Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 54
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is J ólabókaflóðið skall á og fólk streymdi í bókabúðir til að kaupa bækur. Hvað einkenndi þetta jólabóka- flóð? Fáir eru betur til þess fallnir að svara því en formað- ur Félags íslenskra bókaútgefenda, Kristján B. Jónasson. „Fjöldi skáldsagna eftir marga nafntoguðustu höfunda þessa lands einkennir jólabókaflóðið,“ segir Kristján. „Hvað neytendur varðar hefur jólabókaflóðið hins vegar art- að sig með hefðbundnum hætti. Menn ætluðu að þetta yrðu stóru skáldsagnajólin en það eru áhöld um það. Topp tíu listinn er eins og löngum áður blanda af mörgum teg- undum bóka. Þar eru barnabækur, handbækur, Útkallsbókin og ein ævisaga, saga Gísla á Uppsölum. Kannski eru það svo tíðindi að þetta eru fyrstu jólin síðan 2001 sem glæpasagnahöfundur er ekki höf- undur mest seldu bókarinnar, þótt kokkabækur Hagkaupa hafi raunar stundum gert harða atlögu að topp- sætinu. En hvort sigurganga einbú- ans frá Uppsölum veit á endalok krimmans er ákaflega óvíst.“ Ríkulegt bókmenntalíf Sumir segja að það séu of margir skáldsagnahöfundar með bækur. „Það vitnar um blómlegt bók- menntalíf að margar góðar sögur komi út. Það hljómar kannski und- arlega úr mínum munni, en mér finnst fólk horfa of markaðslegum augum á bókmenntirnar. Umræðan snýst um hvaða höfundar séu að seljast og fólk missir um leið sjónar á hve bókmenntalífið er ríkulegt og fjörugt. Skáldakynslóðin sem fædd- ist á áttunda og níunda áratugnum er nú komin á fullt skrið, eins og Auður Jónsdóttir er ágætis dæmi um. Um leið koma út bækur eftir höfunda sem hafa þróast og þrosk- ast í marga áratugi og bæta við nýj- um tónum í sitt stóra höfundarverk. Höfundar eins og Gyrðir Elíasson, Einar Kárason, Einar Már Guð- mundsson, Álfrún Gunnlaugsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Pétur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn. Allt höfundar sem eiga margbrotinn feril að baki og eru enn að nema ný lönd í mjög athyglisverðum bókum. Ég segi fyrir sjálfan mig að mér finnst meiri æskuþróttur í nýjum ljóðum Sigurðar Pálssonar en mörgu því sem nú er ort af yngra fólki. Allt þetta vitnar um kraftmikið bókmenntalíf en samt er eins og ef ekki fréttist af samningum við er- lend útgáfufyrirtæki eða nýjum landvinningum á bóksölulistanum sé fólk ekki marktækt. Ég sakna um- ræðunnar um erindi þessara bóka, hugmyndirnar að baki þeim og átökin við okkar tíma, sem eru, eins og við vitum kannski alltof vel, sögulegir. Það er ekki hægt til lengdar að afgreiða bókaumræðuna með slúðurmolum á baksíðum dag- blaðanna eða ördómum í Kilju. Bók- menntirnar eiga meira skilið.“ Skáldsagnageirinn er vissulega blómlegur en seljast skáldsögurnar nógu vel? „Þegar ég byrjaði að vinna í bóka- útgáfu á tíunda áratug síðustu aldar þótti mjög gott að selja 1.200 eintök af íslenskri skáldsögu og talað var um metsölubækur ef náðist að selja 4.000 til 5.000 eintök. Það var ákaf- lega sjaldgæft að bók seldist í yfir 10.000 eintökum. Ég vann á Máli og menningu þegar Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson seld- ist í 12.000 eintökum og það þótti fá- heyrður viðburður. Núna kippum við okkur ekki upp við að bók hafi verið prentuð í fyrstu prentun í 20.000 eintökum. Þess ber einnig að geta að verð á bókum er hlutfallslega lægra en það var fyrir tíu árum. Útgefandinn þarf því að selja mun meira af bókum til að hafa eitthvað upp úr sölunni. Að koma vöru á markað í dag er einnig stórum kostnaðarsamara en áður. Niðurstaðan er engu að síður sú að heildarfjöldi seldra íslenskra skáld- verka er næstum þrefalt meiri en hann var fyrir fimmtán árum.“ Sátt um bókamarkaðinn Hefur það áhrif á jólasöluna að bókaútsölur hefjast í janúar en neytandinn fær þá jólabækurnar með miklum afslætti. „Það hefur ekki verið rannsakað ofan í kjölinn og því erfitt að full- yrða nokkuð með algerri vissu. Við getum þó dregið ályktanir af bók- sölu síðan útsölurnar hófust í kring- um 2000. Á þessum tíma hafa upp- lög metsölubóka tvöfaldast. Flest bendir því til að útsölurnar hafi eng- in áhrif á bókakaup fyrir jól.“ Jólabækurnar eru seldar með stórafslætti í stórmörkuðum. Hefur komið til tals að koma á föstu bóka- verði? „Svo að segja öll Evrópulönd, að Íslandi, Bretlandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi undanskildum, eru með fast bókaverð. Markmiðið með föstu bókaverði er að tryggja menningarlega fjölbreytni og gott aðgengi að bókum óháð búsetu. Kunnustu dæmin eru bókamarkaðir Frakklands og Þýskalands. Þar er fast bókaverð hornsteinn menning- arstefnu sem víðtæk sátt er um. Mér þykir ólíklegt að við getum tek- ið upp fast bókaverð á Íslandi að nýju, við höfum búið við frjálst bókaverð í nærri tvo áratugi. En ef við gætum sameinast um það, höf- undar, útgefendur, bóksalar og hið opinbera, að ná skynsamlegri sátt um að skilja og styðja við menning- arlegt inntak bókamarkaðarins, að hin blómlega íslenska bókmenning er afleiðing hans, væri mikið unnið. Staðreyndin er að tekjur íslenskrar bókaútgáfu koma nær allar frá venjulegum neytendum. Ef þeim er ekki haldið við efnið hrynur bóka- markaðurinn. Auglýsingar og um- fjöllun fjölmiðla er því súrefni ís- lenskrar bókmenningar, svo furðulega sem það nú hljómar. Menningarhlutverk bókamarkaðar- ins er hvergi viðurkennt í íslenskri löggjöf og ekki einu sinni í íslenskri málstefnu. Þjóðverjar og Frakkar hafa hins vegar sett bókalög til að tryggja stöðu móðurmáls síns og bókmenningar af ótta við að hún fari halloka í heimi örra breytinga. Það lýsir annaðhvort fullkominni sjálfsblekkingu eða hreinni heimsku að hafa ekki gert það sama á Ís- landi.“ Blómlegt bókmenntalíf  Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókútgefenda, segir að fólk horfi of markaðslegum augum á bókmenntir 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 í öllum stær›um á hagstæ›u ver›i. Afar au›velt í uppsetningu Aukablað alla þriðjudaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.