Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Alsír sögðu í gær að sérsveitir hersins hefðu bjargað hundruðum starfsmanna gas- vinnslustöðvar þar sem íslamskir öfgamenn höfðu tekið þá í gíslingu. Fjölmiðlarnir skýrðu frá því að um hundrað erlendum ríkisborg- urum hefði verið bjargað en ekki væri vitað um afdrif 30 erlendra gísla. Áður hafði alsírska frétta- stofan APS skýrt frá því að sér- sveitirnar hefðu bjargað 573 Als- íringum sem störfuðu í gasvinnslustöðinni. Herinn kvaðst vera að reyna að bjarga þeim sem væru enn í haldi íslömsku öfgamannanna. Festu sprengjur um háls gíslanna Margir þeirra sem komust lífs af sögðu mannræningjana hafa fest sprengjur um hálsinn á þeim eftir að þeir voru teknir í gíslingu. Aðrir földu sig, skelfingu lostnir, undir rúmum eða í afkimum undir lofti gasvinnslustöðvarinnar í tæpa tvo sólarhringa. „Þeir hrópuðu að þeir vildu bara ná útlendingunum,“ sagði einn Alsíringanna sem sluppu úr gas- vinnslustöðinni. „Þeir söfnuðu út- lendingunum saman, bundu þá og fóru með þá í burtu.“ Hafði rænt 20 Vesturlandabúum Mannræningjarnir eru í hreyf- ingu illræmds íslamista og hryðju- verkamanns, Mokhtars Belmok- htars. Talið er að fyrir gíslatökuna hafi Belmokhtar og menn hans rænt a.m.k. tuttugu vestrænum stjórnarerindrekum, starfs- mönnum hjálparstofnana og ferða- mönnum til að krefjast lausnar- gjalds á síðustu fimm árum, að sögn fréttavefjar norska rík- isútvarpsins. Belmokhtar er einnig talinn hafa skipulagt stórfellt tób- akssmygl til að fjármagna hryðju- verkastarfsemi sína. Máritaníska fréttastofan ANI sagði að mannræningjarnir hefðu krafist þess að Frakkar hættu hernaði sínum gegn íslamistum í Malí og að íslömskum öfgamönnum í bandarískum fangelsum yrði sleppt. Stjórnvöld í Malí hafa sagt að ekki komi til greina að semja við hryðjuverkamenn. Mikil óvissa var í gær um hversu margir gíslar biðu bana í árás sér- sveitanna. Mannræningjarnir sögðu í fyrradag að 34 gíslar hefðu legið í valnum, en stjórnvöld í Alsír sögðu þá tölu vera „hugarburð“. Að sögn breska ríkisútvarpsins er vit- að með vissu um fjóra erlenda gísla sem létu lífið í árás sérsveitanna í fyrradag, tvo Breta og tvo Filipps- eyinga. Áður höfðu tveir menn, Breti og Alsíringur, beðið bana þegar mannræningjarnir réðust á rútu starfsmanna gasvinnslustöðv- arinnar skömmu fyrir gíslatökuna. Ekki var vitað um afdrif tíu Breta í gasvinnslustöðinni í gær- kvöldi, að sögn BBC. Breska fyr- irtækið BP sagðist hafa flutt hundruð starfsmanna sinna frá Als- ír, þeirra á meðal marga sem störf- uðu í gasvinnslustöðinni. Einum Norðmanni var bjargað í gær en ekki var vitað um afdrif átta Norðmanna, að sögn norskra fjöl- miðla í gærkvöldi. Ekki var vitað hversu margir Bandaríkjamenn voru enn í gas- vinnslustöðinni. Japanskt verk- takafyrirtæki sagði að ekki væri vitað um örlög um 60 Japana sem störfuðu á gasvinnslusvæðinu. Björguðu hundruðum gísla í Alsír Íslömsk hreyfing hryðjuverkamannsins Mokhtar Belmokhtar hefur lýst gíslatökunni á hendur sér Hundruð manna tekin í gíslingu Tigantourine-gasvinnslustöðin * Skv. fréttum fjölmiðla Gasvinnslustöðin er rekin af BP (Bretlandi), Statoil (Noregi) og Sonatrach (Alsír) Mannfall Tveir hópar gísla • Alsírskir starfsmenn (Hundruð sluppu*) • Hópur erlendra starfs- manna frá 12 löndum (Margir sluppu*) • Mikil óvissa var í gær um mannfallið í árás alsírska hersins á stöðina Noregur, Bandaríkin, Bretland, Filippseyjar, Írland, Japan, Frakkland, Malasía* Austurríki, Rúmenía*, Kólumbía* Taíland* In Amenas Flugvöllur Gasvinnslustöðin N3 5 km Algeirsborg ALSÍR LÍBÍA In Amenas  Ekki vitað um afdrif þrjátíu erlendra gísla í gasvinnslustöðinni AFP Illræmdur Belmokhtar hefur staðið fyrir mörgum hryðjuverkum. Prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Hvíta-Rússlandi blessar mann sem stekkur í ískalt vatn í þorpinu Pil- nitsa, um 30 kílómetra frá Minsk, höfuðborg landsins. Þrátt fyrir mikið vetrarfrost á þessum slóðum stukku þúsundir manna í göt, sem gerð voru í ís á vatni í þorpinu, til að baða sig í gær. Margir Hvít- Rússar hafa fyrir venju að fara í slíkt bað í tilefni af þrettándanum, hátíðisdegi til minningar um komu vitringanna þriggja að jötunni í Betlehem, en hann er haldinn í Hvíta-Rússlandi í dag. AFP Ískalt bað á þrettándanum Talið er að með því að fyrirskipa hernum að gera árás á gas- vinnslustöðina í Alsír hafi stjórn landsins viljað senda íslamistum skýr skilaboð um að ekki kæmi til greina að semja við hryðju- verkamenn. Meginmarkmiðið með árásinni var að brjóta mannræningjana á bak aftur, frekar en að bjarga öllum gísl- unum, að sögn Frederics Gallois, fyrrverandi yfirmanns sérsveita frönsku lögreglunnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Annað markmið þeirra var að koma í veg fyrir að íslamistar gætu notað gíslatökuna í áróðursskyni. Þeir vildu ekki að þetta drægist á langinn,“ hefur AFP eftir Gallois. Stjórnvöld og herinn í Alsír hafa háð harða baráttu við íslamska öfga- menn áratugum saman. Stríðið við íslamista í Alsír kostaði yfir 100.000 manns lífið á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Sérfræðingar í mál- efnum landsins segja þetta skýra hvers vegna alsírsk stjórnvöld hafi lagt meiri áherslu á að brjóta mannræningjana á bak aftur en að bjarga öllum gíslunum. Íslamistum hafi aldrei áður tekist að ráðast á mikilvæga olíu- eða gasvinnslustöð í Alsír og gíslatakan hafi því verið mikið áfall fyrir herinn og stjórnina. Íslamistum send skýr skilaboð MEGINMARKMIÐIÐ AÐ BRJÓTA MANNRÆNINGJA Á BAK AFTUR Alsírskir hermenn. –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.