Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 • Starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur óskar þér gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 62 44 8 12 /1 2 VIÐ ERUM Á VAKTINNI ALLAN SÓLARHRINGINN Við erum til taks Við treystum sjaldan meira á orkuna en um jól og áramót. StarfsfólkOrkuveitu Reykjavíkur er í viðbragðsstöðu til að tryggja þér birtu og ylum hátíðirnar. Gleðilega hátíð! Í hófi sem haldið var í tilefni af út- gáfu bókarinnar VFÍ í 100 ár - Saga Verkfræðingafélags Íslands fengu heiðursfélagarnir Vigdís Finnbogadóttir og Egill Skúli Ingi- bergsson, bókina afhenta. Með út- gáfu bókarinnar hefur það mark- mið náðst sem sett var á 90 ára afmæli félagsins að gefa út ritröð sem hæfist með bókinni Frum- herjar í verkfræði og lyki á 100 ára afmælisári með sögu félagsins. Bókin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn fjallar um 50 ára sögu VFÍ en hún var gefin út í hefti á 50 ára afmælinu og rituð af prófessor Jóni Guðnasyni. Bætt hefur verið inn fleiri myndum og rammagreinum. Annar hlutinn er mun stærri og fjallar um seinni 50 árin. Hann er í tíu meginköflum og var unninn á þann hátt að sér- fróðir menn á hverju sviði rituðu hvern kafla. Ritnefnd samræmdi efnið og skrifaði það sem upp á vantaði. Meginkaflarnir í bókinni fjalla um skipulag og félagsstarf- semi, menntun verkfræðinga, Verkfræðingahús, kjaramál, út- gáfu, orðanefndir, formenn og framkvæmdastjóra, heiðursfélaga, stórframkvæmdir í landinu og stórafmæli félagsins. Í ritnefnd bókarinnar voru Hákon Ólafsson, Logi Kristjánsson og Sveinn Þórð- arson. Fengu fyrstu eintökin Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, formaður stjórnar Ólafíusjóðs, sem starfar á vegum íslenska safnaðarins í Noregi, hefur afhent Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð 75.000 norskar krónur, eða rúmlega ein og hálf milljón íslenskra króna, frá safn- aðarfólki í Noregi. Er styrknum ætl- að að renna til hjálparstarfs kirkj- unnar á Íslandi fyrir jólin og vilja Íslendingar í Noregi með því leggja lið löndum sínum heima. Með styrknum fylgja hlýjar jólakveðjur. Jónas Þórisson veitti styrknum við- töku. Ólafíusjóður er nefndur í höf- uðið á trúkonunni Ólafíu Jóhanns- dóttur, sem starfaði meðal þeirra sem minnst máttu sín í Osló upp úr aldamótunum 1900. Hlutverk sjóðs- ins er að aðstoða bágstadda Íslend- inga bæði í Noregi og á Íslandi. Ólafía var brautryðjandi í hjálp- arstarfi á sinni tíð og hafa Norðmenn heiðrað minningu hennar með ýms- um hætti. Brjóstmynd af Ólafíu stendur nærri Vaterland-brúnni í Osló og í nágrenninu er gata nefnd eftir henni; Olafiagangen. Ólafía sinnti starfi sínu einkum meðal þeirra kvenna sem minnst máttu sín í samfélaginu og urðu að þola kyn- ferðisofbeldi. Þegar Norðmenn settu á stofn miðstöð fyrir leiðbeiningar um getnaðarvarnir og meðhöndlun kynsjúkdóma nefndu þeir hana því Olafiaklinikken í höfuðið á Ólafíu. Styrkur til hjálparstarfs  Ólafíusjóðurinn í Noregi afhenti Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð 1,5 milljónir króna til aðstoðar bágstöddum „Það var engin skata hér, UPS- hraðsendingarfyrirtækið sagði að hún hefði skemmst á leiðinni og því er hún föst í vöruhúsi í Winni- peg, en þeir þekkja greinilega ekki ilminn,“ sagði Grétar Axels- son á Gimli í Kanada, en hann og fleiri Íslendingar í bænum hafa gjarnan borðað skötu frá Íslandi á Þorláksmessu. Íslendingar vestanhafs halda þónokkuð í íslenskar hefðir og nóg er af þeim í Nýja-Íslandi. Grétar hefur reynt að verða sér úti um skötu um árabil og oft tekist, en nú tók til þess að gera nýfluttur Íslendingur af honum ómakið og fékk senda skötu, sem faðir hans verkaði á Vestfjörðum. „26 manns voru skráðir í skötuna og þetta eru því mikil vonbrigði,“ segir Grétar. steinthor@mbl.is Engin skata á Gimli í ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.