Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.12.2012, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sjálfboðaliðar á vegum Rauða kross Íslands hafa um margra ára skeið farið utan til þess að sinna marg- víslegum hjálparstörfum. Á meðal- ári eru um 5-10 manns erlendis vegna þessa og óhjákvæmilega ger- ist það því að sumir sjálfboðaliðanna eru í verkefnum ytra yfir hátíðarnar. Í vetur hafa fjórir starfsmenn Rauða krossins verið í verkefnum erlendis og þrír þeirra verða þar yfir jól og áramót. Magna Björk Ólafsdóttir kom til Kenýa í byrjun nóvember og sam- hæfir þar aðgerðir og styður við landsfélög Rauða krossins þegar kemur að faröldrum og hamförum í Afríku. Magna Björk segir að stefnt sé að því að hún verði þar í eitt ár og dvelur Magna Björk því í Kenýa yf- ir jólin. Hún sér ekki fyrir sér að það verði mikið jólastress hjá sér, en þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur jólin sín hátíðleg erlendis. Sól og blíða og 25 stiga hiti Magna Björk segir að flestir af öðrum starfsmönnum Rauða kross- ins í Kenýa séu farnir í jólafrí og því hafi ekki verið gerðar neinar sér- stakar áætlanir um jólin. „Þannig að þetta verður bara rólegheita að- fangadagur með hangikjöti og kon- fekti og svo Skype heim til Íslands,“ segir Magna Björk, en samskipta- forritið skiptir gríðarlegu máli við að viðhalda tengslunum heima á Fróni. „Maður getur alltaf hringt og það er gott samband þannig að það verður voðalega gott að geta aðeins heyrt í fjölskyldunni á aðfangadag,“ segir Magna Björk. „Þetta er fínn hópur hér líka og við sem erum eftir gerum örugglega eitthvað í tilefni jólanna.“ Magna Björk segir að sér finnist frekar ójólalegt um að litast í Kenýa. „Það er bara sól og blíða og molla,“ segir Magna og hlær, en hitastigið þar er í kringum 25-30 gráður á Cel- síus núna og það er að hitna, enda hásumar á suðurhveli jarðar. „Jóla- skapið er því ekki alveg dottið í mig ennþá, en ég er að vinna í því.“ Magna Björk segir að hún sé ekki með nein sérstök áform fyrir ára- mótin, en að hún muni eyða tím- anum á milli jóla og nýárs í safarí í þjóðgarðinum í Nairobi, höfuðborg Kenýa. Birna Halldórsdóttir hefur verið í Gambíu síðastliðna hálfa árið að að- stoða við matardreifingu vegna uppskerubrests sem varð í fyrra. „Dreifingunni lauk í október og núna erum við með það framhalds- verkefni að styðja við uppbyggingu á grænmetisgörðum sem eru í fjór- um þorpum,“ segir Birna en hún mun líklega snúa heim til Íslands í byrjun febrúar eftir að því verkefni lýkur. „Ég er eini Íslendingurinn hérna í Gambíu, en ég fæ hérna í heimsókn fimm manna fjölskyldu, hluti af henni kemur frá Gíneu-Bissau, svo kemur ein íslensk vinkona mín sem er að vinna í Malaví og ein hálf- íslensk stúlka sem verður hérna líka, þannig að við verðum átta Íslend- ingar saman hér yfir jólin, þannig að það verður ekki einmanalegt fyrir mig.“ Vegna þess að enginn Íslending- anna kemur beint frá Íslandi verður fátt um íslenskan jólamat á boð- stólum, hvorki hangikjöt né malt og appelsín. Birna segir að það sé ekki mjög jólalegt um að litast í Gambíu, flestir íbúar þar séu múslimar sem haldi ekki upp á jólin, þannig að lítið sé gert til að skapa jólastemningu í aðdraganda jólanna, engin jólalög spiluð eða neitt þannig. „Í fyrsta lagi er skrítið að vera í sól og sumaryl og síðan er skrítið að það sé ekkert jólalegt í kring. Ég er samt búin að skreyta smá og spila jólalögin heima hjá mér þannig að ég fæ jólafiðringinn bara þar,“ segir Birna sem saknar íslenskra að- stæðna yfir jólin. „Ég er mikið jóla- barn, mér finnst yndislegt á aðvent- unni. Hún er yndislegur tími sem allir eiga að njóta.“ Jólagestir Birnu fara síðan til Ís- lands á milli jóla og nýárs en þá fær hún son sinn og tengdadóttur ásamt móður hennar í heimsókn. „Það verður því mjög gestkvæmt hjá mér og ég get ekki kvartað yfir því að vera ein yfir hátíðarnar,“ segir Birna sem vill óska landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar. Jólin haldin um hásumarið  Starfsfólk Rauða krossins er oft erlendis yfir jól og áramót  Ójólalegt um að litast í Afríku á þessum árstíma  600.000 krónur sem söfnuðust hérlendis í tombólum fóru til skólastarfs í Gambíu Ljósmynd/Magna Björk Ólafsdóttir Í Kenýa Magna Björk Ólafsdóttir samhæfir aðgerðir Rauða krossins þegar kemur að hamförum og faröldrum í Afríku. Hérna er hún í hópi kátra krakka í Kenýa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur jólin hátíðleg erlendis. Ljósmynd/Rauði krossinn Skólabörn í Gambíu Birna Halldórsdóttir hefur verið í hálft ár í Gambíu. Hér sést hún með skólabörnum. Hún er eini Íslendingurinn á svæðinu. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2012 Íslensk börn eru dugleg að halda tombólur og mörg hver ákveða að styrkja Rauða kross- inn með ágóðanum. Á hverju ári safnast þannig um 600.000 krónur. Í ár var ákveðið að nýta peninginn til þess að hjálpa börnum í Gambíu með skóla- göngu sína. „Í sumum skólum hérna er skylda að vera í skóla- búningi, annars fá þau ekki að ganga í skólann,“ segir Birna Halldórsdóttir. Fyrir tombólu- peninginn í ár hafa því verið keyptar skólatöskur, stílabæk- ur, skriffæri og 2 sett af skóla- búningum handa börnum í fjór- um skólum sem annars hefðu ekki haft efni á slíku og því þurft að fara á mis við skóla- göngu sína. Skaffa skóla- búninga Námsfús Skólabörn í Gambíu. TOMBÓLUSAFNANIR Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári Trimmklúbbur Seltjarnarness stendur fyrir svokölluðu kirkjuhlaupi á annan dag jóla, 26. desember. Lagt verður af stað frá Seltjarn- arneskirkju kl. 10:00 og hlaupin um 14 km leið fram hjá fjölmörgum kirkjum borg- arinnar; Rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunni, Landakotskirkju, Hjálp- ræðishernum, Dómkirkjunni, Fríkirkjunni, Kirkju aðventista, Hallgrímskirkju, Háteigskirkju, Kirkju óháða safnaðarins, Foss- vogskapellu, Neskirkju og Seltjarn- arneskirkju. Auðvelt er að stytta leiðina ef fólk vill. Ekki er boðið upp á tímatöku. Að loknu hlaupi býður Seltjarn- arneskirkja hlaupurum upp á heitt kakó og smákökur. Í fyrra tóku um 70 hlauparar þátt í hlaupinu. Kirkjuhlaup haldið á annan dag jóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.