur hins vegar verið undir þrýstingi frá dagblöð- unum um að styðja ekki ný lög. AFP Viðbrögð Cameron í ræðustól.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.