Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Urmas Paet, utanríkisráðherraEistlands, kom hingað til lands í vikunni til að segja Íslend- ingum hve gott væri að búa í Evr- ópusambandinu. Hann vill ekki að Íslendingar spyrji að því hvaða ókosti það hefði fyrir landið að ganga í ESB, heldur eigi Ís- lendingar að spyrja hvers vegna þeir taki ekki þátt og hafi áhrif.    Áhrif Eista innan Evrópusam-bandsins eru vel kunn. Þau eru ámóta mikil og áhrif Liechten- steina, Jemena og Laosa, en þeir hafa jöfn áhrif og Íslendingar myndu hafa innan sambandsins.    Staðreyndin er auðvitað sú aðEistar eru ekki aðilar að Evr- ópusambandinu til að hafa áhrif innan þess. Engum, ekki einu sinni íslenskum smáríkjafræðingum eða ráðherrum núverandi rík- isstjórnar, dettur í hug að áhrif spili þar inn í.    Eistar eru aðilar að Evrópu-sambandinu af skiljanlegum sögulegum ástæðum. Þeir voru innlimaðir í Sovétríkin áratugum saman og gera allt sem í boði er til að minnka líkurnar á að slík hörmungarsaga endurtaki sig.    Staða Íslendinga er allt önnur.Ísland er ekki landfast við stórt ríki sem kynni að hafa áhuga á að seilast til áhrifa með tilheyr- andi ógn fyrir sjálfstæði landsins.    Samanburðurinn við Eistlandeða önnur nýfrjáls ríki er þess vegna fráleitur og segir ekkert um kosti eða galla mögulegrar að- ildar Íslands að Evrópusamband- inu. Urmas Paet Áhrif Eista innan ESB eru vel þekkt STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 skafrenningur Akureyri 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk 2 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 4 þoka Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn -1 snjókoma Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -6 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Brussel 10 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 12 léttskýjað París 13 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 2 súld Berlín 0 frostrigning Vín 0 skúrir Moskva -20 léttskýjað Algarve 17 skýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 13 alskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -20 alskýjað Montreal -8 alskýjað New York 3 léttskýjað Chicago -1 skýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:24 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:56 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:37 DJÚPIVOGUR 11:02 14:53 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur skipað starfshóp und- ir forystu Guðfríðar Lilju Grét- arsdóttur alþingismanns, til að kanna kosti skákkennslu í grunn- skólum m.a. með hliðsjón af inn- lendum og erlendum rannsóknum á áhrifum skákkennslu á náms- árangur og félagslega færni barna og ungmenna. Hópurinn á einnig að kortleggja stöðu skákkennslu í grunnskólum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í byrjun febrúar á næsta ári. Í hópinn voru skipaðir: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður, formaður, Anna Kristín Jörunds- dóttir kennari, Helgi Árnason skólastjóri, Helgi Ólafsson skóla- stjóri, Hrafn Jökulsson rithöf- undur og Lenka Ptácníková, stór- meistari kvenna. Skákstarfið á Norðurlönd- unum verður skoðað „Ég hef sjálf haft barnið mitt í skák frá því hann var sex ára og hef mikla trú á þau jákvæðu áhrif sem skákin hefur á námsgetu og þroska barnanna,“ segir Anna Kristín Jörundsdóttir grunnskóla- kennari sem er einn nefnd- armanna. „En við þurfum einnig að skoða reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum og nið- urstöður rannsókna sem hafa ver- ið gerðar þar um áhrif skák- kennslu í grunnskólum á börnin.“ Aðspurð hvort áhugi á skák sé að minnka segir hún að sín tilfinn- ing sé að hann sé frekar að aukast. „Það er öflugt starf hjá skákdeildum ýmissa íþróttafélaga hér í bæ og fjölmiðlar hafa sýnt skákinni áhuga. Ég held að það sé til gagns að kortleggja þessa starfsemi og rækta hana,“ segir Anna. Kostir skákkennslu í skólum skoðaðir Morgunblaðið/Kristinn Keppni Gott fyrir hugann að tefla. Lilja Mósesdóttir þingmaður hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu næsta vor. Hún sendi frá sér tilkynningu þess efnis um helgina. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að miklar undirtektir við skoðanir hennar um fjár- málakreppuna og lausn hennar hafi orðið þess valdandi að hún bauð sig fram til þings. Hún hafi í raun aldr- ei ætlað sér að verða þingmaður. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og fag- legum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir sam- stöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi,“ segir Lilja í tilkynn- ingunni. Hún er jafnframt þakklát kjós- endum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í Samstöðu við mál- flutning og störf á Alþingi. En segir jafnframt: „Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins.“ Lilja Mósesdóttir ætlar að hætta á Alþingi í vor Lilja Mósesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.