Morgunblaðið - 01.12.2012, Síða 47
og veiðimennskan er okkur í blóð
borin, bróðir minn eldri var mikið í
þessu og synir mínir eru einnig
miklir veiðimenn. Við förum saman
á gæsaveiðar og ég hef ekki misst
úr haust í tæp 40 ár. Við höfum átt
ógleymanlegar stundir í bíl-
skúrnum í Kleifaseli þegar við er-
um að reyta og svíða fuglinn og
gera að honum og oft mikið hlegið.
Ég hef einnig gaman af stangveiði
og að njóta kyrrðarinnar við vötn-
in. Ég hef líka farið með Hjálmari
yngri syni mínum að veiða hrein-
dýr, síðast 2010.“
Með fleiri áhugamál en veiðar
Hafsteinn var einn af stofn-
félögum J.C. Árbæjar og sinnti
þar ýmsum félagsstörfum í fimm
ár.
Hann er í Breiðfirðingakórnum
og hefur sungið með honum í tíu
ár. „Ég er alæta á músík og gítar-
inn er oft tekinn upp. Hann er allt-
af með í ferðum og ég skil hann
aldrei við mig.“
Hafsteinn var í hljómsveit frá 12
ára til 18 ára aldurs og spilaði á
böllum í Eyjum. Fyrst hét hljóm-
sveitin Opera og síðan Hounds.
„Við fórum einnig upp á land og
spiluðum á kveðjudansleik Flowers
og Hljóma í Glaumbæ. Þær stofn-
uðu síðan Trúbrot eftir ballið. „Við
spiluðum uppi allt kvöldið og þær
spiluðu niðri til skiptis. Við vorum
15 og 16 ára gamlir og þurfti sér-
leyfi fyrir okkur til að við gætum
spilað. Þetta var mjög gaman fyrir
svona litla Eyjapeyja.“ Í Opera og
Hounds voru með mannabreyt-
ingum Reynir Þorleifsson, Birgir
Þór Baldvinsson, Hafþór Pálma-
son, Magnús Emilsson og Bjart-
mar Guðlaugsson.
Fjölskylda
Hafsteinn kvæntist 26.12. 1972
Steinunni Hjálmarsdóttur, f. 29.4.
1951, móttökuritara. Hún er dóttir
Hjálmars Sigmarssonar, bónda í
Hólkoti í Hofshreppi í Skagafirði,
og Guðrúnar Hjálmarsdóttur, hús-
freyju þar.
Börn Hafsteins og Steinunnar
eru Guðrún Vilhelmína, f. 2.3.1971,
húsfreyja í sambúð með Sigurði
Sigurgeirssyni. Börn hennar eru
Elfar Þór Aðalsteinsson, Kristófer
Axel Aðalsteinsson og Steinunn
Rebekka Aðalsteinsdóttir; Hjálmar
Rúnar, f. 30.6.1974, húsasmíða-
meistari í sambúð með Kristrúnu
Gunnarsdóttur. Börn þeirra eru
Halla Líf og Jökull Mar; Hafsteinn
Elvar, f. 13.9. 1978, verkamaður.
Sambýliskona hans er Þuríður
Elírós Eiríksdóttir. Börn þeirra
eru Sigursteinn Már, Laufey Ósk
og Nadía Nótt. Fósturdóttir Haf-
steins er Þórey Elírós Eyþórs-
dóttir.
Foreldrar Hafsteins eru Ragnar
Axel Helgason, f. 20.2.1918 að
Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd, d.
27. janúar 1995, sjómaður og síðan
lögreglumaður í Vestmannaeyjum,
og kona hans, Vilborg Hákonar-
dóttir, f. að Nýja-Bjargi í Höfnum
1.6.1917, d. 3. apríl 1995, húsfreyja.
Systkini Hafsteins eru Friðrik
Helgi, f. 12.2.1941, Anna Birna, f.
18.9.1948, og Ómar, f. 14.7.1958, d.
22.11.2000, seinast búsettur í Ósló
í Noregi.
Hafsteinn mun njóta dagsins í
faðmi fjölskyldunnar.
Úr frændgarði Hafsteins Ragnarssonar
Hafsteinn
Ragnarsson
Guðrún Ásgrímsdóttir
húsfreyja á Kömbum
Guðmundur Guðmundsson
Bóndi á Kömbum í Stöðvarfirði
Guðrún Vilhelmína Guðmundsd.
húsfreyja
Hákon Kristjánsson
verkamaður í Höfnum og
síðar í Vestmannaeyjum
Vilborg Hákonardóttir
f. Í Nýja-Bjargi í Höfnum
Guðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja
Kristján Jónsson
bóndi í Kirkjuvogi, síðar múrari í Hafnarf.
Margrét Friðriksdóttir Welding
húsfreyja í Hafnarfirði
Pétur Þorláksson
bóndi í Akri í Þingi,
síðar í Hafnarfirði
Friðrika Þorláksína Pétursdóttir
húsfreyja f. Í Hraungerði í Hafnarf.
Helgi Jónsson
múrari og bóndi í Tungu í Rvík.
Ragnar Axel Helgason
sjómaður og lögreglum. í
Vestmannaeyjum
Jón Jónsson
verkamaður í Litlu-
Brekku á Grímsstaðaholti
Þórdís Halldóra Hallgrímsdóttir
húsfreyja
Stefán
Egilsson
Jón
Hallgrímsson
Sigvaldi
Kaldalóns
Guðmundur Kamban
leikskáld
Einn stór Þessi veiddist í Kanada.
ÍSLENDINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 2012
Ásta Bryndís Þorsteinsdóttir alþingismaður fæddist íReykjavík 1. desember 1945.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn
Þorsteinsson, sjómaður og fisksali og
Ásdís Eyjólfsdóttir, skattendurskoð-
andi. Systkini Ástu eru Víglundur og
Hafdís Björg.
Eiginmaður Ástu var Ástráður B.
Hreiðarsson, yfirlæknir. Þau eign-
uðust Arnar, Ásdísi Jennu og Þor-
stein Hreiðar, lækni.
Ásta lauk gagnfræðaprófi frá
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1962
og prófi frá Norfolk High School í
Norfolk, Nebraska, árið 1963. Hún
útskrifaðist sem hjúkrunarfræð-
ingur frá Hjúkrunarskóla Íslands
1968 og stundaði framhaldsnám í
hjúkrunarstjórnun við Nýja hjúkr-
unarskólann 1987 til 1988. Þá nam
hún skurðhjúkrun á Íslandi og í
Danmörku.
Ásta starfaði sem skurðhjúkr-
unarfræðingur á Borgarspítala frá
1968 til 1969. Hún fór til Danmerkur
og starfaði við kvennadeild Aarhus
Kommunehospital, lengst af sem
skurðhjúkrunarfræðingur, frá 1971
til 1980. Eftir heimkomu starfaði hún
sem hjúkrunarfræðingur á Land-
spítalanum frá 1980, þar af við skurð-
deild kvennadeildar 1982 til 1988.
Ásta var hjúkrunarframkvæmda-
stjóri á árunum 1988 til 1997.
Ásta lét til sín taka í málefnum
fatlaðra og var mikil baráttukona
fyrir bættum hag fatlaðs fólks. Hún
var í stjórn Landssamtakanna
Þroskahjálpar frá 1983 til 1995 og
formaður frá 1987 til 1995. Hún
starfaði í ýmsum opinberum nefnd-
um, m.a. við endurskoðun laga um
málefni fatlaðra 1992 og 1996, nefnd
um forgangsröðun í heilbrigð-
ismálum 1997 og nefnd um skipulag
framhaldsmenntunar fatlaðra.
Hún sat um árabil í stjórnum nor-
rænna hagsmunasamtaka fatlaðra,
þ. á m. norrænna samtaka foreldra
fatlaðra og var m.a. varaformaður
NFPU (Norrænu samtökin um mál-
efni þroskaheftra) frá 1991 til 1997.
Ásta var varaformaður Alþýðu-
flokksins frá 1996 og 1. varaþing-
maður flokksins í Reykjavík-
urkjördæmi frá 1995 þar til í janúar
1998 er hún tók fast sæti á Alþingi.
Ásta lést 12. október 1998.
Merkir Íslendingar
Ásta B. Þor-
steinsdóttir
Laugardagur
90 ára
Sigríður Benediktsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
85 ára
Guðmundur Helgason
Margrét S. Jóhannesdóttir
80 ára
Hjalti Sighvatsson
Kristín Magnúsdóttir
Þórhildur Hólm Gunn-
arsdóttir
Örn Norðdal Magnússon
75 ára
Eygló Óskarsdóttir
Guðbjartur Guðmundsson
Halldór Valgeirsson
Sigurður Sigurðsson
Soffía Stefánsdóttir
Þórhallur Guðmundsson
70 ára
Adda Gerður Árnadóttir
Eggert Ólafsson
Einar Gestsson
Eva Gestsdóttir
Hrollaugur Marteinsson
Jón Sverrir Jónsson
Kjartan Friðgeirsson
Lára Hafdís Schell Ósk-
arsdóttir
Oddur Gunnarsson
60 ára
Alba Lucia Alvarez
Anna K Þorsteinsdóttir
Bjarma Didriksen
Bryndís K Sigursteinsdóttir
Elísa Júlía Sigursteinsdóttir
Guðmundur Benjamínsson
Hafsteinn Ragnarsson
Ingveldur Halla Hauksdóttir
Lárus Þórarinn Blöndal
Sigríður Tómasdóttir
Símon Kristjánsson
Þorsteinn Rúnar Eiríksson
Þórunn Ragna Óladóttir
50 ára
Elías Bergmannsson
Ester Ólafsdóttir
Freyr Baldursson
Hafdís Sturlaugsdóttir
Hugrún Gunnarsdóttir
Margrét Óskarsdóttir
Óðinn Vermundsson
Ólafur Þórir Hansen
Snorri Ingvarsson
Snorri Traustason
40 ára
Anna Karlsdóttir
Áróra Bryndís Ásgeirsdóttir
Florin Paun
Helga Kvam
Jóhann Jónsson
Jón Egilsson
Pétur Andersen
Rúna Björk Smáradóttir
Sakib Crnac
Willum Andersen
Þorbjörn Unnar Oddsson
Örn Guðmundsson
30 ára
Alithia Maria Jonsson
Andrei Cosmin Cristea
Arnór Bogason
Birgitta Mjöll Eyþórsdóttir
Björn Kristinn Pálmarsson
Davíð Örvar Hansson
Inga Karen Traustadóttir
María Björg Ágústsdóttir
Ólöf Sigurborg Sigurð-
ardóttir
Piotr Pawel Bryzik
Sigurjón Friðriksson
Unnur Rán Reynisdóttir
Sunnudagur
90 ára
Ingibjörg Bjarnadóttir
Þorbjörg Eiríksdóttir
85 ára
Ásta H. Haraldsdóttir
Guðjón Finnbogason
Haraldur Árnason
Ingvar Eyjólfsson
Kristín H. Kjartansdóttir
Símon Oddgeirsson
Stella Eyjólfsdóttir
Þorbjörg M Þorbergsdóttir
80 ára
Bjarni Sighvatsson
Kristján Andrésson
75 ára
Jóna Guðrún Sveinsdóttir
70 ára
Auður Svala Guðjónsdóttir
Ármann Herbertsson
Guðlaug Ólafsdóttir
Hreinn Sigurjónsson
Olga Ingimundardóttir
60 ára
Daniel Lukas Efraim
O. Jakobsen
Guðmundur Guðmundsson
Guðrún Jónasdóttir
Hafliði Pétur Gíslason
Hallgrímur Eðvarð Árnason
Inga Dóra Jónsdóttir
Ingibjörg Sigvaldadóttir
Kjartan Bragi Kristjánsson
Lára Hrafnsdóttir
Sigurgeir Guðni Þórðarson
50 ára
Bjarni Sigurbjörnsson
Bragi Hlíðar Kristinsson
Graca Maria P.D.P. Gaspar
Gunnar Kr. Jóhannsson
Hlíf Harpa Róbertsdóttir
Ingibjörg Halla Snorradóttir
Íris Hreinsdóttir
Linda Emilía Karlsdóttir
Ragna S Sveinbjörnsdóttir
Valdimar Lárus Júlíusson
Vilborg Soffía Karlsdóttir
Þuríður Ebenesersdóttir
40 ára
Ágúst Vilhjálmsson
Dumitru Ioneti
Hildur Sigrún Kristinsdóttir
Kristinn Sigrúnarson
Rikke Pedersen
Rimas Deltuvas
Rui Manuel Sousa Morais
Valtýr Freyr Helgason
Þóra Björg Róbertsdóttir
Þórarinn Sveinn Arnarson
30 ára
Adane Yirga Behaga
Aðalheiður J. Jóhannsdóttir
Arna Rut Gunnlaugsdóttir
Birna Dröfn Birgisdóttir
Einar Ólafur Einarsson
Ellert Baldursson
Guðrún Hjörleifsdóttir
Helena Hrund Jónsdóttir
Hjördís Gulla Gylfadóttir
Valdór Ásgeirsson
Til hamingju með daginn
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
Verslun, Skútuvogi 11 • www.las.is • 510 8888 • Opið alla virka daga 8:00-18:00
og hurðapumpur
Komum á staðinn og stillum
hurðapumpur gegn vægu gjaldi
Læsingar
Inni/úti Læsingar
▪ húnar
▪ skrár
▪ rósettur
▪ sílindrar
▪ Hurðapumpur
ersl , k t vo i .las.is ið al a virka a a : - :
Við erum flutt í Skútuvog 11