Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Mýrdælingar hafa ekki þurft að kvarta undan snjóþyngslum það sem af er vetri, því að varla hefur sést snjór á láglendi. Þetta kemur sér afar vel fyrir framkvæmda- glaða ferðaþjónustuaðila í sveitar- félaginu, og er ljóst að töluverð fjölgun verður á gistirýmum fyrir næsta sumar.    Hótel Vík verður stækkað um 2.440 fermetra og eru fram- kvæmdir þegar hafnar. Byggja á í áföngum norðan við eldri bygg- ingar hótelsins og mun nýja bygg- ingin hýsa bæði gistirými og mat- sal. Hjá Hótel Dyrhólaey er verið að stækka matsalinn. Og á Hótel Kötlu á Höfðabrekku er verið að byggja hús við heitu pottana fyrir búningsaðstöðu og líkamsrækt. Þetta eru þær framkvæmdir sem farnar eru af stað en auk þessa eru í umræðunni bygging hundrað herbergja hótels í Vík og tveggja sumarhúsa á Suður-Hvoli auk annarra smærri verkefna. Það er því ljóst að Mýrdælingar eru bjartsýnir um gott áframhald á aukningu ferðamanna sem vilja gista á svæðinu.    Framkvæmdir við nýja brú á Múlakvísl hófust í byrjun desem- ber. Búið er að reka niður staura undir eina brúarundirstöðu. Eftir að hlaup úr Kötluöskj- unni eyðilagði fyrri brúna var byggð þar bráðabirgðabrú á nokkrum dögum. Ekki er búið að bjóða verkið við varnargarðana og brúna út. Stefnt er að því að það verði gert með vorinu, og á nýja brúin að vera tilbúin í júní 2014. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Framkvæmdir Tinna og Guðmundur Elíasbörn tóku fyrstu skóflustunguna að stækkun Hótels Víkur. Uppgangur í ferðaþjónustu 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Allir fimm sakborningarnir í svo- nefndu Pitstop-máli voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þeir játuðu allir sök við aðal- meðferð málsins á mánudag. Mennirnir, sem eru á aldrinum 22-29 ára, voru ákærðir fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás í Hafnarfirði árið 2010. Í ákæru sagði að mennirnir hafi í félagi í september 2010 veist að karlmanni innandyra á verkstæðinu Pitstop í Hafnarfirði. Þeir eltu manninn upp á aðra hæð húsnæðisins, slógu hann með kylfu í höfuð og líkama og hrintu honum á glervasa sem brotnaði. 38 spor Einn fimmmenninganna var einnig ákærður fyrir að hafa í mars 2011 kastað bjórglasi í vanga karlmanns á skemmtistað í mið- borg Reykjavíkur með þeim afleið- ingum að glasið brotnaði. Sá sem varð fyrir árásinni fékk skurði á andliti og hálsi, sem sauma þurfti með samtals 38 sporum. Þá löm- uðust raddbönd hans. Tveir sakborninganna hlutu eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm en það var virt þeim til málsbóta að þeir játuðu brot sitt. Annar þeirra er sá sem réðst á karlmann á skemmtistað og er honum gert að greiða fórnarlambinu 800 þús- und krónur í miskabætur. Einn sakborninganna var dæmdur í sex mánaða fangelsi og tveir í tveggja mánaða fangelsi. Alls þurfa mennirnir að greiða rúmar 2,8 milljónir króna í sak- arkostnað. Fimm dæmdir í Pitstop-málinu  Dæmdir í 2-12 mánaða fangelsi Morgunblaðið/Ómar Héraðsdómur Húsnæði Héraðs- dóms Reykjaness í Hafnarfirði. „Ég man ekki eftir því að svona margir hafi hætt á sama árinu. Þetta er óvenjustór hópur. Þau eru mjög víða úr starfseminni og úr öllum deildum Landhelgisgæslunnar nema sprengjudeildinni,“ seg- ir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsinga- fulltrúi, en tíu manns hættu hjá gæslunni um síðast- liðin áramót vegna aldurs. Á myndinni eru eftir röð Ragnar Ingólfsson, Ríkharður Laxdal, Árni Ólason, Haraldur Ö. Haraldsson, Sjöfn Axelsdóttir, Jón Ebbi Björnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Gylfi Geirsson, Ingvar Kristjánsson og Georg Kr. Lárusson for- stjóri. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tíu hættu á einu bretti  Óvenjustór hópur hætti vegna aldurs hjá Landhelgisgæslunni Mjólkurbúið KÚ hefur kært Mjólk- ursamsöluna fyrir brot á 10. og 11. grein samkeppnislaga með því að krefja KÚ um hærra verð fyrir hrá- mjólk en aðra kaupendur. Kæran gegn Mjólkursamsölunni var lögð inn til Samkeppniseftirlitsins í gær en samkvæmt tilkynningu frá fyrirtæk- inu verður í framhaldinu lögð fram kæra hjá lögreglu á hendur forstjóra Mjólkursamsölunnar og stjórnarfor- manni. Þess er krafist að Samkeppniseft- irlitið stöðvi framgöngu Mjólkursam- sölunnar þegar í stað og að stjórn- endur og fyrirtækið sæti ábyrgð vegna brota sinna. Þá er þess krafist að Mjólkursamsalan endurgreiði KÚ oftekinn kostnað upp á 16 milljónir króna auk vaxta og annars kostnaðar sem hlotist hefur vegna viðskiptanna. „Mjólkurbúið KÚ ehf. áskilur sér fullan rétt til að krefjast skaðabóta úr hendi Mjólkursamsölunnar vegna framgöngunnar en ljóst er að henni var ætlað að hindra samkeppni á mjólkurvörumarkaði. Rétt er að árétta sögu samkeppni á mjólk- urvörumarkaði en Mjólkursamsalan hefur lagt að velli alla keppinauta sína frá árinu 1935 fyrir utan einn sem var keyptur upp. Við brot sín hefur Mjólkursamsalan notið stuðn- ings og skjóls stjórnvalda á hverjum tíma og svo er einnig nú. Kæran verð- ur jafnframt send til Eftirlitsstofn- unar EFTA ásamt kæru á hendur ís- lenskum stjórnvöldum vegna undanþáguákvæða er undanskilja ís- lenskan mjólkuriðnað að hluta frá samkeppnislögum,“ segir í tilkynn- ingu frá KÚ. KÚ kærir MS fyrir brot á samkeppnislögum Íslenska ullin er einstök Skoðaðu litaúrvalið í næstu verslun Sjá sölustaði á istex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.