Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 24.12.2012, Qupperneq 60
MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 359. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Má ekki giftast morðingja … 2. Ekkert útilokað nema Litla-Hraun 3. Lögreglan lokar veitingastöðum 4. Nýjar myndir af strokufanganum »MEST LESIÐ Á mbl.is Á þriðjudag (jóladagur) og miðvikudag (annar í jólum) Norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él N- og A-lands og einnig við S- ströndina, en annars bjart með köflum. Frost víða 5 til 10 stig, en allt að 20 stig í innsveitum NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 8-13 m/s og dálítil él N- og A-lands, en léttir til fyrir sunnan og vestan. Kólnandi veður og frost 0 til 6 stig. VEÐUR Englandsmeistarar Man- chester City náðu að saxa á forskot Manchester Unit- ed á toppi ensku úrvals- deildarinnar í knattspyrnu og nú munar fjórum stig- um á grannliðunum. Unit- ed varð að sætta sig við fyrsta jafnteflið á tíma- bilinu í gær þegar liðið sótti Wales heim til Car- diff. City marði hins vegar botnlið Reading með marki í uppbótartíma. »3 Fyrsta jafnteflið hjá United Viðfangsefni hinnar vinsælu Sögu- stundar íþróttablaðs Morgunblaðsins er að þessu sinni ekki mjög langt frá okkur í tíma en óhemju merkilegur íþróttamaður engu að síður. Einn af eftirminnilegri persónuleikum í skíðabrekkunum á síðustu áratugum er austurríski múrarinn Hermann Maier. »4 Múrarinn Hermann Maier í sögustundinni „Þetta ár hefur verið einstakt en það byrjaði ekki vel. Ég var kominn á endastöð í Belgíu og þurfti breyt- ingu,“ sagði landsliðsmaðurinn Al- freð Finnbogason, leikmaður Heeren- veen í Hollandi, við Morgunblaðið en hann skoraði enn eitt markið um helgina og tryggði þar með liði sínu dýrmæt þrjú stig. Alfreð skoraði 34 mörk á árinu fyrir þrjú félög. »1 Þetta ár hefur verið einstakt segir Alfreð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Morgunblaðið kemur næst út fimmtudaginn 27. desember nk. Að venju verður fréttaþjónusta á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, yfir jóladagana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á netfangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskrifenda verð- ur opið í dag, aðfangadag frá kl. 7-13. Þjónustuverið verður opnað aftur fimmtudaginn 27. desem- ber kl. 7. Sími þjónustuvers er 569- 1100 og netfangið er askrift- @mbl.is. Blaðberaþjónustan verður opin á aðfangadag frá 5-11. Hún verður opnuð aftur 27. desem- ber kl. 5. Netfang blaðberaþjón- ustu er bladberi@mbl.is. Skiptiborð Morgunblaðsins verður lokað yfir jólin en opnað að nýju á fimmtudag kl. 8. Síma- númer Morgunblaðsins er 569- 1100. Netfang ritstjórnar er ritstjorn@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin Jólafagnaður Hjálpræðishersins og Verndar verður haldinn í dag, að- fangadag, í Herkastalanum, Kirkju- stræti 2 í Reykjavík. Fagnaðurinn hefst að venju með borðhaldi kl. 18. Allir þeir sem ekki hafa tök á að dveljast hjá vinum og vandamönnum á aðfangadagskvöld eru hjartanlega velkomnir í jólafagnaðinn. Jólafagnaður Verndar og Hjálpræðishersins Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Margt fólk var í miðbænum á Þor- láksmessu og verslunarmenn al- mennt ánægðir með traffíkina. Fæstir vildu fullyrða ennþá að salan væri meiri en í fyrra en sumir voru á því. Á Ingólfstorgi var jólamark- aður þar sem Svanur Kristjánsson hafði komið sér fyrir og seldi rist- aðar möndlur. „Þetta rokselst,“ sagði Svanur. „Ég kynntist þessu í Danmörku og fór síðan að selja þetta hér eftir að ég flutti heim.“ Það eru fallegir sölubásar á torg- inu og flestir hæstánægðir með söl- una. „Þetta er búið að vera brjál- æði,“ segir Hrönn Sigurðardóttir sem selur eigin hönnun undir merkjum Kusk. „Ég vinn til fjögur á nóttinni við að sauma og sef til átta en þá fer ég á fætur til að sauma meira og svo er ég komin hingað upp úr hádegi að selja. Þetta hefur gengið ofsalega vel í ár.“ Á miðju torginu höfðu krakkar og fullorðnir hópast í kringum jóla- sveininn sem hrekkir börnin. Hann segir þó í stuttu spjalli við Morg- unblaðið að börnin séu óskaplega þæg í ár og Grýla fái ekkert í pott- inn sinn. „Lagerinn af kartöflunum er því orðinn alltof stór hjá okkur þar sem börnin eru svo þæg,“ segir jólasveinninn. „Leppalúði skóflar þeim í sig, en það er ekki nóg.“ Þótt börnin séu skríkjandi við Ingólfstorgið eru þau andaktug við Pósthússtræti þar sem lúðrasveitin Svanur spilar svo hátíðlega tónlist að allir horfa í lotningu á hljóm- sveitina við tröppur Landsbankans. Aðfangadagurinn lúmskur Í bókabúð Eymundsson var troð- ið af fólki þar sem margir voru á ell- eftu stundu við að kaupa jólagjaf- irnar. „Maður sér til eftir morgun- daginn en það kæmi mér ekki á óvart að það væri meiri sala núna í ár en í fyrra,“ segir Svanborg Þór- dís Sigurðardóttir bóksali. „Aðfangadagurinn er eftir og hann er oft lúmskur. Menn koma mikið hérna milli klukkan 11 og 13 á að- fangadag. En það hafa selst upp margir titlar eins og Ævisaga ð og bókin Skáld eftir Einar Kárason er að klárast.“ Tóbías Ingvarsson, 10 ára, segist aðspurður ekki vera búinn að kaupa jólagjafirnar – sé búinn að kaupa svona 87% af þeim. „Helst Cheerios, annars Cocoa Puffs með kampavíni eins og Abba fékk sér í Brighton árið 1974,“ segir Óttarr Proppé borgarfulltrúi í óspurðum fréttum. „Er það ekki rétta svarið við spurningunni sem þú átt eftir að spyrja mig?“ segir hann kankvís við blaðamann. Hátíðleg stemning í bænum  Hljómsveitir og sönghópar spiluðu jólalög á hverju götuhorni  Jólasveinn sagði börnin óskaplega þæg í ár  Sumir á elleftu stundu í gjafakaupunum Morgunblaðið/Golli Á Þorláksmessu Það var hátíðleg stemning í miðbæ Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem fjöldi fólks var saman kominn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.