Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Samtals voru sautján lagafrumvörp samþykkt á Alþingi síðastliðinn föstudag og aðfaranótt laug- ardags. Má þar helst nefna að samþykkt var frumvarp um ný upplýsingalög, frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum (svokallaður band- ormur), frumvarp um breytingu á lögum um loftslagsmál (skráningarkerfi losunarheimilda), frumvarp um breytingu á barnalögum, frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld, frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, um breytingu á lögum um dómstóla og frumvarp til laga um sölu á eign- arhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óframkvæmanleg lög Við atkvæðagreiðslu við lok annarrar umræðu um frumvarp um breytingar á barnalögum var samþykkt breytingatillaga sem lögð var fram af Birgittu Jónsdóttur, Eygló Harðardóttur, Guð- mundi Steingrímssyni og Unni Brá Konráðs- dóttur. Með samþykkt breytingatillögunnar færðist gildistaka laganna frá 1. júlí 2013 til 1. janúar næstkomandi. Í samtali við mbl.is síðast- liðið föstudagskvöld sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, að nú liti allt út fyrir að það tækju gildi lög sem væru óframkvæmanleg. Þá voru síðastliðið föstudagskvöld einnig sam- þykkt lög um veitingu ríkisborgararéttar en með samþykkt þeirra hljóta samtals 39 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt. skulih@mbl.is Samþykktu 17 lög á lokasprettinum  Umdeild breytingatillaga stjórnarandstöðu við frumvarp um breytingar á barnalögum samþykkt  Ný upplýsingalög samþykkt síðastliðið föstudagskvöld  Samtals 39 manns fá ríkisborgararétt Morgunblaðið/Eggert Jólafrí Alþingi er komið í jólafrí en fundum þess var frestað um þrjúleytið aðfaranótt laugardags. Alþingi fer í jólafrí » Með samþykkt frumvarps um breytingu á lögum um dóm- stóla var heimild til að setja varadómara við Hæstarétt Ís- lands rýmkuð. » Samkvæmt nýsamþykktum lögum um sölumeðferð eignar- hluta ríkisins í fjármálafyrir- tækjum er ráðherra heimilt að selja að öllu leyti eða að hluta eignarhluti ríkisins í Arion banka hf., Íslandsbanka hf., í Lands- bankanum hf. (umfram 70% hlut ríkisins af heildarhlutafé bank- ans) og í sparisjóðum, að fenginni heimild í fjárlögum og fengnum tillögum frá Bankasýslu ríkisins. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Það er ekki auðvelt að skera úr um hvort það eru stóru brandajól núna eða ekki,“ segir Árni Björns- son þjóðháttafræðingur, spurður hvort svokölluð stóru brandajól séu nú í ár. Brandajól kallast það þegar leggjast saman flestir frí- dagar. Ef aðfangadagur er skil- greindur sem frídagur og hann ber upp á mánudag eru þeir orðnir fimm frídagarnir sem liggja saman og verða varla fleiri. „Já, það má kannski segja það, en það skiptir líka máli hvar þrettándinn lendir og ég er bara ekki búinn að reikna þetta út,“ segir Árni. „En stóru brandajól voru með öðrum hætti hér áður fyrr. Því þá var til dæmis ekki frí á laugardegi og því var gjarnan miðað við þegar fjórða í jólum bar upp á sunnudag. En það var líka með öðrum hætti þá, að hér áður fyrr var líka frí á þriðja í jólum og jafnvel fjórða í jólum og kallaðist þá fjórheilagt. Það gildir ekki það sama og fyrir 300 árum. Eitt af því sem lútersmenn gerðu við siðaskiptin var að fækka helgi- dögum af praktískum ástæðum svo fólk gæti unnið meira.“ Brandajól komin af eldibrandi Elsta heimild um brandajól er í minnisgrein frá Árna Magnússyni frá um 1700. Í bókinni Sögu dag- anna er sagt frá þeirri tilgátu að orðið brandur gæti hæglega merkt eldibrandur þar sem þurfti að safna miklum eldivið fyrir hátíð- arnar. „Það er eina skynsamlega skýringin á nafninu sem maður finnur, en hún er ekki örugg,“ seg- ir Árni um það. Brandajól gengin í garð? Morgunblaðið/Ómar Frí Margar fjölskyldur fá óvenjumikinn tíma saman um þessi jól.  Það kallast brandajól þegar leggjast saman flestir frídagar yfir hátíðarnar  Flestir í fríi frá laug- ardegi fram á fimmtudag  Erfitt að skera úr um hvort það eru stóru brandajól núna eða ekki Fjölmargir tóku þátt í árlegri friðargöngu sem fór niður Laugaveginn í gærkvöldi. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng í göngunni og við lok fundar á Ingólfstorgi. Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til göngunnar í rúmlega þrjá áratugi. Morgunblaðið/Golli Fjölmenni í árlegri friðargöngu á Þorláksmessu Uppsveitir Ár- nessýslu eru í brennidepli viða- mikillar leitar að Matthíasi Mána Erlingssyni. Í dag, mánudag, er vika frá því hann strauk úr fang- elsinu á Litla- Hrauni. „Matt- hías þekkir til meðal annars við Laugarvatn og Flúðir og því horfum við m.a. þang- að. Yfirleitt nást strokufangar fljótt, oftast fáum klukkustundum eftir brotthlaup. Einskis fanga hefur ver- ið leitað jafn lengi og nú. Við förum yfir allar vísbendingar en þær hafa samt ekki komið okkur á sporið,“ sagði Ágúst Svansson aðalvarðstjóri sem stýrir aðgerðum. Hann sagði að í dag, aðfangadag, yrði farið heild- stætt yfir málið og aðgerðir end- urskipulagðar ef ástæða þætti til. Konan sem Matthías var dæmdur í fangelsi fyrir að ráðast á er flúin úr landi. Taldi hún sig í hættu á meðan hann gengi laus og raunar fór hún í öruggt skjól strax eftir strokið. sbs@mbl.is Leitað í upp- sveitunum  Vika liðin frá stroki Matthíasar Matthías Máni Erlingsson Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson segir: „Mjög senni- legt er að hugtakið stóru brandajól stafi frá þeim árum sem menn minntust enn hinnar gömlu fjórhelgar, nema það sé frá tímum siðaskiptanna þegar menn söknuðu fimmhelg- arinnar. Á miðri 20. öld virðast menn helst hafa talið að stóru brandajól væru þegar aðfanga- dag bæri upp á fimmtudag.“ Brandajól MARGIR HELGIDAGAR Í RÖÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.