Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.12.2012, Qupperneq 39
MESSUR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012 Helgafelli 4. hæð í aðalbyggingu. Söngnemar frá Söngskólanum í Reykjavík, þær Berta Dröfn Ómarsdóttir, Sigrún Björk Sigurðardóttir og Ásta Olgeirsdóttir koma í heimsókn og syngja jólalög, organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Félagar úr kór Áskirkju og sönghópur Hrafnistu leiða safn- aðarsöng. Ritningarlestra lesa Edda Jóhann- esdóttir og Kristín Guðjónsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESKIRKJA | Messa kl. 11. Fyrsti sunnudagur í aðventu. Aðventuljós tendruð. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, org- anisti Steinar Guðmundsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Aðventukvöld kl. 20. Fjölbreytt dag- skrá í tónum og tali. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma kl. 13.30. Lofgjörð og fyrirbænir. Friðrik Schram predikar um efnið: Af hverju læknast ekki fleiri fyrir bæn? Barnastarf á sama tíma. Kaffi á eftir. KÁLFATJARNARKIRKJA | Aðventuguðsþjón- usta kl. 15 (ath. breyttan messutíma). Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens organista. Prestur sr. Kjartan Jóns- son. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Skólakór Kársness syngur, stjórnandi Þórunn Björnsdóttir, sunnudagaskól- inn tekur þátt, sr. Sigurðar Arnarson og Þóra Marteinsdóttir sjá um hann. Jólaball á eftir í safnaðarheimilinu og þangað er von á góðum gestum. Aðventuguðsþjónusta kl. 17 með Gospelkór Kópavogskirkju undir stjórn Matthías- ar V. Baldurssonar. Hljómsveitarstjórn Friðrik Karlsson. Helgihald er með óhefðbundnu sniði. Sr. Sigurður Arnarson flytur hugvekju. Kaffi á eft- ir í safnaðarheimilinu. KVENNAKIRKJAN | Aðventuguðsþjónusta í Háteigskirkju kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir prédikar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng á jóla- lögum við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eftir verður kaffi í safnaðarheimilinu. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Gradualekór Langholtskirkju syng- ur, organisti Jón Stefánsson og prestur Guð- björg Jóhannesdóttir. Kristín og Einar verða með barnastarfið. Kaffi eftir stundina. Aðventukvöld kl. 20. Kór Langholtskirkju syngur, stjórnandi Jón Stefánsson. Kór Kórskólans syngur Lús- íusöng, stjórnandi Þóra Björnsdóttir. Hugvekju flytur sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir, sókn- arprestur í Langholtskirkju. LAUGARNESKIRKJA | Sunnudagaskóli og leikskólamessa kl. 11. Kveikt verður á fyrsta að- ventukertinu áður en haldið er yfir í safn- aðarheimilið þar sem Óðamálafélagið sýnir frumsamið leikrit. Aðventukvöld kl. 20. Sig- urlaugur Ingólfsson form. knattspd. Þróttar flyt- ur ræðu kvöldsins. Kór Laugarneskirkju syngur við stjórn Arngerðar Maríu Ingólfsdóttur og undir- leik Bjarna Jónatanssonar organista. Ferming- arbörn flytja frumsamdar bænir. Heitt súkkulaði í safnaðarheimilinu. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli í Lindakirkju og í Boðaþingi kl. 11. Helgistund kl. 20. Möguleikhúsið sýnir leik- ritið Aðventu sem er gert upp úr samnefndri smásögu Gunnars Gunnarssonar. Fyrir og eftir sýninguna leika Óskar Einarsson og Áslaug Helga Hálfdánardóttir aðventu- og jólasálma í djössuðum stíl. NESKIRKJA | Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Nes- kirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Erni Bárði Jónssyni. Fermd verður Anna Sif Mogensen. Söngur, sögur, brúður og gleði í barnastarfinu. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Sunnudagaskóli kl. 11 fer fram í Ytri- Njarðvíkurkirkju. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Aðventukvöld – End- urkomukvöld Sunnudaginn 2. desember kl. 20. Ræðumaður kvöldsins verður Sveinn Al- freðsson guðfræðingur. Kór Óháða safnaðarins og kór Odda- og Þykkvabæjarkirkju syngja jóla- lög. Einsöngvari á tónleikunum er sópr- ansöngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir. Ferm- ingarbörn munu svo færa okkur ljósið. Eftir stundina í kirkjunni býður safnaðarstjórnin upp á kaffi og smákökur í safnaðarsölum Kirkju- bæjar. Sjá nánar á www.ohadisofnudurinn.is. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Guðsþjónusta kl. 14. Gunnar Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari. SAFNKIRKJAN í Árbæjarsafni | Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna, organisti er Sigrún Stein- grímsdóttir. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í Grensáskirkju. Ræðum. er Hermann Bjarnason. SAUÐÁRKRÓKSKIRJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Guðríður Helga, Fanney Rós og Rögnvaldur. Hátíðarmessa kl. 15. 120 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar, sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Kaffisamsæti í Ljósheimum á eftir í boði Kvenfélags Skarðshrepps. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kveikt verður á spádómakertinu. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Eiríkur Jóhannsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Tómas Guðni Egg- ertsson. Aðventukvöld kl. 20. Barnakór Selja- kirkju, Kór Seljakirkju og Seljur, kór kvenfélags- ins, syngja. Emilía Björg Óskarsdóttir syngur einsöng. Hljómsveit annast undirleik. Jólasaga lesin. Sr. Eiríkur Jóhannsson flytur hugvekju. Unglingar flytja leikþátt. Aðventuljósin tendruð. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Aðventuljósið tendrað. Öðlingarnir leika stórsveitardjass. Sókn- arprestur þjónar ásamt organista. Halldór Unnar Ómarsson leiðir almennan safnaðarsöng. Ferm- ingarbörn lesa lestra. Fimm ára börn fá bók að gjöf. Sýning Katrínar Jónsdóttur opnuð form- lega. Kaffi. Aðventukvöld kl. 20. Sr. Karl Sig- urbjörnsson flytur hugleiðingu. Litlu snillingarnir og Gömlu meistararnir syngja undir stjórn Ingu Bjargar og Friðriks Vignis ásamt Kamm- erkórnum. Kaffi. SIGLUFJARÐARKIRKJA | Kirkjuskóli kl. 11.15-12.45. Síðasti tími fyrir jól. Aðventuhátíð kl. 18-19. Tónlist, söngur og talað orð. Ferming- arbörn vetrarins lesa jólaguðspjallið. Ræðumað- ur Karl Eskil Pálsson ritstjóri. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson og organisti er Jón Bjarnason. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 14. 1. sunnu- dagur í aðventu. Aðventuljósin tendruð. Kirkju- dagur kvenfélagsins. Kvenfélagskonur aðstoða við þjónustu. Innlegg frá sunnudagaskólanum með Sjönu og Jóni Árna. Stund fyrir alla aldurs- hópa. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, organisti Steinar Guðmundsson. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr Friðrik Hjartar prédikar og þjónar ásamt kórfélögum og Jóhanni organista. Einnig leikur Jóhann Björn Ævarsson á horn. Tví- skiptur sunnudagaskóli með tónlist, brúðuleik- húsi og fræðslu. Aðventuhátíð kl. 20. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Friðrik J. Hjartar þjóna. Arthur Farestveit flytur hugleiðingu. Kór Vídal- ínskirkju syngur jólalög og jólasálma undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista. Smákökur og heitt súkkulaði að athöfn lokinni í safn- aðarheimili. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Aðventukvöld kl. 17. Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu, Kór Víðistaðasóknar undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar, Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju undir stjórn Áslaug- ar Bergsteinsdóttur. Ræðumaður er Gylfi Ingv- arsson sóknarnefndarfulltrúi. Kaffisala Systra- félagsins í safnaðarheimilinu á eftir. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Altarisganga. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Stefáns Helga Krist- inssonar. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurð- ardóttir. Veitingar á eftir. ÞORLÁKSKIRKJA | Aðventuhátíð kl. 15.30. Tónlistarveisla. Eldri og yngri barnakórar grunn- skólans, Lúðrasveit Þorlákhafnar, tónar og trix, Kirkjukórinn, Kór Þorlákskirkju. Hjalti Hugason prófessor flytur aðventuhugvekju. Ferming- arbörn lesa. Sunnudagaskóli kl. 11. Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík – Lifið heil www.lyfja.is Jólin eru tími til að gefa. Í Lyfju finnur þú úrval af gjafavöru í pakkana til þeirra sem þér þykir vænt um. Við erum aldrei langt undan. Mundu eftir jólahandbók Lyfju. Kannski er jólagjöfin í Lyfju GEYMDU BLAÐIÐ! • verð frá 37.000,- Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.