Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012
Mig langar til að minnast
Helga frænda míns frá Vals-
hamri með nokkrum orðum.
Efst í huga mér er þakklæti til
hans fyrir þau ár er ég dvaldi
hjá honum í sveitinni á yngri ár-
um, þar átti ég góðar stundir.
Það var alltaf tilhlökkun að
komast í sveitina eftir að skóla
lauk á vorin og þangað fór ég
oftast í öllum mínum fríum.
Helgi var alltaf tilbúinn að leið-
beina unga vinnumanninum við
sveitastörfin.
Margar ferðir fór ég með
honum á fjall bæði að vori og
hausti. Það var alltaf gaman að
vera með honum í þessum ferð-
um, þar naut hann sín vel og
þekkti vel til. Hann var alltaf
tilbúinn að fræða okkur um um-
hverfið og þekkti þar öll örnefni
sem hann var óspar á að segja
okkur hinum.
Sveitin og sveitastörfin voru
hans líf og yndi og var hann
ekki mikið fyrir að víkja frá
þeim störfum. Þó svo að hann
væri orðinn sjúklingur nú hin
seinni ár og nánast bundinn
heima við fylgdist hann vel með
því sem var að gerast í búskapn-
um. Það sá ég best er ég tók
þátt í sauðburði á Valshamri sl.
tvö ár. Eitt sinn kom ábending
frá honum um að kind gæti ekki
borið í brekkunni fyrir utan
fjárhúsin. Þá hafði hann verið að
fylgjast með í kíkinum sínum og
sá þá að eitthvað var að þarna
og var fljótur að láta okkur
Valla vita af því.
Alla tíð var notalegt að koma
Helgi Júlíus
Hálfdánarson
✝ Helgi JúlíusHálfdánarson
fæddist í Valdarás-
seli í Víðidal 19. júlí
1927. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 14. desember
2012.
Úför Helga var
gerð frá Borg-
arneskirkju 22.
desember 2012.
til þeirra Helga og
Sveinu og alltaf
tekið vel á móti
manni. Hann heils-
aði mér alltaf með
orðunum „Sæll
Sæbbi minn“ og
þótti mér alltaf
jafnvænt um að
heyra það. Það var
gælunafn sem hann
gaf mér og notaði
alla tíð. Elsku
frændi, ég kveð þig með þakk-
læti í huga fyrir öll þau góðu
samskipti sem við höfum átt. Ég
vil votta Sveinu, Halla, Valla,
Hafdísi og fjölskyldum þeirra
mína dýpstu samúð á erfiðri
stundu.
Samúðarkveðjur.
Sævar Þ. Þórisson (Sæbbi).
Það mun verið hafa fyrstu ár-
in sem við áttum heima í Borg-
arnesi sem við hittumst fyrsta
sinn, nafnarnir, og upp hófust
okkar kynni og urðu með tím-
anum tengsl sem fjölskyldu-
bönd. Nafni var reyndar þá
drengur í foreldrahúsum sem
það heitir, eða hvort hann hefur
þá verið skráður vinnumaður, en
fljótlega kom í ljós að hann ætl-
aði sér og varð viðtakandi bóndi
á bænum. Það gerðist árið 1957
og sama ár kvæntist hann sinni
ágætu konu Sveinfríði Sigurð-
ardóttur.
Það kom fljótlega í ljós að
Helgi var gott efni í bónda og
þegar ég, sem hef verið kunn-
ugur þar á bæ alla tíð, lít yfir
farin ár fer ekki hjá að ég meti
þá kosti sem hann virtist hafa
umfram aðra sem ég þekkti til,
en ég þykist ekki þekkja mann
sem hefur með farsælli hætti
varið allri sinni ævi sem bóndi.
Um búsafurðir og annað sem
tók til daglegra starfa á þeim
bæ heyrðist aldrei nokkurt orð
né í neinu athugavert og hefði
þó ef svo hefði verið, áreiðan-
lega frést til næstu bæja og því
er ég sannfærður um að þar
hefur allt verið fullkomið.
Eitthvert sinn kemur hann að
máli við mig og þarf rafvirkja.
Þá var ekkert rafmagn komið
um þá sveit og þess ekki von
næstu árin svo bóndinn hafði
lagt inn pöntun fyrir nýrri ljósa-
vél, af bestu og fullkomnustu
gerð sem þá var að fá. Var nú
lagt í að rafvæða bæði bæ og
önnur hús og þetta tók ein-
hverja daga og lýsing um allt
ljómaði.
Ég hafði aldrei séð nafna
koma til Borgarness nema þá á
traktor, en sennilega hefur það
verið um líkt leyti og lagt var
rafmagn í bæinn, að Helgi kem-
ur á splunkunýjum Land-Rover
dísilbíl, ekkert minna en það al-
besta.
Einhverjum árum seinna
kemur hann enn til mín og þarf
þjónustu, þá voru nokkur ár frá
því fyrst var til sjónvarp og nú
hafði nafni keypt sér tæki til
þess brúks og þegar ég kom upp
eftir þá er þetta eitt það stærsta
sem ég hafði séð, heill stór skáp-
ur og innihélt bæði sjónvarp, út-
varpstæki og ég held líka radíó-
grammófón, ekkert minna en
það alflottasta.
Og einhvern tíma urðu ein-
hver eigendaskipti á næsta bæ
við Valshamar þar sem hét Há-
hóll og þar sem þessir bæir báð-
ir voru að nokkru nátengdir, ég
held sama aðkomuleið og lá um
hlað hjá nafna, gerði hann sér
lítið fyrir og keypti bara Háhól
og nytjaði sjálfur og seinna eldri
sonurinn.
Ég var líklega farinn frá
Borgarnesi þegar að Valshamri
kom svo loksins rafmagn frá
samveitu og sömuleiðis missti ég
af því þegar þar var byggt nýtt
íbúðarhús og í það kom ég
fyrsta sinn seinasta sumar og
heilsaði upp á nafna, en ég hafði
þó hitt hann nokkrum sinnum,
einu sinni til dæmis þegar hann
lá hér á Landspítala eftir hjarta-
skurð og einhver sinn oftar.
Þetta eru punktar frá okkar
samskiptum gegnum árin, drep-
ið á örfáa en ég segi frá vegna
þess að mér finnst hann hafa
alla tíð sýnt í verki hvernig á að
vera bóndi.
Helgi Ormsson.
Kveðja frá Ungmenna-
félaginu Breiðabliki
Gunnar Reynir Magnússon
var einn af máttarstólpum
þeirrar kynslóðar á Íslandi sem
nú er að renna sitt skeið. Úr fá-
brotnu uppeldi hóf hann sig á
eigin spýtur til náms og síðar í
fremstu röð fagmanna á sviði
endurskoðunar hérlendis.
Gunnar bjó sér og fjölskyldu
sinni heimili í Kópavogi, lengst
af í stóru og glæsilegu húsi í
Hrauntungu 3. Þar ólu hann og
Sigurlaug kona hans upp sín
börn, fjórar dætur og tvo syni.
Það var einmitt í gegnum
knattspyrnuþátttöku Hákonar
sonar Gunnars sem hann hóf að
venja komur sínar á völlinn hjá
Breiðabliki strax upp úr 1970.
Frá 1979 er Gunnar síðan fasta-
Gunnar Reynir
Magnússon
✝ Gunnar ReynirMagnússon
fæddist 8. nóv-
ember 1925 í Ný-
lendu í Miðnes-
hreppi,
Gullbringusýslu.
Hann lést á Landa-
kotsspítala í
Reykjavík 5. des-
ember 2012.
Útför Gunnars
Reynis fór fram frá
Digraneskirkju í Kópavogi 14.
desember 2012.
gestur á leikjum
meistaraflokks
karla í knatt-
spyrnu, allt fram á
allra síðustu ár er
heilsan leyfði ekki
lengur vallarferðir.
Til þess var ávallt
tekið að Gunnar
mætti ekki síður á
leiki þegar á móti
blési hjá Breiða-
bliki en þegar bet-
ur gekk. Gleði hans var því
ósvikin þegar Breiðablik varð
Bikarmeistari karla árið 2009
og enn meiri þegar liðið varð
Íslandsmeistari árið 2010.
Gunnar sýndi hug sinn gagn-
vart Breiðabliki víðar en ein-
göngu á vellinum. Hann varð
aðili að styrktarmannafélagi
knattspyrnudeildar strax árið
1977, færði deildinni stundum
gjafir, tók virkan þátt í get-
raunastarfi, mætti stundum út
á flugvöll til að taka á móti lið-
inu eftir leiki úti á landi og svo
mætti lengi telja.
Ég fékk tækifæri til strax í
æsku að kynnast Gunnari.
Minnist ég hans sem ígrundaðs
og virðulegs manns með leiftr-
andi kímnigáfu í farteskinu.
Vörumerkin voru að sjálfsögðu
blái Benzinn Y-595 og hatturinn
sem hann bar ávallt á höfðinu.
Það var mér því mikil
ánægja að fá tækifæri til þess
sem formaður Breiðabliks að
sæma Gunnar æðsta heiðurs-
merki félagsins á 85 ára afmæli
hans fyrir tveimur árum. Við þá
litlu athöfn fór ekki framhjá
neinum sem á horfði að sá
gamli var ánægður og stoltur af
viðurkenningunni. Sú viður-
kenning er þó ekki nema örlítill
þakklætisvottur á móti þeim
stuðningi sem Gunnar veitti
Breiðabliki í gegnum tíðina.
Fyrir hönd Breiðabliks sendi
ég Sigurlaugu og öðrum fjöl-
skyldumeðlimum samúðar-
kveðjur.
Formaður Breiðabliks,
Orri Hlöðversson.
Þegar hún mamma mín dó
árið 1980 birtust um hana tvær
minningargreinar í Mogganum.
Önnur var skrifuð af „Systk-
inunum í Hrauntungu 3“, börn-
um Gunnars Reynis, móður-
bróður míns og undir hina var
ritað „Vinur“.
Minningargreinin frá „Vini“
mömmu var hófstillt og falleg
og byrjaði náttúrlega á hefð-
bundnum ættfræðiupplýsingum
um framættir, systkini og börn
hinnar látnu en endar á þessum
orðum: „Við sem höfum átt því
láni að fagna að hafa átt sam-
fylgd með henni í gegnum árin,
finnum best nú að við eigum
henni skuld að gjalda. Sú skuld
verður aldrei greidd á þann veg
sem vert er. Hinsvegar er
minning um hana samofin í þá
mynd sem við gerum okkur um
þá persónu sem rís undir því
heiti að vera góð manneskja –
Kærleikur til annarra, heiðar-
leiki og fórnfýsi.“ Mér fannst
sem unglingi pirrandi og hálf-
truflandi að einhver „vinur“
væri að skrifa um hana mömmu
mína og fljótlega kom í ljós að
sá sem hafði skrifað þessi
minningarorð var Gunnar
Reynir bróðir hennar. Það
hjálpaði mér eiginlega ekkert.
Hvernig gat hann, bróðir henn-
ar sagst vera vinur hennar –
það var fyrir ofan minn skiln-
ing.
Hann Reynir, eins og hann
var kallaður á mínu heimili var
álíka kjarni og kjölfesta í stór-
fjölskyldunni og mamma hafði
verið. Til hans var leitað með
allt sem viðkom fjármálum og
því um líku. Maður sagði ekki
margt þegar maður hímdi hálf-
skelfdur í gestastólnum í skrif-
stofunni á meðan hann riggaði
upp svo sem eins og einni
skattaskýrslu á sjö mínútum og
fann einhverja ótrúlega frá-
drætti til handa nánast vega-
lausri systurdóttur á níunda
áratug síðustu aldar. Ég taldi
mér trú um að eftirprentun
hans af málverki Picasso, Guer-
nica væri á einhvern hátt
stærri, betri, merkilegri en aðr-
ar eftirprentanir. Og svo leyfði
hann sér að kaupa alls konar
stórar og flottar bækur bara
svona til þess að eiga.
Það hefur runnið æ betur
upp fyrir mér eftir því sem árin
líða hvað þau áttu sameiginlegt
systkinin frá Nýlendu og Reyn-
ir náði að fanga svo fallega í
minningarorðunum um mömmu
– það að vera góðar manneskj-
ur – og sannarlega voru þau
Reynir og mamma vinir.
Silla, þú ótrúlega manneskja
og börnin ykkar öll.
Ég á skuld að gjalda. Inni-
legar samúðarkveðjur.
Sólveig Ólafsdóttir.
Ég man fyrst eftir Gunnari
Reyni í einhverju stússi með
pabba, þegar pabbi var að
glíma við skattskýrsluna. End-
urskoðandinn var hæglátur og
ráðagóður. Hann var á öllum
Breiðabliksleikjum. Ég var
barn að aldri fastagestur á Al-
þýðubandalagsfundum – þar
var Gunnar Reynir líka. Hann
var einn úr þeim fjölmenna
hópi hugsjónafólks sem fyrst
byggði nýjan bæ og leiddi hann
um langa hríð. Kópavogur
byggðist sem flóttamannabúðir
undan ofríki Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavíkurborg. Vinstri-
menn áttu lítinn kost á lóðum í
Reykjavík og leituðu því eftir
lóðum og kofum í þeirri sveit
sem Kópavogur var þá. Alþýðu-
flokkarnir tveir í Kópavogi
byggðu á þessari arfleifð frum-
byggjanna og voru burðarásar í
uppbyggingu félagslegrar þjón-
ustu sem var í fremstu röð
meðal sveitarfélaga landsins.
Gunnar Reynir var ásamt
fjölskyldu sinni óaðskiljanlegur
hluti af Alþýðubandalaginu og
síðar Samfylkingunni í Kópa-
vogi. Hann glímdi við mikið
heilsuleysi síðustu ár, en var
allt fram í andlátið framsýnn og
fordómalaus og skildi mikilvægi
þess að flokkurinn væri í stakk
búinn til að mæta nýjum tím-
um. Hann var eindreginn
stuðningsmaður minn og svo
ákveðinn og harðdrægur í
stuðningi að mér þótti stundum
nóg um. Ég man þegar hann
kom á Landsfund 2009 til að
veita mér brautargengi í vara-
formannskjöri og gat varla
gengið. Hann var rúmfastur
síðustu mánuðina, en gerði ráð-
stafanir til að fá tölvubúnað til
að tryggja að hann gæti veitt
mér kærkominn stuðning í
prófkjörinu nú í nóvember.
Slíks mannkostamanns er
ljúft að minnast og þakka fyrir
stuðning og samferð. Ég þakka
fyrir hönd Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi allt hans
góða starf í þágu flokksins og
forvera hans alla tíð og votta
Sigurlaugu og fjölskyldunni
allri mína dýpstu samúð.
Árni Páll Árnason.
Gummi minn, margs er að
minnast þar sem rúmlega fjöru-
tíu ár eru frá okkar fyrstu kynn-
um. Það er ótrúlega erfitt að
þurfa að kveðja þig þegar þú ert
loksins búinn að fá bót meina
þinna eftir hjartaaðgerð og and-
lega hliðin búin að vera góð síð-
an þá. Ég hef stundum hugsað
um það hvernig þú myndir líta
út sem gamall maður, en ég sá
alltaf fyrir mér að þú myndir lifa
mig og að dætur okkar myndu
þá gæta þín.
Dagurinn 22. nóvember síð-
astliðinn rennur mér aldrei úr
minni, á leiðinni upp á spítala
gerði ég mér enga grein fyrir
hversu alvarlega slasaður þú
varst. Þú sýndir nú viðbrögð við
„gömlunni þinni“ þegar við hitt-
um þig fyrst á gjörgæslu en eftir
það gátum við bara vonað að þú
myndir ná fullri meðvitund aft-
ur.
Flest okkar búskaparár
bjuggum við í Þorlákshöfn og
þar ólust dætur okkar upp og
áttu sín uppvaxtarár. Fluttum
svo 1997 til Reykjavíkur í Engja-
selið en þar gat stórfjölskyldan
komið saman og átt notalegar
stundir hjá okkur. Á einum tíma-
punkti bjuggum við t.d. ellefu
saman í heimili þegar eldri dæt-
ur okkar voru á milli íbúða og
mamma þín bjó líka hjá okkur.
Við höfum bæði átt við veikindi
að stríða og einhvern veginn allt-
af náð að styrkja hvort annað í
gegnum þau. Þú hefur verið mín
stoð og stytta og hjálpað mér í
gegnum óteljandi hluti og at-
burði. Ekki þurfti annað en að
spyrja þig hvenær ákveðnir at-
burðir áttu sér stað þá varstu
með dagsetningu og ártal á
hreinu.
Ótrúlegustu setningar ultu
stundum út úr þér, ég man sér-
Guðmundur
Sigurðsson
✝ GuðmundurSigurðsson
fæddist í Reykjavík
hinn 8. janúar 1944.
Hann lést á heila-
og taugaskurð-
lækningadeild
Landspítalans í
Fossvogi 14. des-
ember 2012.
Útför Guð-
mundar fór fram
frá Bústaðakirkju
20. desember 2012.
staklega eftir einu
skipti þegar ég
hafði litað hárið á
mér og dekkt það
talsvert, en við vor-
um í lyftu, þá sagðir
þú: „Hafdís, hárið
þitt er svipað og
Ólafs Ragnars í
Næturvaktinni með
nýja hárlitinn.“
Við fórum oft í
gönguferðir með
vinum þínum og drukkum kaffi í
Kolaportinu, kíktum á Austur-
völl og fleiri ljúfa staði í mið-
borginni. Við hétum hvort öðru
5. júlí 1969 að styðja hvort annað
í blíðu og stríðu og það höfum
við svo sannarlega gert. Auðvit-
að skiptust á skin og skúrir hjá
okkur öll þessi ár, en seinni árin
þegar við höfum notið góðra
stunda í félagsskap barna og
barnabarna okkar, vona ég að
þær verði fjársjóðurinn sem við
skiljum eftir handa þeim. Hugg-
un mín á þessum erfiða tíma er
að foreldrar þínir hafi tekið vel á
móti þér þegar þú varst tekinn
frá mér, dætrum okkar og þeirra
fjölskyldum. Ég mun halda
minningu þinni á lofti, elsku
Gummi minn.
Þín alltaf,
Hafdís.
Pabbi, manstu símtölin okkar
sem voru daglega nema á álags-
tímum í skólanum. Þá bættum
við okkur það upp með því að
taka lengra spjall að þeim lokn-
um. Ég fékk einkunn út úr verk-
efni, eftir slysið, og þá helltist yf-
ir mig mikil sorg því þú hefur
alltaf verið sá fyrsti sem ég
hringi í þegar ég fæ einkunnir.
Samtöl okkar eru mér dýrmæt
og allar staðlotur þar sem ég
kíkti í heimsókn til þín, stundum
með sérbakað vínarbrauð handa
þér og rúnnstykki handa mér.
Í dag hafði ég útsýni yfir
uppáhaldsgöngustaðinn þinn,
hjá sjónum við Sæbrautina. Það
er ótrúlegt að þú eigir ekki eftir
að ganga leiðina þína aftur en þú
gekkst allra þinna ferða og kall-
aðir þetta smá spotta til að taka
strætó. Þú gættir vel að mér í
kringum sykursýkina og ég hef
ekki alltaf hlustað en með hækk-
andi aldri og auknum þroska
hefur heyrnin lagast, þar sem ég
reyni að hlýða þér, elsku pabbi.
Reynsla mín af þínum geðræna
sjúkdómi hefur líka verið dýr-
mæt og hún er hluti af því að
þroska mig umfram aldur minn.
Að hugsa sér að einungis er ár
liðið frá hjáveituaðgerð þinni
þegar þetta áfall dynur yfir 22.
nóvember síðastliðinn.
Þú varst svo duglegur eftir
aðgerðina og þú varst farinn að
trítla með mér eftir göngunum á
hjartadeildinni þremur dögum
eftir aðgerð. Þú varst í einu orði
sagt ótrúlegur! Eftir slysið kom-
um við inn á gjörgæslu og þú
sýndir lítil viðbrögð þegar hjúkr-
unarfræðingarnir töluðu við þig,
en þegar mamma, sem liggur
frekar hátt rómur, sagði:
„Gummi minn!“ þá leistu til okk-
ar og svaraðir já og nei við
spurningum þó það væri örlítið
drafandi. Svo fjaraði athyglin út
og það kvöld þurfti að tengja þig
við öndunarvél, eftir það náðum
við ekki sambandi við þig svo
hægt væri að greina skýr við-
brögð. Þú opnaðir þó augun og
þú áttir þér einskis ills von þeg-
ar ég, miðlungurinn þinn, hélt
uppi einræðusamtölum eins og
þú værir þátttakandi. Þetta var
mín leið til að sigra sorgina þeg-
ar ég þurfti að horfast í augu við
að sjá þig svona mikið slasaðan.
Þórey Katla fékk góðan tíma
með þér og fékk að tromma á
potta og leika hjá ykkur mömmu
þegar hún var lítil og hún talar
mikið um allt sem afi gerði fyrir
hana. Stefán Ingi mætti oft með
þungan bókabunka, fleygði á sóf-
ann og sagði: „Afi, koddu að
lesa.“ Eftir slysið fjölgaði kvöld-
bænunum hans úr 2 í 8 á hverju
kvöldi og alltaf er beðið fyrir afa
Gumma í lokin og við ræðum um
að nú ætli guð að gæta þín. Ég
er svo glöð að nestisferðin, sem
við fjölskyldan fórum í janúar,
situr honum í minni en við kom-
um strax á eftir til þín þar sem
þú dvaldir á Reykjalundi eftir
aðgerðina. Þú sagðist vera á lúx-
ushóteli og starfsfólkið væri frá-
bært. Síðastliðið ár varstu hress-
ari að öllu leyti og ég held að
allir sem þig þekktu hafi verið
því sammála. Þú hafðir alla tíð
verið í fantaformi og Anna
hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu
ætlaði að fá uppgefið hvaða
hrukkukrem þú notaðir. Þú
hugsaðir um okkur á undan
sjálfum þér og spurðir alltaf
hvernig gengi hjá barnabörnun-
um og sagðir svo: „Kysstu þau
frá mér.“ Ég sakna þess að tala
við þig og heyra röddina þína.
Þín
Halldóra Björk.