Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 6
VIÐTAL Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Jólin hafa alltaf skipt mig miklu máli og samveran með fjölskyldunni. Það hefur ekkert breyst, en ég er þakk- látur fyrir að vera á lífi og kannski tek ég aðeins þéttar utan um konuna og börnin á þessum jólum,“ segir Ei- ríkur Ingi Jóhannsson. Fyrir ellefu mánuðum fórst togarinn Hallgrímur SI undan ströndum Noregs í aftaka- veðri og fórust þrír skipverjar. Eiríkur Ingi vann einstakt þrek- virki er hann komst í björgunarbún- ing og frá sökkvandi skipinu. Öld- urnar gengu yfir hann og sjór komst inn í flotbúninginn meðfram andlits- opinu. Það var ekki fyrr en tæpum fjórum klukkustundum síðar að hon- um var bjargað úr köldum sjónum um borð í norska björgunarþyrlu. Eiríkur er 36 ára og býr ásamt konu sinni, Bertu Gunnlaugsdóttur, og fjórum börnum þeirra í Árbæjar- hverfinu í Reykjavík. Börnin eru 2, 4, 6 og 12 ára, tvær stelpur og tveir strákar, og því var nóg að gera í jóla- undirbúningnum þegar spjallað var við Eirík. „Yngsti strákurinn er með hlaupabólu, en er sprækur og hleyp- ur um allt. Það er nóg að gera sem betur fer,“ segir Eiríkur. Einstæð lýsing Eftir björgunina var Eiríkur í einn dag á sjúkrahúsi í Noregi, en fljótlega eftir heimkomuna fór hann í Kastljós Sjónvarpsins. Hann lýsti deginum ör- lagaríka á einstæðan hátt og þjóðin fylgdist agndofa með þættinum sem er sá lengsti í sögu Kastljóss. Með Hallgrími SI fórust þeir Magnús Þórarinn Daníelsson, Gísli Garðarsson og Einar G. Gunnarsson. Eiríkur segir að hugurinn leiti oft til ættingja þeirra, sem hafi misst mikið. „Það er örugglega erfitt hjá fólkinu þeirra að njóta ekki samvista við þessa góðu menn lengur og þá sér- staklega yfir hátíðirnar. Við erum örugglega öll að vinna úr þessum at- burðum,“ segir Eiríkur. Ekki auðveldir mánuðir Í samtali við Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Ég er ekki nein hetja, ég var bara að reyna að bjarga mér“ sagðist Eiríkur eiga eftir að brotna. „Ég er búinn að gráta oft og fá tár í augun og allt þetta. Þetta er bara upp og niður en ég er aðallega uppi núna,“ sagði Eiríkur. Mánuðirnir frá slysinu hafa ekki verið auðveldir fyrir Eirík og enn hef- ur hann ekki að öllu leyti unnið úr slysinu hörmulega. Framundan sé enn einn hjallinn því slysið varð 25. janúar og sú dagsetning situr í hon- um. „Það hafa ýmsir bardagar verið í þessu, sem maður gat ekki gert sér grein fyrir áður,“ segir Eiríkur. „Þetta tekur í, en er allt í rétta átt og ég einbeiti mér að því að gera já- kvæða hluti fyrir sjálfan mig. Það þarf samt ekki mikið að koma upp á til að hugurinn leiti til baka og ein- beitingin hverfi. Þegar ég hugsa til þeirra sem eru farnir verður þetta mjög erfitt. Stundum gerist þetta upp úr þurru, stundum er nóg að heyra á tal manna og stundum fer hugurinn á flug við eitthvað í umhverfinu eins og að sjá skip. Þetta gerist fyrirvara- laust, það er eins og eitthvað detti í hausinn á manni og næturnar eru ekki verstar,“ segir Eiríkur. Köfun og körfubolti Hann segist hafa unnið í sínum málum með aðstoð lækna, sjúkra- þjálfara og sálfræðinga og allt stefni í rétta átt. Líkamlega hafi hann slopp- ið ótrúlega vel. Hann skaddaði rófu- bein í slysinu og segist enn finna fyrir óþægindum ef hann sitji lengi, það fari þó eftir setunni. Einnig sé hann enn að jafna sig í hendinni, en allt færist þetta í rétta átt. Eiríkur er tækniköfunarkennari og hefur kafað talsvert síðustu mán- uði og þá einkum í sjónum, í Kleif- arvatni og á Þingvöllum. Hann byrj- aði að æfa körfubolta með b-liði Vals í byrjun janúar í vetur og hélt því áfram í haust með strákunum í Leikni. Það hafi verið talsvert átak eftir átján ára fjarveru frá boltanum. Ennþá er hann ekki farinn að stunda vinnu. Gleðileg jól, allir Eiríkur segir að undirbúningur jólanna hafi verið skemmtilegur á heimilinu og yngsta fólkið hafi vakn- að snemma til að kíkja í skóinn. Framundan sé að halda jól þar sem ástin verði í fyrirrúmi. „Fjölskyldan hefur alltaf verið mér dýrmætust. Ég kunni að meta það sem ég átti áður og það hefur ekkert breyst. Það kemur fyrir þegar ég horfi á börnin mín að ég hugsa hversu litlu munaði að ég hefði ekki séð þau aftur og þau hefðu þurft að alast upp föðurlaus. Það tekur í að hugsa þessa hluti, en við ætlum að halda jól á já- kvæðum nótum. Fyrst ég fæ tækifæri til segi ég bara gleðileg jól, allir. Njótið hvert annars, jól eru tími til að njóta sam- vista með þeim sem okkur þykir vænt um og hugsa til þeirra sem við elsk- um. Hjarta mitt er hjá ykkur, strák- ar, og megi ykkar fólk gleðjast yfir fallegum minningum um ykkur, sem veita hlýhug í hjarta. Takk fyrir hlýhug og virðingu á árinu sem er að líða,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson að lokum. Tekur þéttar um fólkið sitt þessi jólin  „Þetta tekur í, en er allt í rétta átt,“ segir Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem bjargaðist á ótrúlegan hátt úr sjóslysi við Noreg fyrir tæpu ári  Þakklátur fyrir að vera á lífi og undirbýr jól á jákvæðum nótum Morgunblaðið/RAX Fjölskyldan Eiríkur Ingi Jóhannsson og Berta Gunnlaugsdóttir með börnin sín fjögur, en þau eru Selka Sólbjört, tólf ára, Adam Valgeir, sex ára, Vigdís Sól fjögurra ára, og Jónatan Jón, tveggja ára. Eiríkur segir undirbúning jólanna hafa verið skemmtilegan á heimilinu og nóg að gera, sem betur fer. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Í samtali við Morgunblaðið í febr- úar í vetur sagði Sævar Gunnars- son, formaður Sjómanna- sambands Íslands, meðal annars: „Þetta er náttúrlega bara sláandi reynsla. Sem betur fer þurfa fáir að ganga í gegnum þetta. Mér sýnist að pilturinn hafi brugðist rétt við á allan máta og tekið af- skaplega vel á málum við ólýs- anlegar aðstæður.“ Í samtalinu segir Sævar að nokkrum sinnum hafi kalt vatn runnið honum milli skinns og hörunds þegar hann hlustaði á lýsingu Eiríks í Kast- ljósi. Eiríkur Ingi var í sjónum í hátt í fjórar klukkustundir og sagði Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, í sam- tali við Morgunblaðið, að þetta væri líklega lengsti tími sem ís- lenskur sjómaður hefði verið í sjó í björgunarbúningi og það í köld- um sjó og mikilli ölduhæð. Olves Arnes, flugstjóri á ann- arri norsku björgunarþyrlunni sem fór á slysstaðinn þegar Hall- grímur sökk sagði í samtali við Morgunblaðið að Eiríkur Ingi hefði gert allt rétt miðað við að- stæður. „Hann lifði af vegna alls þess sem hann gerði.“ Brást rétt við á allan máta LANGUR TÍMI Í KÖLDUM SJÓNUM OG MIKILLI ÖLDUHÆÐ Björgun Eiríkur Ingi við flotbúninginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA SÉRSMIÐI innréttingar, borðplötur, sprautulökkun info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 „Þær vikur sem endurbætur á orgelinu taka verður maður sem vængstýfður fugl. En ég er strax farinn að hlakka til, því í byrjun mars fáum við enn betra hljóðfæri með alveg nýjum möguleikum,“ segir Björn Steinar Sólbergsson organisti Hallgrímskirkju. Strax eftir nýár, þegar helgihaldi jóla er lokið, mæta org- elsmiðir frá Klais í Þýskalandi í kirkjuna á Skólavörðuholti. Þeir munu taka aðalorgel kirkjunnar ofan, þar með flestar pípur þess sem eru alls 5.277. Þær verða hreinsaðar, auk þess sem einni rödd af 72 í orgelinu verður breytt. Gangvirkið verður yfirfarið og tölvubúnaður endurnýjaður, en miklar framfarir hafa orðið í þeim efnum frá því hljóðfærið var tekið í notkun fyrir réttum tuttugu árum. „Orgelið er í mikilli notkun, því hér eru kennsla, tónleikar og helgihald alla daga. Viðgerðin er nauðsynlegt verkefni sem kostar á bilinu 25 til 30 milljónir kr,“ segir Björn Steinar Sólbergsson. Kostnað segir hann að mestu greiddan úr sjóð- um Hallgrímssafnaðar. Ýmsir hafi þó lagt málinu lið, svo sem kvenfélag kirkjunnar og sömuleiðis listamenn sem fram komu á tónleikaröðinni Alþjóðlegt orgelsumar fyrr á þessu ári. sbs@mbl.is Orgel nýrra möguleika  Hljóðfæri Hallgrímskirkju endurbætt  30 milljónir kr. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Organisti Fáum mun betra hljóðfæri með nýjum möguleikum, segir Björn Steinar Sólbergsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.