Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Urmas Paet, utanríkisráðherraEistlands, kom hingað til lands í vikunni til að segja Íslend- ingum hve gott væri að búa í Evr- ópusambandinu. Hann vill ekki að Íslendingar spyrji að því hvaða ókosti það hefði fyrir landið að ganga í ESB, heldur eigi Ís- lendingar að spyrja hvers vegna þeir taki ekki þátt og hafi áhrif.    Áhrif Eista innan Evrópusam-bandsins eru vel kunn. Þau eru ámóta mikil og áhrif Liechten- steina, Jemena og Laosa, en þeir hafa jöfn áhrif og Íslendingar myndu hafa innan sambandsins.    Staðreyndin er auðvitað sú aðEistar eru ekki aðilar að Evr- ópusambandinu til að hafa áhrif innan þess. Engum, ekki einu sinni íslenskum smáríkjafræðingum eða ráðherrum núverandi rík- isstjórnar, dettur í hug að áhrif spili þar inn í.    Eistar eru aðilar að Evrópu-sambandinu af skiljanlegum sögulegum ástæðum. Þeir voru innlimaðir í Sovétríkin áratugum saman og gera allt sem í boði er til að minnka líkurnar á að slík hörmungarsaga endurtaki sig.    Staða Íslendinga er allt önnur.Ísland er ekki landfast við stórt ríki sem kynni að hafa áhuga á að seilast til áhrifa með tilheyr- andi ógn fyrir sjálfstæði landsins.    Samanburðurinn við Eistlandeða önnur nýfrjáls ríki er þess vegna fráleitur og segir ekkert um kosti eða galla mögulegrar að- ildar Íslands að Evrópusamband- inu. Urmas Paet Áhrif Eista innan ESB eru vel þekkt STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 3 skafrenningur Akureyri 1 skýjað Kirkjubæjarkl. 1 skýjað Vestmannaeyjar 4 skýjað Nuuk 2 upplýsingar bárust ek Þórshöfn 4 þoka Ósló -5 snjókoma Kaupmannahöfn -1 snjókoma Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -6 heiðskírt Lúxemborg 11 skýjað Brussel 10 skúrir Dublin 7 léttskýjað Glasgow 8 léttskýjað London 12 léttskýjað París 13 skýjað Amsterdam 11 léttskýjað Hamborg 2 súld Berlín 0 frostrigning Vín 0 skúrir Moskva -20 léttskýjað Algarve 17 skýjað Madríd 12 heiðskírt Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 13 alskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -20 alskýjað Montreal -8 alskýjað New York 3 léttskýjað Chicago -1 skýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:24 15:33 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:56 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:37 DJÚPIVOGUR 11:02 14:53 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Mennta- og menningarmálaráð- herra hefur skipað starfshóp und- ir forystu Guðfríðar Lilju Grét- arsdóttur alþingismanns, til að kanna kosti skákkennslu í grunn- skólum m.a. með hliðsjón af inn- lendum og erlendum rannsóknum á áhrifum skákkennslu á náms- árangur og félagslega færni barna og ungmenna. Hópurinn á einnig að kortleggja stöðu skákkennslu í grunnskólum á Íslandi. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í byrjun febrúar á næsta ári. Í hópinn voru skipaðir: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður, formaður, Anna Kristín Jörunds- dóttir kennari, Helgi Árnason skólastjóri, Helgi Ólafsson skóla- stjóri, Hrafn Jökulsson rithöf- undur og Lenka Ptácníková, stór- meistari kvenna. Skákstarfið á Norðurlönd- unum verður skoðað „Ég hef sjálf haft barnið mitt í skák frá því hann var sex ára og hef mikla trú á þau jákvæðu áhrif sem skákin hefur á námsgetu og þroska barnanna,“ segir Anna Kristín Jörundsdóttir grunnskóla- kennari sem er einn nefnd- armanna. „En við þurfum einnig að skoða reynslu nágrannaþjóða okkar á Norðurlöndunum og nið- urstöður rannsókna sem hafa ver- ið gerðar þar um áhrif skák- kennslu í grunnskólum á börnin.“ Aðspurð hvort áhugi á skák sé að minnka segir hún að sín tilfinn- ing sé að hann sé frekar að aukast. „Það er öflugt starf hjá skákdeildum ýmissa íþróttafélaga hér í bæ og fjölmiðlar hafa sýnt skákinni áhuga. Ég held að það sé til gagns að kortleggja þessa starfsemi og rækta hana,“ segir Anna. Kostir skákkennslu í skólum skoðaðir Morgunblaðið/Kristinn Keppni Gott fyrir hugann að tefla. Lilja Mósesdóttir þingmaður hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu næsta vor. Hún sendi frá sér tilkynningu þess efnis um helgina. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að miklar undirtektir við skoðanir hennar um fjár- málakreppuna og lausn hennar hafi orðið þess valdandi að hún bauð sig fram til þings. Hún hafi í raun aldr- ei ætlað sér að verða þingmaður. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum með skort á umbyrðarlyndi á þingi og í pólitískri umræðu gagnvart óhefðbundnum skoðunum og fag- legum lausnum á fordæmalausum efnahagsvanda í kjölfar hrunsins. Persónulegur metnaður hefur oftar en ekki staðið í vegi fyrir sam- stöðu og samvinnu meðal pólitískra samherja um framgang mikilvægra mála á þingi,“ segir Lilja í tilkynn- ingunni. Hún er jafnframt þakklát kjós- endum, pólitískum samherjum og samstarfsfólki í Samstöðu við mál- flutning og störf á Alþingi. En segir jafnframt: „Íslenskt samfélag er, þrátt fyrir efnahagshrun, fast í greipum fámenns valdakjarna stjórnmálanna, atvinnulífsins og embættiskerfisins.“ Lilja Mósesdóttir ætlar að hætta á Alþingi í vor Lilja Mósesdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.