Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 60
MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 359. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Má ekki giftast morðingja … 2. Ekkert útilokað nema Litla-Hraun 3. Lögreglan lokar veitingastöðum 4. Nýjar myndir af strokufanganum »MEST LESIÐ Á mbl.is Á þriðjudag (jóladagur) og miðvikudag (annar í jólum) Norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él N- og A-lands og einnig við S- ströndina, en annars bjart með köflum. Frost víða 5 til 10 stig, en allt að 20 stig í innsveitum NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 8-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en léttir til fyrir sunnan og vestan. Kólnandi veður og frost 0 til 6 stig. VEÐUR Englandsmeistarar Man- chester City náðu að saxa á forskot Manchester Unit- ed á toppi ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu og nú munar fjórum stig- um á grannliðunum. Unit- ed varð að sætta sig við fyrsta jafnteflið á tíma- bilinu í gær þegar liðið sótti Wales heim til Car- diff. City marði hins vegar botnlið Reading með marki í uppbótartíma. »3 Fyrsta jafnteflið hjá United Viðfangsefni hinnar vinsælu Sögu- stundar íþróttablaðs Morgunblaðsins er að þessu sinni ekki mjög langt frá okkur í tíma en óhemju merkilegur íþróttamaður engu að síður. Einn af eftirminnilegri persónuleikum í skíðabrekkunum á síðustu áratugum er austurríski múrarinn Hermann Maier. »4 Múrarinn Hermann Maier í sögustundinni „Þetta ár hefur verið einstakt en það byrjaði ekki vel. Ég var kominn á endastöð í Belgíu og þurfti breyt- ingu,“ sagði landsliðsmaðurinn Al- freð Finnbogason, leikmaður Heeren- veen í Hollandi, við Morgunblaðið en hann skoraði enn eitt markið um helgina og tryggði þar með liði sínu dýrmæt þrjú stig. Alfreð skoraði 34 mörk á árinu fyrir þrjú félög. »1 Þetta ár hefur verið einstakt segir Alfreð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Morgunblaðið kemur næst út fimmtudaginn 27. desember nk. Að venju verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifenda verð- ur opið í dag, aðfangadag frá kl. 7-13. Þjónustuverið verður opnað aftur fimmtudaginn 27. desem- ber kl. 7. Sími þjónustuvers er 569- 1100 og netfangið er askrift- @mbl.is. Blaðberaþjónustan verður opin á aðfangadag frá 5-11. Hún verður opnuð aftur 27. desem- ber kl. 5. Netfang blaðberaþjón- ustu er bladberi@mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað yfir jólin en opnað að nýju á fimmtudag kl. 8. Síma- númer Morgunblaðsins er 569- 1100. Netfang ritstjórnar er ritstjorn@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Jólafagnaður Hjálpræðishersins og Verndar verður haldinn í dag, að- fangadag, í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir í jólafagnaðinn. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Margt fólk var í miðbænum á Þor- láksmessu og verslunarmenn al- mennt ánægðir með traffíkina. Fæstir vildu fullyrða ennþá að salan væri meiri en í fyrra en sumir voru á því. Á Ingólfstorgi var jólamark- aður þar sem Svanur Kristjánsson hafði komið sér fyrir og seldi rist- aðar möndlur. „Þetta rokselst,“ sagði Svanur. „Ég kynntist þessu í Danmörku og fór síðan að selja þetta hér eftir að ég flutti heim.“ Það eru fallegir sölubásar á torg- inu og flestir hæstánægðir með söl- una. „Þetta er búið að vera brjál- æði,“ segir Hrönn Sigurðardóttir sem selur eigin hönnun undir merkjum Kusk. „Ég vinn til fjögur á nóttinni við að sauma og sef til átta en þá fer ég á fætur til að sauma meira og svo er ég komin hingað upp úr hádegi að selja. Þetta hefur gengið ofsalega vel í ár.“ Á miðju torginu höfðu krakkar og fullorðnir hópast í kringum jóla- sveininn sem hrekkir börnin. Hann segir þó í stuttu spjalli við Morg- unblaðið að börnin séu óskaplega þæg í ár og Grýla fái ekkert í pott- inn sinn. „Lagerinn af kartöflunum er því orðinn alltof stór hjá okkur þar sem börnin eru svo þæg,“ segir jólasveinninn. „Leppalúði skóflar þeim í sig, en það er ekki nóg.“ Þótt börnin séu skríkjandi við Ingólfstorgið eru þau andaktug við Pósthússtræti þar sem lúðrasveitin Svanur spilar svo hátíðlega tónlist að allir horfa í lotningu á hljóm- sveitina við tröppur Landsbankans. Aðfangadagurinn lúmskur Í bókabúð Eymundsson var troð- ið af fólki þar sem margir voru á ell- eftu stundu við að kaupa jólagjaf- irnar. „Maður sér til eftir morgun- daginn en það kæmi mér ekki á óvart að það væri meiri sala núna í ár en í fyrra,“ segir Svanborg Þór- dís Sigurðardóttir bóksali. „Aðfangadagurinn er eftir og hann er oft lúmskur. Menn koma mikið hérna milli klukkan 11 og 13 á að- fangadag. En það hafa selst upp margir titlar eins og Ævisaga ð og bókin Skáld eftir Einar Kárason er að klárast.“ Tóbías Ingvarsson, 10 ára, segist aðspurður ekki vera búinn að kaupa jólagjafirnar – sé búinn að kaupa svona 87% af þeim. „Helst Cheerios, annars Cocoa Puffs með kampavíni eins og Abba fékk sér í Brighton árið 1974,“ segir Óttarr Proppé borgarfulltrúi í óspurðum fréttum. „Er það ekki rétta svarið við spurningunni sem þú átt eftir að spyrja mig?“ segir hann kankvís við blaðamann. Hátíðleg stemning í bænum  Hljómsveitir og sönghópar spiluðu jólalög á hverju götuhorni  Jólasveinn sagði börnin óskaplega þæg í ár  Sumir á elleftu stundu í gjafakaupunum Morgunblaðið/Golli Á Þorláksmessu Það var hátíðleg stemning í miðbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem fjöldi fólks var saman kominn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.