Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012
Elsku amma, nú eru að koma
jól.
Nú á aðventunni hef ég hugsað
svo mikið til þín, elsku amma mín.
Hugurinn fór aftur í tímann þegar
við undirbjuggum jólin saman.
Nú er ég að fara að gera laufa-
brauð í vikunni og minnti það mig
á þau mörgu skipti sem við gerð-
um laufabrauð í sveitinni hjá þér.
Í dag kaupum við alltaf tilbúnar
kökur og skerum þær út en í
sveitinni hjá þér hnoðaðir þú allt-
af deigið og flattir út með köku-
kefli og skarst út kökur, svo borð-
uðum við afskurðinn eins og
snakk. Man ég hvað laufabrauðs-
járnið var mikil gersemi og með-
höndlaði maður það með mikilli
virðingu og passaði sig sérstak-
lega á því að leggja það ekki á bit-
ið. Þó svo við höfum ekki undirbú-
ið jólin saman mjög lengi, eða
Bjarney Guðrún
Jónsdóttir
✝ Bjarney Guð-rún Jónsdóttir
fæddist á Folafæti í
Ísafjarðarsýslu 14.
júlí 1921. Hún lést á
Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 9. apríl
2012.
Útför Bjarneyjar
fór fram frá
Kirkjubæjarkirkju
í Hróarstungu 14.
apríl 2012.
ekkert eftir að þú
veiktist, þá er minn-
ingin alltaf ofarlega í
huga mér þegar líða
fer að jólum. Þú
varst fyrirmyndin
mín og reyni ég nú
að standa mig eins
vel sem húsmóðir og
þú gerðir. Það sem
ég sakna sérstak-
lega úr fortíðinni eru
jólaboðin hjá þér á
jóladag sem voru alltaf glæsileg
og er þá ansi minnisstætt þegar
mamma missti vatnið í miðju jóla-
boði þegar hún var ólétt að systur
minni sem fæddist svo þriðja í jól-
um. Einnig finn ég enn ilminn af
heitu súkkulaðinu sem þú bauðst
upp á í fallegri postulínskönnu,
skreyttri blómum.
Þegar amma varð engill á himnunum há
var heimilið dapurt og tómlegt að sjá.
En óskanna stjarna á aðfangadag
mér ömmu þá sendi með himneskum
brag.
(Friðrik Erlingsson)
Ég ætla að njóta aðventunnar
með ljúfum minningum um þig,
elsku amma mín, og ég veit þú
verður hjá mér um jólin. Sjáumst
síðar.
Þín
Berglind.
Sterka hetjan mín er farin.
Þegar ég hugsa til mömmu sé ég
hlýju og bjarta brosið hennar. Mér
þótti alltaf svo gott að tala við hana
um alla mögulega og ómögulega
hluti sem krakki, unglingur og
núna sem mamma. Faðmur henn-
ar var svo hlýr og svo gott að fá
faðmlögin hennar enda var það
óspart gert.
Mamma sýndi lífi okkar systra
og barnabarna svo mikinn áhuga.
Eins og að mæta á fótbolta- og
handboltaleiki þegar ég var krakki
þegar það tíðkaðist ekki almennt
og einnig var hún mætt á alla tón-
leika í tónlistarskólanum og
mamma skutlaði mér hingað og
þangað svo stelpan sín gæti nú ver-
ið í þessu öllu saman. Hún var líka
alltaf með allt á hreinu um allar
vinkonurnar og vinina því hún
sýndi því áhuga þegar maður talaði
um þau. Ég mætti einhvern veginn
alltaf skilningi hjá mömmu og hún
kunni að leiðbeina manni án þess
að gagnrýna og var óspör á hrósið.
Hún tók Pollýönnubókina fyrir mig
sem krakki þegar ég átti erfitt og
sagði að oft yrði henni hugsað til
Pollýönnu þegar hún ætti erfitt og
er það alveg ábyggilegt að það hef-
ur hún gert mikið undanfarin ár
því hún talaði alltaf um hvað hún
ætti margt til að vera þakklát fyrir
í stað þess að kvarta.
Ég var svo lánsöm að vinna við
hlið mömmu á skrifstofu fyrirtækis
þeirra í mörg ár þar sem hún
kenndi mér með sinni ró og yfir-
vegun allt sem viðkom þeirri vinnu.
Þar áttum við svo ótrúlega margar
góðar stundir sem ég er svo þakk-
lát fyrir.
Við mamma gátum setið yfir
uppskriftabókum frá því ég var
Auður Jóna
Árnadóttir
✝ Auður JónaÁrnadóttir
fæddist í Keflavík
13. júlí 1947. Hún
lést á Landspít-
alanum 9. desem-
ber 2012.
Útför Auðar fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 17. desem-
ber 2012.
unglingur og pælt og
prufað og ég gat allt-
af hringt í mömmu til
að fá ráð. Mamma
spáði mikið í það
hvað væri hollt og
gott og var það svo
mikil gjöf frá henni
að vita að hún væri
að gera allt sem í
hennar valdi stóð til
að vera hér sem
lengst með okkur.
Það var á afmælisdaginn minn
24. feb. ’96 sem hún fann eitthvað
hart í brjóstinu sem reyndist svo
vera brjóstakrabbamein en það var
svo lýsandi fyrir hana að hún var
svo þakklát fyrir þennan dag því
það væri vegna hans sem hún væri
hér enn, búin að eignast fjölda
ömmubarna og langömmubörn.
Sjokkið kom svo aftur fyrir um
sex árum þegar hún veiktist aftur
og nú var bara hægt að halda þessu
niðri, en hún var alltaf svo jákvæð
og passaði alltaf upp á að vera fín
og flott til fara. Við fjölskyldan vor-
um með henni og pabba úti í Flór-
ída í nóvember þar sem m.a. Árni
og Eva María fengu að halda upp á
afmælin sín með henni á ströndinni
og uppáhalds veitingastaðnum.
Þetta var yndislegur og ómetan-
legur tími en líka erfiður á köflum
því sjúkdómurinn var að veikja
hana enn meira, en ekki grunaði
mig að hún yrði farin eins fljótt og
raunin varð. Hvernig eiga börnin
mín að skilja að amma sé farin
tveimur vikum eftir að hafa verið
með henni úti í Flórída þegar ég
get það ekki?
Hetja og ekkert minna er það
sem hún mamma mín var. Já-
kvæðnin, æðruleysið og húmorinn
sem hún hafði alveg fram á það síð-
asta og heillaði starfsfólkið á spít-
alanum með er eitthvað sem ég
mun varðveita og reyna að bera
áfram til minna barna.
Elska þig að eilífu, mamma.
Þín
Lilja.
Elsku amma Auður. Ég sakna
þín svo mikið. Þú varst besta amma
sem hvert barn í heiminum gat
óskað sér að eiga. Þú varst alltaf
svo stolt af mér og ég met það mik-
ils hve oft þú sýndir mér það. Mér
fannst alltaf svo gaman að hitta þig
og segja þér frá því hvað ég hafði
fengið í einkunn í seinasta prófi eða
hvað ég hafði gert um daginn því
þú varst alltaf svo rosalega stolt af
mér, en mig langar bara að segja
þér elskulega amma mín að ég hef
alltaf verið svo rosalega stolt af
þér. Ég ætla að halda áfram að
gera þig svona stolta í framtíðinni
og verða eitthvað mikið og stórt.
Og í framtíðinni ef ég eignast börn
ætla ég alltaf að vera að segja þeim
sögur af þér svo þú lifir eins stór í
þeirra hjarta og þú lifir í mínu. Þú
hefur alltaf verið hetjan mín og
verður það alltaf. Í þessari baráttu
þinni varstu svo rosalega sterk og
dugleg, talaðir aldrei um hve öm-
urlegt þetta væri eða þess háttar,
þess vegna ertu fyrirmyndin mín,
elsku amma. Ég lofa að hugsa vel
um afa og kíkja á hann eins oft og
ég mögulega get. Við elskum þig öll
svo rosalega mikið að það er erfitt
að hugsa út í jólin, áramótin eða
matarboð án þín, en ég veit að þú
verður alltaf með okkur í minningu
og í hjarta. Ég elska þig og sakna
svo rosalega mikið að það er erfitt
að trúa að þú ert farin, en samt finn
ég alltaf fyrir nærveru þinni. Ég
elska þig og sakna.
Þín
Guðrún Anna.
Elsku Auður. Okkur systur þín-
ar í Rebekkustúkunni Steinunni
langar að þakka þér fyrir allt.
Hvort sem það var góða skapið,
skemmtilegi hláturinn, þín góða
nærvera, hlýja faðmlagið og ekki
síst fyrir að vera bara þú. Hafðu
þökk fyrir þetta allt og far í friði
kæra systir.
Sæmi, Ella Magga, Kristín,
Lilja, Íris og fjölskyldur, okkar ein-
lægu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Rbst. nr. 11, Stein-
unnar,
Helga Ragnarsdóttir,
yfirmeistari.
Þegar ég frétti um andlát Mæju
(Maríu) frænku minnar kom það
mér ekki beint á óvart. Ég heim-
sótti hana tvisvar á þessu ári er ég
átti ferð til Reykjavíkur og átti
góða stund með henni í bæði skipt-
in. – Við ræddum um gamla daga
þegar hún kom unglingur í sveit-
ina til pabba og mömmu að Borg-
arhóli í Eyjafirði. Hún kom frá
Ísafirði þar sem hún ólst upp, en
hún fæddist að Stað í Aðalvík. Mér
fannst spennandi að fá þessa
frænku mína að vestan til sumar-
dvalar en pabbar okkar voru
bræður. – Með okkur tókst góð
vinátta, sem entist alla tíð þótt við
værum ekki í stöðugu sambandi.
Mæja var mikil kjarnakona,
dugleg, skemmtileg og áræðin. Ég
minnist þess að hún kom eitt sinn
norður og hélt þessa fínu ræðu í
Akureyrarkirkju á sumardaginn
fyrsta á vegum skáta, en hún var
María Rebekka
Gunnarsdóttir
✝ María RebekkaGunnarsdóttir
fæddist á Stað í Að-
alvík 3. júní 1933.
Hún lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
15. nóvember 2012.
Útför Maríu Re-
bekku fór fram frá
Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði 29.
nóvember 2012.
þá aðstoðarskáta-
höfðingi. – Þegar ég
14 ára fékk að fara til
Ísafjarðar að heim-
sækja föðurfólk mitt
var ekki ónýtt að
eiga Mæju að. Hún
bókstaflega dekraði
við mig allan tímann
sem ég dvaldi þar.
Hún bauð mér í bíó,
sýndi mér alla
skemmtilegu staðina
í bænum og gerði margt fleira
skemmtilegt fyrir mig, sem var
ekki ónýtt fyrir sveitastúlku eins
og mig.
Sem ung stúlka var Mæja dug-
leg að stunda íþróttir og lagði hún
mesta áherslu á skíðin en á þeim
árum átti Ísafjörður marga góða
íþróttamenn. – Mæja var mjög
sjálfstæð kona alla tíð, átti bíl og
undurfagra íbúð, sem henni
reyndist erfitt að yfirgefa, þegar
heilsan bilaði. Hún fluttist þá á
dvalarheimilið Hrafnistu í Hafn-
arfirði þar sem hún bjó við gott at-
læti síðustu misserin.
Mæja var lánsöm í lífinu, eign-
aðist dótturina Erlu, sem hún var
stolt af. Börn og barnabörn Erlu
voru henni einnig mikils virði. –
Ég færi Erlu, Stefáni og fjölskyld-
um þeirra mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Arnheiður Jónsdóttir.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Alúð - virðing - traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
�irðin��eynsla � Þ�ónusta
�l�an �ólarhrin�inn
www.kvedja.is
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
N�út�ararsto�a�yggð á traustum �runni´
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐNI EGILL GUÐNASON
frá Suðureyri við Súgandafjörð,
til heimilis að Sóltúni 5,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli að kvöldi
mánudagsins 17. desember.
Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn
27. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem
vildu minnast hans er bent á Parkinson-samtökin.
Brita Marie Guðnason,
Jóhann Guðnason, Rósa Hrund Guðmundsdóttir,
Guðni Albert Guðnason,
Ingólfur Guðnason, Sigrún Elfa Reynisdóttir
Kjartan Guðnason, Sesselja Traustadóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri
TRYGGVI ÞÓRIR HANNESSON,
Bakkastöðum 165,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 27. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Valdís Vilhjálmsdóttir.
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐRÚN ÞORVALDSDÓTTIR,
talsímakona, Dvalarheimilinu Grund,
Hringbraut 50,
lést 20. desember. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju miðvikudaginn 2. janúar kl.
15. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem
vilja minnast hennar er bent á
Dvalarheimilið Grund.
Guðný Þorvaldsdóttir,
Böðvar Þorvaldsson, Þórunn Árnadóttir,
og aðstandendur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SIGURÐUR HJARTARSON,
bakarameistari, Álfaskeiði 96,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn 20.
desember sl.
Útför hans fer fram fram frá Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði föstudaginn 28. desember kl.
13.00.
Bára Jónsdóttir,
Katrín Sigurðardóttir, Þorgils Þorgilsson,
Þóra M. Sigurðardóttir, Einar Gunnlaugsson,
Jóna Sigurðardóttir, Kristján Ólafsson,
Sigurður I. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR BERGMANN,
blaðamaður og kennari, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fimmtudaginn 13. desember. Útförin fer
fram frá Digraneskirkju í Kópavogi
föstudaginn 28. desember. kl. 11.00.
Ómar Bergmann, Börkur Bergmann, Ginette Guillard,
Regína Margrétardóttir, Svava Bergmann,
Helgi Daníel, Margrét Áslaug, Savannah Svandís.
Okkar ástkæra
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Lagarási 12, Egilsstöðum,
lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands,
Egilsstöðum laugardaginn 22. desember sl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Gyða Vigfúsdóttir, Sigurjón Bjarnason.