Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012
Hvaða Spirulina ert þú að taka?
Árangur fer eftir gæðum
Fjölvítamín náttúrunnar
Næringarupptaka úr Lifestream Spírulína er meira og nýtist
betur en úr nokkru öðru fæði.
Fullkomið jafnvægi næringarefnanna gefur einbeitingu,
langvarandi náttúrlega orku og er gott gegn streitu.
Dregur úr ofvirkni, sykurlöngun og sleni.
Styrkir ónæmikerfið, hentar börnum og fullorðnum.
13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur
SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans
Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Fríhöfninni og Hagkaup
Hraust og hress
Árangur strax!
V
o
ttað
100% lífræ
nt
www.celsus.is
Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringaefnin.
Vottað lífrænt
Hanna Birna Kristjánsdóttir sló margar flug-ur í einu höggi, þegar hún tilkynnti að húnmundi ekki bjóða sig fram til formennskuá landsfundi Sjálfstæðisflokksins í vetur. Í
fyrsta lagi sameinaði hún Sjálfstæðisflokkinn að baki
Bjarna Benediktssyni í aðdraganda kosninga. Ólíklegt
er að nokkur annar frambjóðandi komi fram á sjón-
arsviðið sem hefði möguleika á að ná kosningu. Í öðru
lagi tryggði hún sér stöðu varaformanns í stað Ólafar
Nordal hafi hún á annað borð áhuga á þeirri stöðu.
Það yrði mikil samstaða um hana í þeirri kosningu. Í
þriðja lagi styrkti hún mjög stöðu sína sem hugs-
anlegs formanns Sjálfstæðisflokksins í framtíðinni.
Stuðningsmenn Bjarna Benediktssonar munu ekki
gleyma þessari yfirlýsingu hennar og verða líklegri en
ella til að styðja hana í framtíðinni.
En jafnframt hefur hún með
þessari ákvörðun sýnt að hún er bú-
in kostum, sem skipta miklu máli í
oddvitastöðu af því tagi, sem for-
mennska í Sjálfstæðisflokknum er.
Hún hefur með þessari ákvörðun
sýnt að hún er tilbúin að taka af
skarið gagnvart eigin stuðningsmönnum og hefur
burði til að standast þrýsting frá þeim. Enginn vafi er
á því að margir þeirra hafa gert sér vonir um að hún
mundi bjóða sig fram til formanns á ný og hafa því
orðið fyrir vonbrigðum. Forystumaður í stjórnmálum
þarf hins vegar að vera nógu harður af sér til þess að
ganga gegn óskum fylgismanna sinna ef svo ber und-
ir.
Ég verð að viðurkenna að mér finnst ólíklegt að
karlmaður í sömu pólitísku stöðu og Hanna Birna var
komin í eftir prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
um síðustu helgi hefði tekið sambærilega ákvörðun.
Það er ekki umhugsunarefni fyrir Hönnu Birnu eða
aðrar konur í stjórnmálum. Það er umhugsunarefni
fyrir karla.
Það er himinn og haf á milli óeigingjarnrar ákvörð-
unar Hönnu Birnu nú og þeirra átaka í Sjálfstæðis-
flokknum fyrir nokkrum áratugum, sem ég fjalla um á
öðrum vettvangi í bókinni: Sjálfstæðisflokkurinn –
Átök og uppjör, sem kom út fyrir skömmu.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur nú sameinaður til
þingkosninga og í því er mikill styrkur fólginn. En
fleira þarf að gerast en þessi hyggilega ákvörðun
Hönnu Birnu ein.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki gert upp hrunið og
sinn þátt í því með viðunandi hætti. Þetta er sagt,
ekki bara vegna samvizku flokksins sjálfs heldur
vegna hins að aðrir flokkar verða að óbreyttu tregir
til að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í
nýrri ríkisstjórn. Þeir telja sig bera skaða af því.
Hin sameinaða forystusveit Sjálfstæðisflokksins
þarf að breyta þessari stöðu. Hún hefur ráðrúm til
þess. Janúarmánuður er góður mánuður til að ljúka
því verki sem hafið var á landsfundinum 2009 að
þessu leyti. Með því að ræða í botn og fyrir opnum
tjöldum það sem tókst og tókst ekki á löngum valda-
ferli Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun gjörbreytir flokk-
urinn stöðu sinni í kosningabaráttunni og við stjórn-
armyndun eftir kosningar.
Í framhaldi af slíku lokauppgjöri við pólitíska hlið
hrunsins þarf Sjálfstæðisflokkurinn að mynda sér
skýra framtíðarsýn til lengri tíma og leggja fram út-
færðar tillögur um lausn á skuldavanda heimilanna og
aðgerðir til atvinnuaukningar á
næstu mánuðum og misserum.
Hvort tveggja er í uppnámi.
Framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks-
ins til næstu áratuga hlýtur að
byggjast á þremur meginatriðum. Í
fyrsta lagi að Ísland standi utan
Evrópusambandsins. Í öðru lagi að
Ísland verði virkur aðili í uppbyggingu norðurslóða og
í þjónustu við þá uppbyggingu. Í þriðja lagi að end-
urnýja pólitískt samband okkar við Bandaríkin og
styrkja tengsl okkar við Kanada sem og við aðra íbúa
norðurslóða svo sem Grænlendinga, Færeyinga, Sama
og aðra þá, sem deila með okkur því hlutskipti að búa
og starfa á þessum norðlæga hluta hnattarins.
Í þeim aðgerðum, sem eru nær okkur í tíma á Sjálf-
stæðisflokkurinn ekki að halda sig í fjarlægð frá þeim
hluta þjóðarinnar, sem safnaðist saman á Austurvelli
veturinn 2009 heldur gerast málsvari hans. Fundurinn
í Háskólabíói á dögunum sýndi að sú hreyfing er ekki
dauð úr öllum æðum heldur þvert á móti.
Þröngir hópar háskólamenntaðs fólks hafa yfirtekið
flesta stjórnmálaflokka, sem eru af þeim sökum búnir
að missa tengslin við grasrótina. Í því felst tækifæri
fyrir Sjálfstæðisflokkinn til þess að verða aftur sú
þjóðarhreyfing vinnandi fólks til sjávar og sveita, sem
hann var stofnaður til að vera.
Sjálfstæðisflokkurinn á að sækja nýjan kraft og
þrótt til þessa fólks og taka forystu um þær grund-
vallarumbætur á íslenzku samfélagi, sem fólkið á
Austurvelli gerði kröfu til. Þær snerust um aukið lýð-
ræði og gagnsæi. Í því skyni þarf að verða eins konar
lýðræðisbylting innan Sjálfstæðisflokksins sjálfs.
Völdin til fólksins – bæði innan flokks og utan!
Stjórnmálaflokkar þurfa eins og aðrar stofnanir
samfélagsins að endurnýja sig og hrista af sér viðjar
og venjur fyrri tíma. Hanna Birna Kristjánsdóttir hef-
ur með yfirlýsingu sinni skapað frið innan Sjálfstæð-
isflokksins og opnað leiðina til slíkrar endurnýjunar
og að flokkurinn geti einbeitt sér að henni í stað þess
að loga í innbyrðis átökum stafna á milli.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort
Sjálfstæðisflokkurinn þekkir sinn vitjunartíma.
Hyggileg ákvörðun Hönnu Birnu
umhugsunarefni fyrir karla
Sjálfstæðisflokkurinn
á að gerast málsvari
fólksins á Austurvelli.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Það er óheppilegt að vera orðlaus þegar skrifa á um tungu-málið. En nú er svo komið fyrir mér. Ástæðan er sú aðundanfarna daga hef ég sveiflast á milli þess að verabjartsýn á að viðhorf í samfélaginu séu að breytast yfir í
að langa mest til að stimpla mig úr samfélagi við menn og málefni.
Fyrir tveimur árum ákvað ég að skrifa í blaðið. Þá ákvað ég
jafnframt að einbeita mér fyrst og fremst að félagslegu hlutverki
tungumálsins; áhrifum þess og hvernig það varpar ljósi á viðhorf
málnotenda. Í einfeldni minni vonaði ég að skrifin myndu hafa
áhrif og fá fólk til að endurskoða hugmyndir sínar og tungutak.
Núna óttast ég að þeir sem helst hefðu þurft á því að halda lesi
ekki Morgunblaðið eða, það sem verra er, finnist hugmyndir sínar
frábærar. Ég gæti tekið mörg dæmi en ætla ekki að gera því fólki
það til geðs að birta við-
bjóðslegt tungutak þess að
þessu sinni. Lesendur hafa
fengið nóg af þeim sora.
Þann 7. nóvember fyllt-
ist ég bjartsýni þegar ég
las pistil í Fréttablaðinu
eftir Bjart Steingrímsson.
Þar beinir hann orðum sínum fyrst og fremst til ungs fólks og
hvetur það til að „spyrja sig af hverju lítillækkun og kvenfyrirlitn-
ing þyki sjálfsagður húmor, af hverju gerðar séu hærri útlitslegar
kröfur til ungrar konu en karlmanns og af hverju sú hin sama sæt-
ir meiri þrýstingi um að gefa eftir í kynlífi burtséð frá hennar eigin
vilja“.
Þegar fólk gerir athugasemdir við kvenfyrirlitningu er því oft
brigslað um húmorsleysi. Setningar eins og „slakaðu á, þetta er
bara grín“ eða „ertu húmorslaus“ eða „djók“ heyrast þá gjarnan
hjá kvenhöturunum og eiga að réttlæta hatrið. Hvernig heldur þú
að tölvunarfræðingum þætti ef einhverju eins og „tölvunar-
fræðingar eru klámhundar“ væri stöðugt haldið fram? Eða hvað
myndu lögfræðingar segja ef þetta væri línan „lögfræðingar vilja
að konum sé nauðgað, annars myndu þeir ekki verja nauðgara“?
Djók, slakaðu á maður, kanntu ekki að taka gríni!
Við Bjartur deilum þeirri skoðun að of margt ungt fólk þori ekki
eða vilji ekki gagnrýna þær kvenfjandsamlegu hugmyndir sem
flæða yfir samfélagið. Þess vegna fylltist ég líka bjartsýni í síðustu
viku þegar ungt fólk hóf upp raust sína og gagnrýndi upphafningu
manns sem er þekktur fyrir kvenfjandsamlegan „húmor“. Það
unga fólk fékk sannarlega að heyra hversu húmorslaust það væri
og raunar margt annað miklu, miklu verra og fjandsamlegra.
Mig langar að búa í samfélagi sem er laust við kvenfyrirlitningu
og kvenhatur. Og til að svo geti orðið ætla ég ekki að verða orðlaus
eina mínútu. Hvað með þig?
Málið
El
ín
Es
th
er
Er ... er þetta Alfonso frændi?
ERTU AÐ BORÐA FRÆNDA MINN?!?!
Hvað, kanntu ekki
að taka gríni?
Kanntu ekki að taka gríni?
Tungutak
Halldóra Björt Ewen
hew@mh.is
Fyrir skömmu sat ég kvöldverðmeð nokkrum gömlum vinum,
óljúgfróðum og langminnugum.
Einn þeirra hafði haft nokkur kynni
af Tómasi skáldi Guðmundssyni,
sagði margar sögur af honum og
hafði eftir honum viturleg ummæli.
Ein hljóðuðu svo: „Bókum liggur
ekki á.“ Með þessu brýndi Tómas
fyrir viðmælanda sínum, hversu
mikilvægt er að vanda til bóka,
leyfa þeim að þroskast og vaxa í
huga sér, velta fyrir sér efnistökum
og söguþræði, velja verkinu og ein-
stökum köflum þess hæfileg heiti,
hafa (eins og sagt var um höfund
Njálu) síðustu setninguna í huga,
þegar hin fyrsta er sett á blað,
skrifa og endurskrifa, uns stíllinn
er orðinn þróttmikill og blæ-
brigðaríkur og þó tilgerðarlaus, en
ekki hröngl af slitnum orðum og
sljórrar merkingar. Sjálfur hef ég
lært af hverri einustu bók, sem ég
hef sett saman eða ritstýrt.
Þessi kunningi Tómasar skálds
var ungur maður, þegar þeir töluðu
hvað mest saman, og eindreginn
sjálfstæðismaður. Tómas hafði að
vísu sömu stjórnmálaskoðun, en
sagði: „Ungi maður, heimurinn er
ekki í svörtu og hvítu, eins og þú
heldur. Hann er í miklu fleiri litum.
Og mennirnir eru ekki algóðir eða
alvondir. Allir hafa eitthvað til síns
máls.“ Síðan þagnaði hann smá-
stund og læddi síðan út úr sér graf-
alvarlegur: „Nema auðvitað fram-
sóknarmenn.“
Talið barst að deilunum um ævi-
sögu Hannesar Hafsteins eftir
Kristján Albertsson, en hún kom út
í þremur bindum 1961-1964. Óhætt
var að segja, að Reykvíkingar
stæðu á öndinni yfir verkinu, sem
skrifað var af ástríðufullri aðdáun á
Hannesi. Stúdentafélag Reykjavík-
ur hélt fjölmennan fund 22. janúar
1964 um ritið, sérstaklega þó deil-
urnar um uppkastið 1908, og var
annar framsögumaðurinn Sigurður
A. Magnússon, heitur aðdáandi
Hannesar. Í almennum umræðum
sló í brýnu milli Sigurðar og eins
fundarmanna, Sveins Benedikts-
sonar, en faðir hans, Benedikt
Sveinsson, hafði verið einn helsti
andstæðingur Hannesar í upp-
kastsmálinu. Viðmælandi minn í
kvöldverðinum hafði ekki verið á
fundinum, enda þá aðeins sextán
ára. En hann heyrði einn áheyrand-
ann, Pál Líndal, lýsa orðasennu
þeirra Sigurðar og Sveins eft-
irminnilega: „Þar fór grautur í
kringum heitan kött!“ Grauturinn
var Sigurður, sem er með af-
brigðum óskýr í máli, en heiti kött-
urinn Sveinn, sem var á fundinum
hinn reiðasti.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bókum liggur ekki á