Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012
Er jólin ganga senn í garð,
við gleðjumst yfir því sem varð,
á helgri hátíð nú.
Á jólum fæddur Jesús var
á jörðu er fagnað allstaðar,
og þessu fagnar þú.
Við ljóssins hátíð höldum hér,
þar heilög birta skín við mér,
og englar syngja söng.
Úr fjárhúsinu birtu ber,
á barnið sem að nýfætt er
nú er ei nóttin löng.
Á andartaki allt varð bjart,
er flýði næturhúmið svart,
því geisla sló á grund.
Í fjárhúskofa friður var
með fjárhirðum sem komu þar
og staldra við um stund.
Hver atburðurinn annan rak.
hvert afdrifaríkt andartak,
var allt af Guði gert.
Þá hæst bar fæðing frelsarans;
er fæddist Guð í líking manns.
Og það varð opinbert.
En englakórinn söng af sál,
sjálf dýrin fengu mannamál,
svo helg er hátíð sú.
Og fjárhirðarnir fögnuð þann,
fluttu inn í sérhvert rann.
Því Guð nú gaf þeim trú.
Því frelsarinn nú fæddur var,
er fróða menn að garði bar,
í jötu Jesús lá.
Og fögnuði þeir fylltust þar,
þeir fengið höfðu bænasvar.
Þar frumburð fengu að sjá.
En fæðing Drottins blessun bar,
boðin lýð til fagnaðar,
sem barst um heiminn brátt:
Drottinn, er fæddur í Davíðs borg!
Dýrð sé Guði um stræti og torg!
Fögnum í friði og sátt.
Heilög jólin gaf þér Guð,
er gæska hans var fullkomnuð.
Hann gaf oss sáttargjörð.
Enn vill hann gefa þér gleðileg jól,
Guð er við syngjum Heims um ból,
Því helg er hátíð á jörð.
Á helgri hátíð nú
Sigurður Rúnar
Ragnarsson
Höfundur er sóknarprestur
í Norðfjarðarprestakalli.
Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415
www.tonabudin.is
Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340
www.hljodfaerahusid.is
Yamaha píanó og flyglar
með og án “silent” búnaðar.
Áratuga góð reynsla gerir
Yamaha að augljósum kosti
þegar vanda skal valið.
Veldu gæði,
veldu
Óskum viðskiptavinum
okkar og landsmönnum
öllum gleðilegra jóla
Starfsfólk Eignamiðlunar
S í ð u m ú l a 2 1 · S . 5 8 8 9 0 9 0 · w w w . e i g n a m i d l u n . i s
Óskum
vinskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári.
Þökkum viðskiptin á árinu.
Jólakveðja,
starfsfólk Höfða fasteignasölu.
Nú hefur Norður-Kóreumönnum
loks tekist að skjóta eldflaug með
gervitungli á sporbraut umhverfis
jörðu. Þetta eru váleg tíðindi fyrir
friðinn í heim-
inum, vegna þess
að það sýnir að
fátæk þjóð getur
bæði komið sér
upp kjarnorku-
sprengjum og
burðartækni til
að koma þeim á
áfangastað hvar
sem er í heim-
inum. En þá er
ekki loku skotið
fyrir það að mörg önnur ríki fari að
fordæmi hennar; með þeim afleið-
ingum að aðeins sé tímaspursmál
hvenær kjarnorkuvopn verði svo út-
breidd, að ómögulegt verði að forða
heiminum frá margfalt meiri stríðs-
eyðileggingu en áður hefur þekkst.
Enn sem komið er má þó telja
kjarnorkuveldin á fingrum beggja
handa; en það eru Bandaríkin, Rúss-
land, Frakkland, Bretland, Kína,
Indland, Pakistan, Norður-Kórea og
Ísrael.
Miklu skiptir fyrir trú á heims-
friðinn að handhafar kjarnorku-
vopnanna séu ríki sem hafa langa og
trúverðuga sögu stöðugleika að baki.
Þetta á við um Bandaríkin, Bretland
og Frakkland, en ekki um Rússland,
Kína, Indland, Pakistan, Norður-
Kóreu og Ísrael.
Alvarlegast er þó fyrir okkur Ís-
lendinga að helsta óstöðuga kjarn-
orkuveldið er við bakgarðinn hjá
okkur; nefnilega Rússland. En það
land hefur áður beint kjarnorku-
flaugum sínum að Íslandi og ef lík-
legt er að heimurinn lendi í kjarn-
orkustyrjöld á næstu áratugum er
sennilegast að Ísland verði fyrir
hvað mestum skaða frá því ríki.
Raunar má segja að svo líklegt sé
að gereyðingarmáttur kjarnorku-
styrjalda hitti Íslendinga fyrir á
næstu áratugum að barnalegt sé að
láta eins og sú framtíð snúist einkum
um hagvaxtarörvun, umhverfis-
vernd eða Evrópusambandsaðild; ef
ætla megi að eftir hálfa öld búi hér í
besta lagi fámenn, sjúk og fátæk
þjóð, í kjölfar eitrunar kjarnorku-
stríðs; og skiptir þá víst litlu máli
hvort hún tali ennþá íslensku og
verði sjálfstæð íslensk bókaþjóð.
Líkt og í kalda stríðinu munu
flestir okkar vilja humma þessa
ógeðfelldu framtíðarsýn fram af sér.
En reynslan kennir okkur þó að ekk-
ert fæst að gert ef við fljótum sof-
andi að feigðarósi: Ef við fáum eitt-
hvað að gert verður það líklegast í
skjóli Bandaríkjanna og Nató og
Evrópusambandsins.
Og við þurfum strax að byrja á því
að fylgjast með þróuninni í kjarn-
orkuvígbúnaðarmálum aftur.
Ég vil enda þessi inngangsorð
með því að birta brot úr ljóði eftir
mig í Stúdentablaðinu 1984. Það
heitir Sálmur fyrir árið 2084 og er
lýsing á kjarnorkuárás. Það var svo
endurbirt í ljóðabókinni minni Tró-
meti og fíóli, frá 1992. En þar segir
meðal annars:
Elstu menn mundu ekki / annað
eins tíðarfar; / máttu ekki um frjálst
höfuð strjúka / fyrir fljúgandi hús-
gögnum, / mjólkurkúm og blikk-
beljum, / konum og dætrum náung-
ans.
Og ljósið brenndi burt kynþætt-
ina, / gerði vopnin að fornleifum / en
mennina að hráefnum. / Og Guði
fannst það harla gott / og lét nýjan
snjó falla / með nýjum fyrirmælum.
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og menningar-
mannfræðingur.
Geimskot N-Kóreu og kjarnorkuváin
Frá Tryggva Líndal
Tryggvi
V. Líndal
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/