Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 30
Þjóðaratkvæði Meirihluti kjósenda samþykkti umdeilda stjórnarskrá. Önnur umferð þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá fór fram í Egyptalandi síðastliðinn laugardag og lagði meirihluti kjós- enda blessun sína yfir hana. Stjórnarandstaðan er ósátt við niðurstöðu kosninganna og segir að um kosningasvik sé að ræða. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir einum af meðlimum Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Egypta- landi, sem er stjórnarand- stöðuflokkur þar í landi, að flokkurinn hafi beðið yfirkjör- stjórn um að fara betur yfir nið- urstöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar áður en endanleg niðurstaða verður gerð opinber með formlegum hætti í dag. „Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki endirinn á þessari vegferð heldur er hún einungis einn liður í baráttunni,“ er haft eftir Abdel Ghaffer Shokr, meðlimi í Þjóð- frelsisfylkingunni, og bætir hann við: „Við munum halda áfram að berjast fyrir egypsku þjóðina.“ Að sögn Bræðralags múslima, sem Egyptalandsforseti tilheyrir, og dagblaðsins Al-Ahram studdu 64% kjósenda nýja stjórnarskrá en kosningaþátttakan var um 32%. Ásakanir um kosningasvik  Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá AFP 30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant ZÄx"|Äxz }™Ä Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu fullyrðir að eldflaugaskot Norður- Kóreumanna, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, sýni að þeir búi nú yfir nauðsynlegri tækni til þess að skjóta á loft eldflaug sem ferðast getur yfir 10.000 kíló- metra. Samkvæmt þessu gætu því eldflaugar Norður-Kóreu náð alla leið til vesturstrandar Bandaríkj- anna. Óhætt er að fullyrða að eld- flaugarskotið 12. desember síðast- liðinn marki mikil tímamót í eldflaugaþróun Norður-Kóreu enda í fyrsta skipti sem þeim tekst að skjóta á loft þriggja þrepa eld- flaug. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa haldið því fram að tilgangur eldflaugaskotsins sé einungis að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu en samskonar flaugar geta einnig borið kjarnaodda. Hefur geimskotið því verið fordæmt víða. Sérfræðingar á vegum varn- armálaráðuneytis Suður-Kóreu hafa rannsakað brot úr neðsta hluta eldflaugarinnar og í kjölfarið telja þeir hana geta flutt 500-600 kílóa þungan kjarnaodd 10.000 kílómetra vegalengd. Auk þess að ná til vesturstrandar Bandaríkj- anna gæti eldflaug sem skotið er á loft frá Norður-Kóreu náð til allra hluta Asíu, Austur-Evrópu, Vest- ur-Afríku og Alaska. Án þess að koma höndum yfir frekara brak úr flauginni geta sérfræðingar ekkert fullyrt um hvort hún búi yfir þeim hæfileika að komast aftur inn í lofthjúp jarðar. 10.000 kílómetra drægni  Sérfræðingar telja að langdrægar eldflaugar Norður- Kóreu geti náð alla leið til vesturstrandar Bandaríkjanna AFP Eldflaug Unha-3 skotið á loft. Eldfjallið Copahue er byrjað að spúa reyk og ösku með tilheyrandi sjónarspili. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Argentínu og Síle gefið út við- vörun til íbúa á svæðinu og hafa margir þeirra yfirgefið heimili sín. Svokölluð appelsínugul við- vörun hefur verið gefin út í báðum ríkjunum en það mun vera hæsta viðbúnaðarstig. Eldfjallið Copahue er 3.000 metra hátt og stendur í Neu- quen-héraði í suðvesturhluta Argentínu. AFP Ógnarkraftur gosstróksins dáleiðandi Yfirvöld í Punt- landi, sem er hálf- sjálfstætt hérað með heimastjórn í Sómalíu, segjast hafa komið 22 gíslum til bjargar en fólkinu var rænt af sómölsk- um sjóræningjum árið 2009. Í yfir- lýsingu sem stjórnvöld í Puntlandi sendu frá sér í gær vegna málsins kemur m.a. fram að aðgerðir sjóhersins við að frelsa gíslana hafi hafist fyrir tveimur vik- um síðan og að til átaka hafi komið á milli hersveita og sjóræningjanna. „Eftir að hafa verið í haldi í tvö ár og níu mánuði sýna gíslarnir merki þess að hafa þolað pyntingar og glímt við veikindi,“ segir í yfirlýs- ingu stjórnvalda en búið er að flytja fólkið undir læknishendur. Fólkið kemur frá hinum ýmsu ríkjum, t.a.m. Gana, Indlandi, Pakistan, Fil- ippseyjum, Súdan og Jemen. Aukið eftirlit á hafsvæðinu við Sómalíu og hert öryggisgæsla um borð í skipum hefur valdið því að árásir sjóræningja á undanförnum árum hafa oftar en ekki reynst ár- angurslausar. Frelsuðu 22 gísla við Sómalíu  Tæp 3 ár í haldi Öryggisgæsla við Sómalíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.