Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Hinn 30. janúar næstkomandi verða þjóðlagatónlistarverðlaun BBC fyrir síðasta ár afhent í Skotlandi, í The Glasgow Royal Concert Hall svo við gerumst nákvæm og er viðburðurinn hluti af The Celtic Connections Festi- val. Það eru spennandi tímar í þess- um geira í Bretlandi nú um stundir og greinileg vakning á meðal ungs fólks í garð þessa tónlistararfs. En ekki er um að ræða hreint rómantískt endurlit þar sem menn og konur reyna að fylla vandlega í skó forfeðr- anna með nákvæmum eftirlíkingum og endurvinnslum. Nei, þessi bylgja einkennist þvert á móti af all- nokkrum broddi þar sem tilrauna- mennska er lykillinn; rannsóknir á hvernig hægt er að vinna með formið, endurskapa það og nýta í ljósi nýrra tíma virðist vera málið. Framsækni Nægir að líta til þeirra platna sem eru tilnefndar til verðlaunanna til að sjá þetta. Af þeim fimm sem eru til- nefndar eru þrjár þeirra lengst úti í brúninni og í raun merkilegt hversu opin tónlistarelítan hér er gagnvart svona „usla“ (sögulega hefur það ekki alltaf verið svo, sjá t.d. er Fairport Convention og þeirra líkar stungu gíturunum í samband. Fólk lærir greinilega af reynslunni stundum). Ég ætla að nefna þessar þrjár plötur, sú fyrsta er Broadside með hinni ell- efu manna Bellowhead en sveitin at- arna rúllar gömlum þjóðlagastemm- um miskunnarlaust í gegnum strengjasveitir, blástur, kvikmynda- tónlistarminni, rokk, áslátt og bara hvað sem er. Lögin eru þess vegna „stór“ og margbrotin, virðast stund- um ætla að spóla yfir sig en Bellow- head tekst einhvern veginn alltaf að lenda á tveimur fótum (eða tuttugu og tveimur öllu heldur). Edinborg- arsveitin Lau er þá tilnefnd fyrir þriðju plötu sína, Race The Loser, en Lau þykir hafa komið með nýja orku inn í þjóðlagasenuna, tónlistin ein- læg, djúp og áhrifarík en algerlega móðins á sama tíma. Þriðja platan er Ground Of Its Own með Sam Lee en lítum betur á pilt eftir næstu millifyr- irsögn Maðurinn Saga Sams Lees er ótrúleg. Hann hóf ekki að syngja fyrr en fyrir sex árum. Þegar hann uppgötvaði sig sem slíkan hætti hann stússi sínu sem sjónlistarmaður, „burlesque“- dans- ari og kennari í „afkomu“-list hvað náttúruna varðar og einhenti sér af öllum krafti í þjóðlagatónlistina. Frami hans þar hefur verið undra- skjótur og hann er talinn fremstur á meðal jafningja hvað endurnýjun arfsins varðar. Hann er nú þegar margverðlaunaður, fékk meðal ann- ars Arts Foundation-verðlaunin 2011, í fyrsta skipti sem þjóðlagatónlist er verðlaunuð með slíkum hætti. Hann stýrði þá tónleikaröð, The Magpie Nest (nú The Nest Collective), en röðin gerði mjög mikið í því að koma skurki á áðurnefnda senu. Lee nam svo hjá hinum goðsagna- kennda skoska söngvara Stanley Ro- bertson og í kjölfarið lagðist hann í rannsóknir á arfi flökkusöngvara frá Bretlandi og Írlandi. Lee kennir auk þess reglulega í háskólum víða um eyjarnar, meðal annars í Royal Col- lege of Music en hann er fyrsti þjóð- lagasöngvarinn sem það gerir. Og er þá lítið eitt af afrekum Lees upp talið. Platan, Ground Of Its Own, er þá stórmerkileg. Í grunninn þjóðlaga- tónlist en sveipuð nýjabrumi og til- raunum sem þjóna lögunum upp í topp. Stjarna Lees á eftir að hækka á himni og ég læt nægja að vísa í Joe Boyd, upptökustjórann fræga sem vann með Fairport Convention, Sandy Denny, Nick Drake og fleirum í eina tíð. „Magnaður söngvari og heillandi karakter,“ segir hann um Lee. „Hann vinnur með tónlistarmönnum á mjög áhugaverðan og heillandi hátt. Út- setningar hans á þessum lögum eru einstakar, svona nokkuð hefur bara aldrei heyrst áður.“ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fjölsnærður Hinn margverðlaunaði Sam Lee er „burlesque“-dansari, sér- fræðingur í því að komast af í villtri náttúru … og tónlistarmaður. Arfurinn endurnýjaður » Af þeim fimm semeru tilnefndar eru þrjár þeirra lengst úti í brúninni og í raun merkilegt hversu opin tónlistarelítan hér er gagnvart svona „usla“  Ný alda þjóðlagasöngvara skall á ströndum Bretlands fyrir nokkrum misserum  Hinn fjölhæfi Sam Lee er þar í broddi fylkingar Tríó Glóðir og Sigríður Thorlacius flytja leikritalög Oddgeirs Krist- jánssonar og Jóns Múla í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tríóið skipa þeir Hafsteinn Þór- ólfsson söngvari, Jón Gunnar Bier- ing Margeirsson á gítar og Ingólfur Magnússon á bassa. Þeir hafa í sam- einingu útsett dægurlagaperlur Oddgeirs Kristjánssonar úr Eyjum og gáfu út á plötunni Bjartar vonir í lok ársins 2011. Gestasöngvari á plötunni var Sigríður Thorlacius. Tveimur árum áður gaf hún ásamt Heiðurspiltum út plötuna Á ljúf- lingshól með lögum Jóns Múla Árna- sonar. Á tónleikum kvöldsins verða flutt lög Oddgeirs og Jóns Múla sem þeir sömdu fyrir leikrit, en einnig verða fluttir nokkrir dúettar Oddgeirs. Þeirra á meðal eru Glóðir, Svo björt og skær, Vor við sæinn, Án þín og Á Ljúflingshól. Auk þess munu þau flytja tvo vikivaka eftir þá félaga. Tríó Glóðir leikur í Salnum Gestur Sigríður Thorlacius verður gestasöngvari á tónleikunum. ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%* AÐEINS LAUGARDAG 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO KL. 6 - 9 14 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) 10 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 (TILBOÐ) L RYÐ OG BEIN 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR 5 ÓSKARSTILNEFNINGAR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR11 ÓSKARSTILNEFNINGAR3 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÁST LAUGARDAGUR TÖFRAMAÐURINN** KL. 3.40 L NÉNETTA & ÁHORFENDURNIR** KL. 4 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU* KL. 10.10L WOLBERG FJÖLSKYLDAN** KL. 6 L BANEITRAÐ** KL. 4 L RYÐ OG BEIN* KL. 8 L ÁST* KL. 8 L GRIÐARSTAÐUR** 3.20 - 10.20 L SUNNUDAGUR TÖFRAMAÐURINN** KL. 3.40 L NÉNETTA & ÁHORFENDURNIR** KL. 3.50 L STÓRLAXARNIR** KL. 5.50 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU*KL.10.10 WOLBERG FJÖLSKYLDAN** KL. 3.50 L RYÐ OG BEIN* KL. 8 L ÁST* KL. 8 L GRIÐASTAÐUR 3.20 - 10.20 L *ÍSLENSKUR TEXTI ** ENSKUR TEXTI DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 OPNUNARMYNDIN GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN DJANGO KL. 1 (TILBOÐ) - 4.30 - 8 - 9 - 11.20* 16 DJANGO LÚXUS KL. 8 - 11.20* 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L THE HOBBIT 3D KL. 1 (TILB.) - 4.30 - 8 - 11.20* 12 THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 1 - 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.40* 10 GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 7 -H.V.A., FBL - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ DJANGO UNCHAINED sýndkl. 2-6-10 JACK REACHER Sýndkl.8-10:30 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.2-6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.4 HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 L L 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.