Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN 37Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
Í okkar þjóðfélagi
er helmingur tekna
þjóðfélagsins greiddur
til hins opinbera og
endurúthlutað.
Slíkt þjóðfélag
stenst ekki og hlýtur
að hrynja fyrr eða síð-
ar, vegna þess að úti-
lokað er að hægt sé að
úthluta svo miklu fé
þannig að nógu stór
hópur landsmanna
verði ánægður með úthlutunina.
Þvert á móti vex óánægjan stöðugt.
Hið litla traust, 10%, sem menn
bera til Alþingis er birtingamynd
þessa. Fyrsta hrunið hefur þegar
átt sér stað. Þjóðfélagið hefur alltaf
verið að hrynja mismunandi mikið
við hinar ýmsu gengisfellingar, sem
koma með reglulegu millibili, þar
sem eignir landsmanna og tekjur
eru gerðar upptækar.
Endurúthlutunin ber meinið í
sér. Flestir sem verða af fé sínu til
hins opinbera vilja fá þetta fé til
baka á einn eða annan hátt. En það
er ekki hægt á ásættanlegan máta.
Afleiðingarnar verða margvíslegar.
a) Ein er sú að mikið fé verður eftir
hjá hinu opinbera, sem tekur að
safna eigum og minnkar þannig
endurúthlutunina og ávöxtun fjár í
þjóðfélaginu. b) Menn fara að „gera
út á hið opinbera“ og stofna alls
kyns samtök og félög með góðum
og fallegum tilgangi, sem krefst op-
inbers fjár. Menn krefjast þess að
hið opinbera greiði alls konar
kostnað og leysi hvers manns
vanda, sem þeir annars myndu oft
leysa sjálfir. c) Kjósendur ógna
frambjóðendum. d) Freisting
manna til að draga
undan skatti eykst. Á
móti hækkar hið op-
inbera skattana, og
eykur þannig freist-
ingu til undanskota.
Þá herðir hið opinbera
reglur, eftirlit og refs-
ingar. Við nálgumst
lögregluríkið óðfluga
og fátækt eykst.
Í úthlutunarþjóð-
félaginu er sífellt reynt
að leysa stærri vanda
en þjóðfélagið ræður
við með góðu móti. Af-
leiðingin er stóraukin skuldasöfnun,
skattheimta, verðbólga og siðleysi.
Þegar spurt er hvað sé hægt að
gera til þess að ráða bót á þessu er
ekki til nema eitt svar: Ég veit það
ekki og ég vil ekki vita það. Enginn
spyr hvort 35% endurúthlutun sé
ekki nóg?
Sannleikurinn er sá að eignir
þjóðfélagsins eru að kristallast í
skiptingu á milli auðmanna og hins
opinbera. Allur almenningur verður
fátækari og skuldugri vegna reglu-
legra gengisfellinga, lánakostnaðar
og skattheimtu. Hinn almenni laun-
þegi er í vistarbandi hjá hinu op-
inbera. Launþeginn fær ekki lengur
öll laun sín, því á útborgunardegi
mætir húsbóndi hans, ríkið, og tek-
ur með staðgreiðslu skatta, sinn
hlut áður en sá sem vinnuna vann,
fær nokkuð notið allra launa sinna.
Það sem ekki næst á útborg-
unardegi er innheimt með fjöldan-
um öllum af flötum sköttum, af
hverjum, virðisaukaskattur, útsvar,
tollar og fjármagnstekjuskattur eru
þeir stærstu.
Ef fólkið í landinu er stærsta
auðlind þess, þá er löngu búið að
þjóðnýta þá auðlind. Nú stendur til
með nýrri stjórnarskrá, 34. gr. að
þjóðnýta allar aðrar auðlindir.
Stærsta þjóðnýting Íslandssög-
unnar.
Finna þarf aðferð til þess að
eignir þjóðfélagsins dreifist til-
tölulega jafnt á einstaklinga þessa
lands á kostnað hins opinbera og
auðmanna. Lýðræðið er stjórn-
arform eigenda. Án jafnari eigna-
dreifingar verður lýðræðið brenglað
og kjósendur utanveltu, uppteknir í
stjórnmálaleik, vitaskuld áhrifalaus-
ir.
Nú er enginn að segja að rík-
isvaldið hafi ekki sínu mikla hlut-
verki að gegna, án þess verður ekk-
ert þjóðfélag. Hlutirnir eru
einfaldlega gengnir of langt í þessa
átt. Launþeginn, einstaklingurinn,
hefur enga möguleika til að eignast
neitt nema með löngum lánum og
er þannig orðinn þræll bankanna.
Til að bæta gráu ofan á svart er
launþeganum sagt með fjölmiðla-
áróðri og kosningum að hann vilji
þetta sjálfur, þegar raunveruleikinn
er sá að hann hefur alltaf minna og
minna með sín mál að gera og verð-
ur sífellt óvirkari í sínu eigin þjóð-
félagi. Meiri og beinni atkvæða-
greiðslur koma ekki í staðinn fyrir
eignarréttindin.
Eftir Jóhann J.
Ólafsson » Finna þarf aðferð
til þess að eignir
þjóðfélagsins dreifist
tiltölulega jafnt á ein-
staklinga þessa lands
á kostnað hins opinbera
og auðmanna.
Jóhann J. Ólafsson
Höfundur er stórkaupmaður.
Endurúthlutunarþjóðfélagið
Þorrahlaðborð á Restaurant Reykjavík.
Komdu og blótaðu þorrann með okkur einsog sönnum Íslendingum sæmir !
Föstudaginn 25.jan og laugardaginn 26.jan frá kl 18:00
Þorri
Því miður er okkar litla þjóðfélag
gegnsýrt af ofbeldi, sem birtist í
hinum ýmsu myndum. Þjóðin var
slegin utanundir nýlega þegar upp
komst um barna-
níðing sem hafði
fengið að
ástunda iðju sína
í skjóli hinna
ýmsu fé-
lagasamtaka.
Kirkjan okkar
hefur orðið fyrir
barðinu á sið-
blindum þjónum
sínum. Kaþólska
kirkjan logar og það versta er
hversu lengi þessar stofnanir hafa
látið þetta svínarí viðgangast.
Því miður er þetta algengt, við
þekkjum dæmin sem upp hafa
komið á umliðnum árum og áratug-
um, sem gerð hafa verið opinber.
Ég tel að hlutfall þeirra mála sem
koma upp á yfirborðið sé ekki
ósvipuð ísjakanum þar sem 90%
eru undir sjávarmáli, 10% koma
uppúr, 90% eru falinn eldur sem
kraumar og kraumar, og því lengur
sem hann kraumar verður málið
verra.
Viðhorf félagasamtaka eru alltof
oft að ekki megi ræða málin heldur
eigi að þagga þau niður þar sem
þau gætu skaðað viðkomandi fé-
lagasamtök. Reynslan sýnir okkur
hins vegar að sannleikurinn er
sagna bestur og þöggun og
leyndarhyggja er innanmein sem
étur innan þau félög sem stunda
slíkt. Sá eini sem græðir á slíku er
hinn seki. Þeir sem umvefja hinn
seka verða samsekir, og í raun og
veru verri en brotamaðurinn sjálf-
ur sem oft og tíðum á við veikleika
að stríða sem hann virðist ekki
ráða við. Það er því aumara en
nokkuð aumt að upplýsa ekki svona
mál strax og leysa með viðeigandi
hætti.
Ég held að margir sem hafa ver-
ið virkir í félagasamtökum hafi
upplifað einhvern feluleik, þar sem
einhver hefur farið frjálslega með
fé, eða eitthvað í þeim dúr, einhver
hefur misnotað aðstöðu sína eða
sýnt af sér óásættanlegan siðferð-
isbrest og málið þaggað niður og
ekki fengið ásættanlega meðferð
hjá stjórn félagsins. En ofbeldi tek-
ur á sig hinar ýmsu myndir, heim-
ilisofbeldi, einelti, barsmíðar, allt er
þetta hrottaskapur sem er ólíðandi,
en kannski ekki síst á ábyrgð
þeirra sem vita um slíkt og gera
ekki viðvart. En hvað er til ráða?
Það er kannski fyrst að nefna að
þeir sem með valdið fara séu hlíf
og skjöldur þeirra sem brotið hefur
verið á. Þar má vinátta eða klíku-
skapur ekki ráða því að hinn seki
sleppi. Ráðamenn verða að fara
þannig fram að þeir séu góð fyr-
irmynd, ef við tökum sem dæmi Al-
þingi þá eru æðstu ráðamenn þar,
ímynd heiftar og haturs. Það geng-
ur ekki, slík framkoma smitar út í
samfélagið.
Við getum nefnt eina heift-
araðför, það var þegar óheiðarlegir
þingmenn vildu losna við pólitískan
andstæðing með að koma honum
fyrir Landsdóm. Nú liggur fyrir að
það sem hann var kærður fyrir,
neyðarlögin, bjargaði þjóðinni frá
gjaldþroti. Á okkur þegnunum hvíl-
ir sú skylda að kjósa ekki á þing
ofbeldismennina sem stóðu að að-
förinni að Geir Haarde. Þannig get-
um við saman unnið að siðbót þjóð-
arinnar.
ÓMAR SIGURÐSSON,
skipsstjóri.
Ofbeldi
Frá Ómari Sigurðssyni
Ómar Sigurðsson