Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 30

Morgunblaðið - 24.12.2012, Síða 30
Þjóðaratkvæði Meirihluti kjósenda samþykkti umdeilda stjórnarskrá. Önnur umferð þjóðaratkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá fór fram í Egyptalandi síðastliðinn laugardag og lagði meirihluti kjós- enda blessun sína yfir hana. Stjórnarandstaðan er ósátt við niðurstöðu kosninganna og segir að um kosningasvik sé að ræða. Fjölmiðlar í Egyptalandi hafa eftir einum af meðlimum Þjóð- frelsisfylkingarinnar í Egypta- landi, sem er stjórnarand- stöðuflokkur þar í landi, að flokkurinn hafi beðið yfirkjör- stjórn um að fara betur yfir nið- urstöður þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar áður en endanleg niðurstaða verður gerð opinber með formlegum hætti í dag. „Þjóðaratkvæðagreiðslan er ekki endirinn á þessari vegferð heldur er hún einungis einn liður í baráttunni,“ er haft eftir Abdel Ghaffer Shokr, meðlimi í Þjóð- frelsisfylkingunni, og bætir hann við: „Við munum halda áfram að berjast fyrir egypsku þjóðina.“ Að sögn Bræðralags múslima, sem Egyptalandsforseti tilheyrir, og dagblaðsins Al-Ahram studdu 64% kjósenda nýja stjórnarskrá en kosningaþátttakan var um 32%. Ásakanir um kosningasvik  Egyptar samþykktu nýja stjórnarskrá AFP 30 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant ZÄx"|Äxz }™Ä Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu fullyrðir að eldflaugaskot Norður- Kóreumanna, sem fram fór fyrr í þessum mánuði, sýni að þeir búi nú yfir nauðsynlegri tækni til þess að skjóta á loft eldflaug sem ferðast getur yfir 10.000 kíló- metra. Samkvæmt þessu gætu því eldflaugar Norður-Kóreu náð alla leið til vesturstrandar Bandaríkj- anna. Óhætt er að fullyrða að eld- flaugarskotið 12. desember síðast- liðinn marki mikil tímamót í eldflaugaþróun Norður-Kóreu enda í fyrsta skipti sem þeim tekst að skjóta á loft þriggja þrepa eld- flaug. Stjórnvöld Norður-Kóreu hafa haldið því fram að tilgangur eldflaugaskotsins sé einungis að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu en samskonar flaugar geta einnig borið kjarnaodda. Hefur geimskotið því verið fordæmt víða. Sérfræðingar á vegum varn- armálaráðuneytis Suður-Kóreu hafa rannsakað brot úr neðsta hluta eldflaugarinnar og í kjölfarið telja þeir hana geta flutt 500-600 kílóa þungan kjarnaodd 10.000 kílómetra vegalengd. Auk þess að ná til vesturstrandar Bandaríkj- anna gæti eldflaug sem skotið er á loft frá Norður-Kóreu náð til allra hluta Asíu, Austur-Evrópu, Vest- ur-Afríku og Alaska. Án þess að koma höndum yfir frekara brak úr flauginni geta sérfræðingar ekkert fullyrt um hvort hún búi yfir þeim hæfileika að komast aftur inn í lofthjúp jarðar. 10.000 kílómetra drægni  Sérfræðingar telja að langdrægar eldflaugar Norður- Kóreu geti náð alla leið til vesturstrandar Bandaríkjanna AFP Eldflaug Unha-3 skotið á loft. Eldfjallið Copahue er byrjað að spúa reyk og ösku með tilheyrandi sjónarspili. Vegna þessa hafa stjórnvöld í Argentínu og Síle gefið út við- vörun til íbúa á svæðinu og hafa margir þeirra yfirgefið heimili sín. Svokölluð appelsínugul við- vörun hefur verið gefin út í báðum ríkjunum en það mun vera hæsta viðbúnaðarstig. Eldfjallið Copahue er 3.000 metra hátt og stendur í Neu- quen-héraði í suðvesturhluta Argentínu. AFP Ógnarkraftur gosstróksins dáleiðandi Yfirvöld í Punt- landi, sem er hálf- sjálfstætt hérað með heimastjórn í Sómalíu, segjast hafa komið 22 gíslum til bjargar en fólkinu var rænt af sómölsk- um sjóræningjum árið 2009. Í yfir- lýsingu sem stjórnvöld í Puntlandi sendu frá sér í gær vegna málsins kemur m.a. fram að aðgerðir sjóhersins við að frelsa gíslana hafi hafist fyrir tveimur vik- um síðan og að til átaka hafi komið á milli hersveita og sjóræningjanna. „Eftir að hafa verið í haldi í tvö ár og níu mánuði sýna gíslarnir merki þess að hafa þolað pyntingar og glímt við veikindi,“ segir í yfirlýs- ingu stjórnvalda en búið er að flytja fólkið undir læknishendur. Fólkið kemur frá hinum ýmsu ríkjum, t.a.m. Gana, Indlandi, Pakistan, Fil- ippseyjum, Súdan og Jemen. Aukið eftirlit á hafsvæðinu við Sómalíu og hert öryggisgæsla um borð í skipum hefur valdið því að árásir sjóræningja á undanförnum árum hafa oftar en ekki reynst ár- angurslausar. Frelsuðu 22 gísla við Sómalíu  Tæp 3 ár í haldi Öryggisgæsla við Sómalíu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.